Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 28
Ég myndi hiklaust velja stlnginn aftur standa: „Mér þykir Dieskau alveg ómögulegur, Gerard Souzay er miklu betri"! eða „Souzay getur ekkert sungið borið saman við Dieskau"! o.s.frv. Þessar og þvílíkar setningar ættu ekki að heyrast. Það er ömurlegt og næstum því sórgrætilegt að heyra músíkalskt fólk, sem að öðru leyti hefur góðan tónlistarsmekk, fella slíka óréttláta og vanhugsaða sleggjudóma. Við Konunglega störfuðu að jafn- aði 5 til 7 tenórar. Þar af vorum við tveir landarnir, Stefán íslandi og ég. Svo bættist Magnús Jónsson ! hópinn 1959. Ég hef stundum verið spurður að því, hvort ekki hafi verið einhver rígur milli ís- lenzku „keppinautanna" við Kon- unglega, en því fór víðs fjarri. Keppinautur urðum við reyndar aldrei, því að hlutverk okkar rák- ust aldrei á. Þótt kynni okkar þriggja væru ná- in og þó sérstaklega okkar Stefáns, sem vorum gamlir í hettunni, hef ég sennilega umgengizt kollega mína almennt minna en tíðkast með- al söngvara. Það er alkunn stað- reynd, að stéttarbræðrum verður tíðrætt um sitt eigið fag. Þar eru söngvarar engin undantekning. Þeim hættir til að tala eingöngu um söng, þegar þeir hittast eða koma saman. Þannig má maður helzt ekki ein- skorða sig, heldur ber hverjum manni þvert á móti að reyna að víkka sjóndeildarhringinn, lesa, kynna sér bókmenntir og aðrar list- greinar. Þannig eiga menn sffellt að keppast við að reyna að byggja sig upp, bæta sig og mennta. Hafnarárin liðu hvert af öðru. Árlega söng ég á íslendingamótum, bæði hjá stúdentafélaginu oa ís- lendingafélaginu. Annars var held- ur dauft yfir félagslífinu í þeim sam- tökum, oq held ég, að menn hafi ekki mikið mætt á mannfundum, að minnsta kosti ekki hjá því síðar- nefnda. Eitt minnisstæðasta hlutverk mitt frá þessum árum var AÍbert Herring í samnefndri gamanóperu eftir Beniamin Britten. Þetta var stór- skemmtileg ópera og svo vel gerð frá höfundarins hendi, að einn gagnrýnandinn komst þannig að orði, „að næstum því væri útilokað að eyðileggja sýninguna, svo snilld- arlegt væri verkið". Fyrsta hlutverkið í Höfn var Ferr- ando liðsforingi í „Cosi fan tutte", síðan kom Octavio í „Don Juan", þá Almaviva í „Rakaranum frá • Sevilla". Næst söng ég í „Liden Kirsten" og svo kom „Albert Herr- ing". Efnið í „Albert Herring" er sótt í litla smásögu eftir Maupassant, þar sem sagt er frá þeim merkis-, 28 VIKAN 35. tU. atburði, þegar ónytjungurinn og heimskinginn í þorpinu, Albert Herring, sonur grænmetissölukon- unnar, og kjörinn „maíkonungur", þar eð „hátíðarnefndin", borgar- stjórinn, presturinn, kennslukonan, lögregluþjónninn og Lady Billow, fundu enga stúlku í öllu héraðinu, sem var nógu dyggðug til að bera sæmdarheitið „maí drottning". Ég lagði mig allan fram í hlut- verkinu og gerði stormandi lukku. Letiblóðið og auiinn, hinn vand- ræðalegi mömmudrengur, Albert Herring, tók sér bólfestu í mér! Stundum heyrir maður því hald- ið fram, að tenórar séu heimskari en annað fólk. Ef sá grunur læðist að einhverjum, að þess vegna hafi ég passað svona vel inn í hr. Herr- ina, frábið ég mér slíkar grillur! — Ég held, að þessi gamla skoðun um tenóranna eigi rætur sínar að rekja til löngu liðins tfma í Þýzka- landi, þegar ópera var í hverjum smábæ, og hver bær átti sinn ten- ór, sem var dýrkaður eins og hálf- guð. Eina „vörn" tenóranna gagn- vart takmarkalausri aðdáun fólks- ins var að gera sig merkilega, gera sig að uppskafningum f augum fólksins. „Merkikertin" voru svo fljótleqa stimpluð „heimskari" en annað fólk — og allir voru ánægðir! Sumarið 1956 kom ég heim og söng í Kátu ekkjunni í Þjóðleikhús- inu. Þetta var í sumarfríinu mínu, og kom ég fram samtals 42 sinn- um á 35 dögum, þar af voru 28 sýningar á „Ekkjunni". f þessu „sumarfríi" átti ég aðeins einn frf- dag, og það var Skálholtshátíð að þakka. Þennan dag labbaði ég mér suður í Vífilstaðahraun og sólaði mig. Þar sem ég lá þarna og horfði udd í himininn oq lét þreytuna Ifða úr beinunum, ákvað ég, að næst, þegar ég kæmi f frí til fslands, skvldi éq nióta landsins. ferðast og sjá mig um og reyna að gera eitt- hvert gaqn um leið! Ég velti þessu fyrir mér um vet- urinn og sótti svo um að komast f landmælingar hjá raforkumála- skrifstofunni. Þetta gekk. Sumarið eftir lagði ég upp á hálendi íslands í fylgd með landmælingamönnun- um, verkfræðistúdentum, sem voru 25 árum yngri en ég. Þótt oft væri erfitt að standa f stykkinu gagnvart sprækum há- skólastrákunum, var þetta stórkost- legur tími. Menn skiptust f tvær virðingastéttir, eftir því hvaða starf þeir höfðu með höndum. f „yfir- stéttinni" voru nemarnir, sem lásu af mælitækjunum, hinir sprönguðu um og héldu uppi mælistikunum og voru kallaðir „blækur". Ég var „blók"! Mér féll sumarstarfið svo vel, að ég sótti um að komast f þetta aftgr •O Ríkisleikhúslð og óperan í Stuttgart. Gamla óperubyggingin frá 1912 stend- ur enn, en leikhúsið var endurbyggt eftir stríð og tekið í notkun 1962. Óperuhöllin í Miinchen. næsta sumar og var mér tekið tveim höndum, því að þeim geðjaðist vel að „kallinum" líka. Frá mínum bæjardyrum séð var stærsti kosturinn við þessa sumar- vinnu sá, að það var svo óendan- lega langt á milli landmælinga og óperusöngs. Betri afslöppun var ekki hægt að hugsa sér. Vinnudag- urinn gat að vísu orðið langur, þvf að oft var unnið eins lengi og hægt var, en það gerði ekkert til, því tíminn réði engu. Þarna var ekki háð neitt kapphlaup við tímann, ekkert þurfti endilega að nást fyrir vissan dag. Hver spotti var labbaður fram og til baka. Á þennan hátt kynntist ég stórum hluta landsins, sem ég hafði ekki séð áður, hálendinu og öræfunum, betur heldur en ég hefði nokkurn fíma ella átt þess kost. — Öræfakyrrðin býr yfir undarlegum töfrum. Sagt er, að f þessari djúpu kyrrð geti maður hlustað á atómin rekast á — sennilega er það blóð- þrýstingurinn í manni sjálfum. Um það leyti, sem ég kom hing- Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.