Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 41
t i INNI VERND GE6N SLA&A TEGUNDIR ? Ibúðarhús hér á landi eru yfirleitt byggð úr steinsfeypu eða öðru álíka opnu efni og upphituð flesta tíma ársins. Stofuhitinn er því hœrri en i loftinu úti og getur borið miklu meiri raka í formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar á úf- veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgufu- heldu lagi innan á útveggj- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn i veggina og þétt- ist þar eða i einangru.n þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist í útveggina innan frá. Utanhússmálning þarf að geta hleypt raka úr múrnum út i gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurheld. Úti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitt sérstaklega fyrir islenzka staðhœfti og veðráttu. MA’LNING HF — Róleg, róleg, róleg vina mín. Allt fer vel. Vertu nú hughraust, litla ljúfan..., — Þetta er i fyrsta skipti, sem hann hefur sýnt mér atlot, hugsaði Angelique. 1— Þetta eru sömu orðin og hann notar fyrir tíkurnar sínar og merarnar, þegar þær eru að eiga sín afkvæmi. Hversvegna ekki? Hvað er ég annað en vesæl skepna? Það er sagt, að hann sé þolin- móður hjá þeim klukkustundum saman, rói þær, strjúki og klappi þangað til þær eru orðnar léttari, og jafnvel herskáasta og illilegasta kvikindi sleikir hönd hans.... En hann var síðasti maður í heiminum, sem hún hefði leitað hjálpar til á slíkri stundu, en eins og hún hafði sjálf sagt, Philippe du Plessis- Belliére myndi aldrei hætta að koma henni á óvart. Undir hans hönd slappaði hún af og fann aukinn styrk. — Heidur hann, að ég geti ekki fætt barnið i þennan heim? Eg skal sýna honum hvað ég get. Ég skal ekkert láta til mín heyra. — Allt fer eins og Það á að fara, sagði rödd Philippe. — Vertu ekki hrædd. Þú þarna, spiran þín, hjálpaðu henni. Hvern fjárann heldurðu að.... Hann talaði við aðstoðarkonurnr eins og þær væru hundahirðar. I hálfgerðu meðvitundarleysi lokahríðarinnar leit Angelique á Phil- ippe, í augum hennar, inni í dökkum baugunum, sá hann glampa af uppgjöf hennar. Þessi kona, sem hann hafði haldið að væri eingöng/ gerð úr grjótharðri metorðagirnd og ekkert gæti hugsað annað en að undirbúa snjallar ráðagerðir, átti líka veika hliðar. Augnaráð henn- ar minnti hann á löngu liðið atvik. Þetta var augnaráð litlu stúlkunnar, sem hann leiddi við hönd sér og kynnti, undir stríðnishlátri vina sinna, sem „barónessu sorgarklæðanna"! Philippe beit á jaxlinn. Hann tók með annarri hendinni fyrir augun, til að útiloka þessa minningu. — Vertu ekki hrædd, endurtók hann. — Það er ekkert að óttast núna. — Það er drengur, sagði ljósmóðirin. Angelique sá Philippe halda lítilli, rauðri veru, vafinni í lín, arms- lengd frá sér og hrópa. — Sonur minn! Sonur minn! Hún var borin upp í rúmið sitt, sem angaði af ilmvötnum og hafði verið hitað með hitapönnu. Svefninn yfirbugaði hana, en áður en hún gaf sig honum á vald, leit hún á Philippe. Hann hallaði sér yfir vöggu sonar síns. — Nú hefur hann ekki lengur neinn áhuga á mér, sagði hún við sjálfa sig. E'n hamingjutilfinningin yfirgaf hana ekki, meðan hún svaf. Það var ekki fyrr en hún hélt nýja barninu í fanginu í fyrsta skipti, að henni var Ijóst, hvað þetta nýja líf þýddi. Þetta var bráðfallegt ungbarn. Fötin hans, úr fínu líni, brydduð með satíni, huldu hann svo gersamlega, að aðeins lítill, rauðbleikur postu- línshringur gægðist út úr klæðunum, með tveimur litlum, fölbláum hringjum, sem brátt myndu verða jafn dökk-safírbláir og í föður hans. Barnfóstrurnar og þjónustustúlkurnar sögðu, að hár hans væri eins gult og kjúklingadúnn, og að hann væri feitur eins og erkiengill. Þetta er barn brjósta minna, hugsaði Angelique, og þó er Það ekki barn Joffrey de Peyracs. Ég hef blandað blóð mitt sem hann átti með blóði framandi manns. 1 barninu sá hún ávöxt ótryggðar, sem hún hafði hingað til ekki skilið. — Ég er ekki lengur konan þín, Joffrey, hvislaði hún. Myndi hann hafa viljað, að þetta yrði þannig? Hún brast í grát. — Mig langar til að sjá Florimond og Cantor, hrópaði hún milli ekkasoganna. — Náið í drengina mína. Þegar þeir komu, fór hrollur um hana, þvi hún sá að þeir voru sVartklæddir. Það var þó aðeins tilviljun. Hversu ólíkir þeir voru, Þótt þeir væru svona svipaðir á hæð! Þeir renndu höndum sínum i hendur hennar, eins og þeir voru vanir, eins og þeir ætluðu að draga styrk frá henni. Svo hneigðu þeir sig fyrir henni og settust á skammel. Þeir voru svo óvanir að sjá móður sína liggja, að þeir urðu þöglir við. Angelique lagði að sér til að kingja kekkinum, sem settist að í hálsi hennar. Hún vildi ekki valda þeim frekari óróa. Hún spurði þá, hvort þeir hefðu séð litla bróðurinn? Já, þeir höfðu séð hann. — Hvernig leizt þeim á hann? Þeir höfðu greinilega ekki gert sér neina skoðun um hann, en eftir að hafa litið hvor á annan sagði Flori- mond, að hann væri „fallegasti krakki.“ Árangurinn af erfiði kennara þeirra var mjög athyglisverður. Reglu- gerð, undirstrikuð með spanskreyr hafði unnið hluta verksins, en að mestu leyti hafði svo mikið unnizt vegna þess, hve næmir piltarnir voru sjálfir, og hve vel þeim gekk að aðlagast hinum nýju reglum. Vegna þess að þeir höfðu þolað hungur og kulda og ótta, gátu þeir lagað sig að hverju sem var. Væri þeim gefið frelsi sveitarinnar, yrðu þeir grimm villidýr, væru þeir klæddir i fín föt og sagt hvenig þeir ættu að hneigja sig og svara kurteislega, voru þeir um leið fullkomnir aðalsmenn. Nú fyrst var Angelique ljóst hversu sveigjanlegir þeir voru. „Slika að- lögun gat aðeins fátæktin kennt þeim.“ Frh. í nœsta blaOi. öll réttindi áskiMn — Opera Mundi, París VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.