Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 6
HÖRÐ H 0 Ð Á FÖTUM, HÖNDUM, OLNBOGUM OG HNJÁM strýkst af á auga- bragði með PRITTY FEET. Húðin verður silki- mjúk eftir að þér hafið notað PRITTY FEET. PRITTY FEET fæst í næstu snyrtivörubúð. HEILDSÖLUBIRGÐIR: J. Ó. MÖLLER & CO. KIRKJUHVOLI. - SÍMI 16845. ÞIÐ ættuð að segja mömmu og pabba frá nýju faliegu VISCOSE peysunum sem fást í VÖRÐUNNI á Lauga- veginum. Þessar fallegu peysur eru prjonaðar ur VISCOSE styrktu ullar- garni, og eru þvi miklu endingarbetri en aðrar ullar- peysur á markaðnum. -0- Þið vitið að mamma er alltaf vön að kaupa það sem best er og ódýrast, þess vegna skuluð þið segja henni það, að VISCOSE peysurnar eru þriðjungi ódýrari en aðrar sambærilegar ullar-peysur. -°- VISCÖSE peysurnar eru fyrirliggjandi 1 fallegum og "praktískum litum, og eru serlega hentugar skólapeysur Verzlunin VARÐAHN l-auattRVEGI 60, SíMi 19031 MESTÍSAR OG MEXÍKANAR. Kæri Vikupóstur! Við erum hér ósammála tvær vinkonur, og ætlum að biðja þig að skera úr í málinu. Það er svo- leiðis, að vinkona mín skrifast á við mann í Mexíkó. Hún segir að hann sé Spánverji og búi bara í Mexíkó. En þegar ég fékk að sjá mynd af honum, sá ég strax, að hann er Mexíkani. Hún held- ur því fram, að það sé enginn munur á Spánverja og Mexíkana, en ég segi að Spánverji sé bara spænskur, en Mexíkani sé bland- aður af Spánverja og Indíána. Ég vona að þú skiljir hvað ég á við þó þetta sé dálítið ruglingslegt, og svo vona ég að svarið komi sem fyrst. Með fyrirfram þökk. Stína. Þú hefur líklega ruglazt eitt- hvað í ríminu. Afkomandi Ind- íána og hvíts manns kallast Mest- ísi. Samkvæmt lexíkon eru 55% íbúanna í Mexíkó Mestísar, 29% eru Indíánar en 15% hvítir menn. Þar stendur líka að f jöldi Mestís- anna fari stöðugt vaxandi. En Mexíkanar eru svo væntanlega allir, sem eiga heima í Mexíkó. AFBRÝÐISEMI. Kæra Vika! Hvað á maður að gera þegar maður þjáist svoleiðis af afbrýði- semi að hún ætlar allt að eyði- leggja? Ég hef verið með strák í þrjú ár og ég hef aldrei verið með öðrum, en hann hefur verið með öðrum stúlkum á undan mér. Hann er sjómaður og mikið í burtu, og þegar hann er í burtu get ég ekki að því gert, að ég er alltaf að hugsa um hvort hann sé ekki með öðrum stelpum. Þeg- ar hann kemur heim er ég ekki í rónni fyrr en ég er búin að spyrja hann um allt sem hann hafi gert. Við höfum líka rifizt um þetta og einu sinni fór hann í burt í vonzku. Nú hef ég verið að hugsa um þetta og ég held að ég missi hann, ef ég hætti þessu ekki. En ég veit bara ekki hvem- ig ég á að fara að því að hætta því. Ég hef oft séð ágæt ráð í Póstinum og þess vegna langar mig til að biðja þig núna að gefa mér ráð í þessu vandamáli mínu. Kannski geta þau hjálpað mér. Binna. Getur þú ekki reynt að segja við sjálfa þig, að úr því að hann valdi þig fremur en einhverja aðra, þá hljótir þú að hafa til að bera einhverja þá eiginleika, sem hann metur mikils, og þá eru líkurnar til þess að hann eigi eitthvað saman að sælda við aðr- ar konur minni. Svo skaltu líka muna, að það er heimskulegt að vera sorgmædd fyrirfram, áður en þú hefur nokkra hugmynd um að nokkuð hafi komið fyrir, sem réttlætt getur afbrýðisemi þína. GÆINN SITUR INNI. Kæri Póstur! Ég er í alveg ógurlegum vand- ræðum og vona að þú svarir mér. Það er auðvitað þetta gamla og vanalega, vandræðin eru nefni- lega út af strák. í fyrrasumar setti ég nafnið mitt í blað hérna og bað um pennavin. Ég fékk eitt bréf frá strák, og ég skrifaði honum aftur í þeirri góðu trú, að alla væri í lagi. Jæja, þegar ég skrifa honum fimmta bréfið, þá fæ ég það endursent og með því bréf, þar sem mér er sagt, að gæinn sitji í tukthúsi. Ég held, að þessi strákur sé ágætur, að minnsta kosti eftir bréfunum að dæma, svo að ég skrifaði honum aftur um daginn. Viltu nú segja mér, hvort ég á að skrifa honum eða ekki. Diddý Jóns. P.s. Hvernig er skriftin? Strákurinn er kannske ágætur að skrifa bréf, en menn eru nú vanalega ekki settir í tukthús að tilefnislausu. Annars finnst mér það fara eftir því, hve vönd þú ert að virðingu þinni, hvort þú heldur áfram að skrifast á við hann. Svo ætti það ekki að hafa nein ill áhrif á þig, þótt þið gerð- uð eitthvað af því að skrifa hvort öðru, meðan hann situr inni, ja nema hann fari að kenna þér ein- hverjar innbrotsaðferðir, þá gæti gamanið farið að kárna. Skriftin er heldur viðvanings- leg og stafsetningin ekki upp á marga fiska. HJÓLBEINÓTT. Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gott lestrarefni Vikunnar. Ég les allt- af Póstinn og fylgist með vand- ræðum annarra. En nú er ég í vandræðum og bið þig að hjálpa g VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.