Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 36
NYLINT Nylint bílarnir eru byggðir úr stáli, raf- soSnir saman og spraut- aðir með gljáandi lakki. Bandarísk stállefkföng NYUNT MICHICAN KRANI. Með þessum kranabíl fylgir bæði segulkrókur (magnetie hoist) og venjuleg grafa, og hægt er auðveldlega að skipta um. Hvort tveggja lyftir eins og hinn raunverulegi krani. Hægt er að taka segulkrókinn í sundur til að hreinsa hann. Þegar króknum eða skóflunni er lyft alla leið upp að bómunni, sleppa þau sjólf- krafa því sem þau halda. Kraninn snýst heilan hring, og styttur eru settar undir bilinn þegar kraninn er í notkun. — Hægt er að hækka og lækka bómuna, og helzt hún síðan í þeirri stöðu. Hann er byggður úr stóli, rafsoðinn saman og sprautaður með gljóandi bílalakki. Lengd: 81 cm. Breidd: 19 cm. Hæð: 52 cm. Tómstundabúðin AÐALSTRÆTI OG NOATUNI. hnakkrifizt um stjórnmál. Það er mikill áhugi fyrir stjórnmál- um hjá ungu fólki og skólafólk er yfirleitt hlynnt þvi, að við slitum sambandi við Danmörku, en það er aftur á móti nokkur doði yfir fullorðnu fólki í þess- um efnum. Mörgum finnst þeir hafa það gott eins og stendur og þeir halda að við getum ekki staðið á eigin fótum. — Er unga fólkið hjartsýnna í þeim efnum? — Já, það hefur alla vega meiri áhuga á málunum. Ég er aðili að pólitísku ungmennafé- lagi, sem heitir „Unga Tjóðveld- ið“. Við fylgjum Þjóðveldis- flokknum að málum, en hann berst fyrir sjálfsstæði Færeyja. Við erum nokkuð mörg i þessu félagi, þar af tíu stúlkur og er- um öll bjartsýn á málstaðinn. — Eru færeyskir unglingar mjög bókmenntalega sinnaðir. — Það er svona upp og ofan. Skólafólk les yfirleytt nokkuð mikið. Það hafa ýmsar erlendar bækur verið þýddar yfir á fær- eysku, meðal annars margar eft- ir Kiljan. — Er mikill áhugi fyrir sjón- varpi í Færeyjum? — Nei, það er ekki mikið. í Færeyjum hefur N.A.T.O. bæki- stöð og það hefur komið til tals, að þar komi sjónvarpsstöð, bandarísk eins og hér, en al- menningur er ekkert uppnæmur fyrir því, og ég fyrir mitt leyti vona, að það komi ekki til þess. — Og að lokum, Eyvör, hvern- ig kanntu við þig hérna á ís- landi? — Ég kann mjög vel við mig hérna. Ég er nú dálitill íslend- ingur, því að amma min var ís- lenzk og ég á marga ættingja hér. Ef ég fer einhverntíma í há- skóla, ætla ég að koma til ís- lands. ★ ANGEIIOUE og kéngupinn Framhald af bls. 15. Colbert var samþykkur. Hann var ekkert viðkvæmur fyrir orðinu. Njósnir? Þaö var mikið notað orð. — Viðskipti fara sömu leiö. Til dæmis verða bráðlega gefin út ný hlutabréf fyrir Austur-Indía hlutafélagið. Markaður yðar fyrir þau er hér við hirðina. Það er í yðar valdi að gera Austur-Indíur að tízku- fyrirbrigði; koma íhaldsseggjunum til að leggja fé í fyrirtækið og svo framvegis. Það eru peningar við hirðina. Hversvegna að láta þá leysast upp í reyk eða eyða þeim öllum? Sjáið þér ekki í hendi yðar, hve mörg tækifæri þér fáið til að nota hæfileika yðar? Það eina, sem við höfum haft áhyggjur af, er hvaða embættistitil væri hægt að gefa yður. Og konsúll af Candia leysir þann vanda alveg. — En hlunnindin eru mjög rýr. — Engan barnaskap. Það er ákveðið, að opinberar skyldur yðar færi yður mikinn arð. Arðurinn verður reiknaður eftir hverju verki. Þér fáið vel borgað fyrir allt það, sem vel fer. Af gömlum vana tók hún að reikna: — Fjörutíu þúsund livres eru miklir peningar. — Það er aðeins salt á hnífsoddi fyrir yður. Imyndið þér yður bara, að embætti framkvæmdastjóra myndi kosta yður hundrað sjötíu og fimm þúsund livres. Og starf mitt kostaði fyrirrennara minn eina milljón og fjögur hundruð þúsund. Konungurinn borgaði það fyrir mig, vegna þess að hann vildi hafa mig í stöðunni. Og þessvegna er ég skuldbundinn kónginum. Þessvegna mun ég ekki unna mér hvíldar, fyrr en ég hef unnið honum margfalda þá upphæð, með því að gera land hans arðbært. — Svo þetta er hirðin, sagði Angelique við sjálfa sig. — Nóttinni eytt í dansi i Palais Royal, höllin böðuð í ljósi, allt í glampandi gleði. Andlit hennar var hulið bak við svarta flauelisgrímu, og hún horfði á dansandi pörin. Konungurinn hafði opnað dansleikinn með Madame, í búningi Júpíters. Alira augu beindust að honum. Gullin gríma hans gat ekki dulið, liver hann var. Hann var með gullhjálm, skreyttan rúbínum og demöntum, og eldrauðum fjaðrabúsk. Allur búningur hans var úr gulli og ljómaði af þúsundum demanta sem voru greyptir niður með saumunum. — Þvílík auðæfi, hugsaði Angelique. — Þetta er hirðin. Já, þetta var hirðin — heimska, óhóf. Og þó, ef hún var skoðuð niður í kjölinn, kom flest á óvart! Ungur, hógvær konungur, sem hélt í taumana á strengbrúðunum. Og er horft var enn fastar kom í Ijós, á bak við grímurnar voru strengbrúðurnar sjálfar lifandi, ólgandi af ástriðu, logandi af íramagirnd.... Viðræðurnar við Colbert höfðu opnað henni nýja og áður óþekkta heima. Hún hugsaði um það hlutverk, sem hann hafði falið henni, og velti því fyrir sér, hvort hver og ein gríma myndi ekki hylja eitthvert leynistarf. -— Konungurinn lætur enga hæfileika ónotaða. ... Einu sinni hafði Richelieu gengið í rauðri skikkju sinni um þessa sömu Palais Royal sem þá var kölluð Palais Cardinal, meðan hann setti saman áætlanir um að stjórna ríkinu. Hingað kom aldrei neinn, sem ekki var í hans þjónustu. Njósnanet hans var eins og risavaxinn kóngu- lóarvefur. Hann hafði margar konur í þjónustu sinni. — Þessi dýra- tegund, sagði hann, —hefur meðfædda hæfileika til blekkinga og VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.