Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 23
Doreen Ruick hafSi séð hann grímulausan, sama var líklega aS segja um Lamercy - kannske
ennþá fleiri. Um þaS vissu aSeins Hub og guS. Andy baS þess meS sjálfum sér, aS Andrew væri
ekki enn meSal fórnarlamba Hubs. I
( heiminum að Hub siálfum undan-
skildum. Svörin á eyðublaði starfs-
umsóknarinnar gáfu mynd af ger-
samlega rótlausum manni, sjálf-
stæðum og sjálfum sér nægum. Hub
átti enga lifandi ættingja og eng-
inn var honum háður. Hann hafði
verið í flotanum og var sendur heim
án athugasemda í plöggum sínum.
Seinna hafði hann verið ráðinn við
lögregluna í Los Angeles en verið
leystur frá störfum, samkvæmt eig-
in ósk, þegar hann var orðinn yfir-
lögregluþiónn í glæpadeild. Því
næst hafði hann unnið sem atvinnu-
hnefaleikamaður, einkaleynilög-
reglumaður og innheimtumaður. í
skýrzlunni stóð, að hann notaði mik-
ið fé, en borgaði ætíð reikninga
sína. I möppunni var ekki hægt að
fá neinar niðrandi eða óhagstæð-
ar upplýsingar. Hubbard Charles
Wiley var, að því er virtist, traust-
ur, flekklaus borgari, með óskert-
an kosningarétt og kjörgengi. Hann
hafði einnig byssuleyfi. Þarna var
engar upplýsingar að fá um tillits-
lausa og siðlausa manninn sem fólst
bak við þessa felldu forhlið.
En Andy og Crystal Tower höfðu
séð þann mann í svip. Doreen
Ruick hafði séð'hann grimulausan,
sama var líklega að segja um Lam-
ercy — kannske ennþá fleiri. Um
það vissu aðeins Hub og guð. Andy
bað þess með sjálfum sér, að And-
rew væri ekki enn meðal fórnar-
lamba Hubs.
Það var barið. Andy falldi papp-
írana í flýti. Osjálfrátt reiknaði hann
með, að þetta væri Hub — svo mjög
hafði heimur hans sjálfs þrengzt
utan um hann sjálfan og lífvörðinn.
En þetta var Bruno. Hann kom til
þess að segja honum, að Zitlau
óskaði að tala við hann.
— Það gleður mig að heyra, að
tengdamóðir yðar hefur flogið aft-
ur til New York, sagði lögreglumað-
urinn. — Þá þurfum við ekki að hafa
áhyggjur af henni. Og Bonner var
kallaður heim og vinnur ekki leng-
ur að þessu máli. Hafið þér heyrt
nokkuð frá barnsræningjunum?
Spurningin kom mjög snöggt, en
Andy lét ekki truflast:
— Ekki eitt orð.
— Það þýðir, að við höfum hvor-
ugur nokkuð að fara eftir. Skýrslan
frá rannsóknarstofu FBI í Washing-
ton leiddi ekkert nýtt í Ijós.
— Það var slæmt.
— Mér sýnist, að yður falli það
ekki sérlega þungt, svaraði Zitlau
og leit snöggt á hann: — Ég held,
að þér séuð að dylja eitthvað, herra
Paxton.
Það væri svo gott að geta sagt
lögreglumanninum þetta allt nú.
Gegnum gluggann bak við Zitlau
kom Andy auga á Hub, sem kom f
áttina frá bílskúrnum, gekk yfir
grasflötina og blístraði glaðlega.
Hann fann hjá sér knýjandi þörf
fyrir að eyðileggja áhyggjulausa
framkomu þessa manns með fáein-
um orðum. En hann hafði engar
sannanir og var viss um, að Hub
hefði komið sér upp mjög góðri
fjarvistarsönnun. Jafnvel þótt Andy
gæti unnið í svipinn, átti hann á
hættu að tapa sjálfu stríðinu. — Ég
bíð þess bara, að eitthvað gerist —
nákvæmlega eins og þér, sagði
hann rólega.
En Zitlau hafði fylgt augnaráði
hans og séð Hub, áður en hann
hvarf fyrir húshornið.
— Nú, svo Wiley hefur þegar
sloppið út? Ég var annars að vona,
að hann yrði í haldi í nokkra daga.
Það hefði kannske kennt honum (
eitt skipti fyrir öll að leggja ekki
hönd á konur.
— Hefur hann fyrr verið flæktur
[ þess háttar?
— Já, það var þessvegna, sem
hann varð að yfirgefa lögregluna.
Hann lenti í vandræðum með mjög
unga kvikmyndadís, sem átti í ein-
hverjum brösum með hjónabandið
sitt. Ég held, að hún hafi notað Hub
til að gera eiginmannin afbrýði-
saman. En Hub tók þetta mjög alvar-
lega og barði þau bæði til óbóta.
Við gátum þaggað málið niður, en
það kostaði Hub stöðuna. Ég varð
raunar töluvert undrandi, þegar ég
komst að því, að hann vann fyrir
yður. Ég hélt, að hann hefði feng-
ið nóg af kvikmyndafólki og öðru
af þvf tagi.
— Ég hef aldrei heyrt hann
kvarta.
— Og að vissu marki er einnig
happ fyrir yður að hafa hann, sagði
Zitlau vingjarnlega, og Andy gladd-
ist yfir að hafa ekki sagt lögreglu-
manninum frá grun sfnum. — Hub
er mjög hættulegur andstæðingur,
en hann er jafn góður vinur.
Andy hugsaði með sér, að það
væri vissara að beina samtalinu
inn á aðrar brautir, svo hann kæmi
ekki upp um sig. — Komið þér í
nokkrum sérstökum tilgangi?
— Já, það geri ég reyndar. Það
var um annan af vinum yðar. Zit-
lau tók fram umslag: — Mér fannst,
að ég ætti að koma með þetta sjálf-
ur og láta yður fá það, f staðinn
fyrir að láta póstinn sjá um af-
greiðsluna.
Þetta var í fyrsta skipti, sem lög-
reglan lét uppi, að hún fylgdist
með póstinum til hans. En Andy
gleymdi að reiðast, þegar hann sá
rithöndina á umslaginu:
— Það er frá Baker!
— Já, og það er sent f gær. Það
er líklega það síðasta, sem hann
tók sér fyrr hendur, áður en hann . .
Með titrandi fingrum ' opnaði
Andy umslagið og las orðin, sem
mynduðu brú milli Iffs og dauða.
Kæri Andy.
Þegar þú lest þetta bréf er ég
dáinn. En mér finnst ég endilega
verSa aS segja þér aS ég meinti
þaS ekki sem ég sagSi í fyrrakvöld.
ÞaS er ekki þér aS kenna aS lifiS
hefur hlaupiS í hnút fyrir mér. ÞaS
er eingöngu mér aS kenna. Eg hefSi
ekki átt aS reyna aS hengja mig um
hálsinn á þér.
Ég veit ekki hvort lögreglan held-
ur ennþá ég hafi átt einhvern þátt
í ráni Andrews. ÞaS skiptir heldur
engu máli, ef þú aSeins trúir því
ekki. Þú hefur alltaf veriS sannur
vinur, aS öllu leyti ærlegur gagn-
vart mér — hversvegna veit ég ekki.
ÞaS er raunar svo margt sem ég
ekki skil. Ég get ennþá ekki skiliS
þetta meS Doreen. Hún hlýtur aS
hafa sagt ósatt, þegar hún sagSi
aS henni þætti vænt um mig. ÞaS
er þaS sem erfiSast er aS sætta
sig viS.
Vertu sæll, Andy, og ef þú getur
hugsaS þér aS skutla mér enn einu
sinni bæjarleiS fyrir ekki neitt, lang-
ar mig heim til Fort Lupton aftur.
Þar leiS okkur vel saman — einu
sinni fyrir löngu.
Baker.
Andy leit upp án þess að reyna
að halda aftur af tárunum. — Ef
ég aðeins hefði getað talað við
hann.
— Hver og einn verður að bera
sína byrði, sagði Zitlau. — Baker
bar sína eins langt og hann gat.
Það er ekki hægt að saka yður á
nokkurn hátt.
— Mig langar til að senda hann
heim um leið og það er hægt.
— Ég skal sjá um að það verði
gert, svaraði Zitlau. — Má ég halda
bréfinu dálitla stund enn?
— Já, ef þér viljið lofa mér þvf
að blöðin fái ekki nokkra vitneskju
um það.
— Ég skal gera það. En hvers-
vegna? Bréfið varpar heldur hag-
stæðu Ijósi á yður.
— Þeir tfmar geta komið, að það
skipti miklu máli hvernig maður
lítur út í augum annarra, sagði
Andy. Það, sem var milli Baker og
mín, það . . . það kemur ekki öðr-
um við.
— Ég skal viðurkenna, að ég hef
fram að þessu ekki vorkennt yður
afskaplega mikið, Paxton. En mér
finnst nú samt, að á köflum getið
þér átt kröfu á nokkurri meðaumk-
un.
— Ég er ekki á höttunum eftir
meðaumkun, sagði Andy kuldalega.
— Ég hef einungis áhuga á að
réttlætinu verði fullnægt.
— Ekki liggjum við á okkar liði,
þótt á yfirborðinu virðist ekkert
ganga, svaraði Zitlau. — Þekkið þér
söguna um manninn, sem fer úr
einni búðinni í aðra og lætur ýmist
skipta tíu dollara seðli f eins sents
peninga eða úr einsents peningum
í tíu dollara seðla? Hann veit, að
sá tími hlýtur að koma, að einhver
telur vitlaust, og það verður áreið-
anlega ekki hann. Þessi maður gæti
orðið fyrirmyndar lögreglumaður.
Þegar Zitlau var farinn vissi Andy
ekki til fulls, hvað hann átti að
gera. Það voru ekki komin ný fyrir-
mæli frá barnsræningjunum, en nú
var Hub laus aftur og leikurinn gat
haldið áfram. Andy gekk rólega
niður að suðurmúrnum. Það kom
honum síður en svo á óvart, þegar
hann fann litla pappaöskju fast-
klemmda milli greinanna á neríu-
runna.
Andy opnaði öskjuna undir eins.
Það var Iftil segulbandsspóla. Hann
stakk henni í vasann, flýtti sér aft-
ur að húsinu og upp á herbergið
sitt. Þar setti hann spóluna undir
eins á segulbandstæki.
Næturgali, hér eru nýju fyrir-
mælin. Farðu með lausnarféð út
í Griffith Park á miðvikudags-
kvöld. Komdu einn og án þess
að gera öðrum viðvart um til-
gang fararinnar. Leggðu af stað
að heiman nákvæmlega klukkan
níu. Aktu inn í garðinn eftir
Vista Valle veginum og haltu
áfram að horninu á Hollywood
Drive. Bíddu eftir merki — ein-
um löngum og tveimur stuttum
geislum frá vasaljósi. Settu pen-
inga undir vegaskiltið. Aktu sfð-
an eftir Mount Hollywood Drive
í suðurátt, með 25 km. hraða.
Snúðu við þegar þú hefur ekið
einn og hálfan kílómeter og
komdu aftur að krossgötunum.
Þar verður sonur þinn. Það verð-
ur fylgzt með þér allan tfmann.
Sonar þíns vegna viljum vð ráða
þér til að sýna engin heimsku-
pör.
Röddin á segulbandnu minnti á
röddina, sem hann hafði heyrt í
símanum kvöldið áður, en Andy
þorði ekki að sverja, að það væri
sama röddin. Eitt var vfst, þetta
var ekki rödd Hubs, sem sannaði —
ef slík sönnun var nauðsynleg —
að fleiri en einn stóðu að barnsrán-
inu. Miðvikudagskvöld, og ennþá
var aðeins hádegi á mánudegi!
Þeim lá svo sannarlega ekki á að
Ijúka þessu af. Áður hefði Andy
komið það á óvart, en ekki nú.
Hub var innan veggja hússins og
hafði fullkomið vald á öllu; hann
þurfti ekki að óttast neina gildru.
Framhald á næstu siðu.
VIKAN 35. tw. 23