Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 8
Engin gluggatjöld hanga jafn fagurlega og glugga- tjöld úr íslenzkri ull Hver er ástæðan? Ástæðan er fyrst og fremst eðli íslenzku uilarinnar. Hún er samsett af hórum af ótal mörgum mismunandi þykktum, frá fínasta þeli upp í gróft tog og allt þar á milli. Þessi samsetning veldur því, að giugga- tjöld úr íslenzkum ullarþræði, ofin og fáguð eins og vér gerum, eru fjaðurmagnaðri og hanga því fagurlegar en gluggatjöld úr öðru spuna- efni. Líka er mikilvægt, að þér getið treyst því að gluggatjöld frá okkur hanga jafn fagurlega eins og ný eftir hreinsun (kemiska hreinsun) þvert á móti þvr' sem reynslan sýnir um flest önnur efni, sem aldrei ná sér eftir fyrsta þvott eða hreinsun, jafnvel þó þau haldi lit og lögun. Þessar eru ástæðurnar fyrir því að r'slenzku ullargluggatjöldin (og önnur gluggatjöld úr aluii) seljast erlendis, jafnvel þótt þau séu þar, vegna tolla og kostnaðar, mun dýrari (kr. 388,— pr. meter) heldur en tilsvarandi gluggatjöld úr beztu gerfiefnum. Hér snýr dæmið öfugt. íslenzku gluggatjöldin eru ódýrari en ýmis gerfiefni og stendur það einnig í sambandi við tollgreiðslur. Litir og munstur í gluggatjöldum frá okkur hafa hlotið viðurkenningu utanlands og innan. Biðjið verzlun yðar um gluggatjöld frá Últímu. Smásöluverð kr. 170,00 pr. m. Teppi h.f. Austurstræti 22, annast smásölu og uppsetningu Últímu- gluggatjalda í Reykjavík, en kaupendur úti um land geta gert pantanir beint frá Últímu í Kjörgarði, eða hjá umboðsmönnum vorum í hinum ýmsu kaupstöðum landsins. ULTIMA KJÖRGARÐI, REYKJAVIK Einhleyp kona I nútlma þjóðfélagi 3. tilutl Ég giftist aldrei aftur Hjónaband þeirra entist í fjög- ur ár. Sonurinn var rétt rúm- lega ársgamall, þegar önnur kona kom fram á sjónarsvið- ið. Þá var úti um hjónaband þeirra. Þau höfðu þekkzt næstum því alla ævi. Hann hafði verið mesta kvennagull skólans, léttlyndur og kátur. Hún var indæl, örlynd og fróðleiksfúr. Glæsileg ungmenni, eft- irsótt meðal kunningja. Ástfangin. Það var ekki fyrr en eftir hjóna- bandið, að þeim varð það Ijóst, hversu ólík þau í raun og veru voru. Hann vildi lifa lífi sínu á hefðbund- inn, borgaralegan hátt, en slíkt stangaðist á við lífsskoðanir henn- ar. Hún vildi ekki leggja ríka á- herzlu á umgengnisvenjur, en þótti það mikilvægara, að þau væru sam- hent í lífinu, hefðu svipaðan hugs- unarhátt og áhugamál, en það virt- ist ekki hafa mikið að segja fyrir hann. Það, sem henni þótti mestu máli skipta fannst honum hreinn hégómi og henni sáfnaði það vitanlega. Hann barst mikið á, var kominn frá efnaheimili og allt hafði fram til þessa leikið í lyndi fyrir honum. Hann hafði aldrei viljað horfast í augu við erfiðleika, var kurteis og glæsilegur. Að hans áliti var eigin- kona bara stássbrúða, sem hann átti að gæta fyrir erfiðleikum lífs- ins. Árangurinn varð sá, að hún hafði ekki minnstu hugmynd um húsaleigu og tryggingar og vissi varla, hvernig átti að fylla út eyðu- blað. En samt sem áður átti hún að gæta að vera tilbúinn á slag- inu. Hún átti að taka á móti honum með útbreiddan faðm, rjúkandi kjötbollur áttu að vera á borðum og nýbökuð kaka í ofninum. Hún átti að vera tilbúin að taka á móti gest- um. Það kom brátt í Ijós, að með svo umfangsmiklu heimilishaldi reynd- ist henni ekki kleift að stunda aðra vinnu. Þess vegna neyddist hún til að segja upp stöðu sinni, sem hún kunni Ijómandi vel við. en olli því, að hún gleymdi oft að eiga við matinn og taka á móti gestum. Einu sinni gleymdi hún jafnvel afmælisdegi hans, en vaknaði upp við vondan draum, begar sendill nokkur kom með stærðar rósavönd, sem stúlkurnar á skrifstofu hans höfðu keypt handa forstjóra sínum, er þeim fannst svo heillandi. Þetta var bara byrjunin. Svo kom að því, að oft hvarf hann að heim- an án þess að segja, hvert hann ætlaði. Þegar vinir og kunningjar hringdu og spurðu eftir honum, varð hún að grípa til lyga Hún gat ekki sagt: ,,Eg veit ekki, hvar hann er. Eg veit ekki hvenær hann kemur, en mig grunar, að önnur kona sé kom- in í spilið". Erfiðu árin. Ég hitti hana kvöld nokkurt, er hún hafði nýlokið vinnu sinni. Hún var nokkuð þreytt eftir erfiði dags- ins, en alúðleg og elskuleg. Hún mátti ekki vera að því að tala lengi við mig, þv! að hún þurfti að fara heim og undirbúa brúðkaup sonar síns. Við drukkum te og röbbuðum um það, sem áður hafði verið, erfiðu árin, sem nú eru löngu liðin. Hún sagði vítt og breitt frá reynslu sinni; fyrstu árunum eftir skilnaðinn, sem voru mjög erfið og hvernig henni tókst smátt og smátt að jafna sig og gera sig ánægða með lífið og tilveruna. Það eru mikil óþægindi í kring- um hjónaskilnaði ekki aðeins fyrir g VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.