Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 12
Girolamo var á leiðinni út úr dyrunum, þegar kona hans kallaði á eftir honum. „Bíddu", sagði hún. — Hvað er að? Hún sat uppi í rúminu, og svipur hennar var hikandi og sár í senn. — Hvers vegna ætlar þú ekki að sofa hjá mér? — Þú veizt það vel, ég þjáist af svefnleysi og mundi halda fyrir þér vöku í alla nótt. — En ég vil ekki vera ein á næturnar. Vertu hérna hjá mér í nótt. — Það er gott að sofa hjá þér, en ég vil ekki þjást af svefnleysi með þér. Það væri hræði- legt, ef við gætum hvorugt sofið. — Það skiptir engu máli. Ég vil vaka með þér. Ég vil ekki sofa ein. — Þetta hlýtur að fara að lagast. Ég get ekki þjáðst af svefnleysi alla ævi. Þegar þetta er orðið gott aftur, getum við alltaf sofið saman. — En ég vil ekki sofa ein. — Góða nótt. Hann sá, að hún var sár á svip, en svo var eins og hún áttaði sig. Hún brosti til hans og veifaði hendinni í kveðjuskyni. Girolamo opn- aði dyrnar og gekk út. Hann gekk inn á skrifstofu sína, þar sem hann hafði sofið eða öllu heldur legið andvaka í fjóra mánuði. Hann háttaði sig í skyndi og lagð- ist undir sæng og að venju var hann alveg stað- ráðinn á því, að nú skyldi hann sofna, en hann en hann slökkti Ijósið, leit hann á úrið, klukkan var eitt. Hann svaf þungum, draumlausum svefni. Skyndilega hentist hann upp í rúminu og stóð á öndinni. Hjarta hans barðist ákaflega, honum fannst sem hann heyrði andardrátt einhvers dýrs rétt við hlið sér. Hann þreifaði fyrir sér og kom við eitthvað langt, hlýtt og bert og skyndilega greip hönd nokkur hans hönd og færði hana upp að vör- um, sem þrýstu á hana heitum kossi. — Það er ég, hvíslaði rödd konu hans í kyrrðina, — svona, reyndu nú að sofna. Girolamo kveikti Ijósið og sat kyrr. Kona hans lá fyrir framan hann á dívaninum. Gegn- um Ijósgrænan náttkjólinn sá hann móta fyrir grönnum, íturvöxnum líkama hennar. Hún var fölleit og langleit, hár hennar var svart og mjúkt. Hún hafði stórt nef og þykkar varir. Hún starði á hann og það var Ijómi í augum hennar. Hann spurði: — Hvað er að? Girolamo var þungt fyrir höfði og hann var hálfringlaður í kollinum. Honum fannst alveg vonlaust að slökkva Ijósið og reyna að sofna. Hann var mjög argur í skapi og sagði: — Allt í lagi þá, hvað viltu, að við gerum? — Við skulum vaka saman. — En hvað eigum við að gera? — Hvað ert þú vanur að gera, þegar þú get- — ( hreinskilni sagt geri ég ekki neitt. Ég ligg bara í rúminu eða stend á fætur og geri eitthvað. - Hvað? — Ekkert sérstakt, stundum geng ég til dæm- is út að glugganum og horfi út. — Þá skulum við ganga út að glugga og líta út bæði saman. Þau gengu út að glugganum. Hún lagði handlegginn utan um hann og þrýsti nefinu upp að rúðunni. íbúð þeirra var á efstu hæð í nýtízku byggingu í úthverfi. Þaðan sást vel yfir geysistórt engi, þar sem mikið var um lautir og leiti. Ljósastaurar í strjálingi lýstu upp engið að nóttu til og það var eins og risastór skuggaleg- ur ferhyrningur, þar sem glitti í hvítt á Stöku stað, en það var pappírsrusl, sem fólk hafði fleygt frá sér. Hinum megin engisins, langt í burtu, sást óljóst húsaröð. Þarna var hvert ein- asta Ijós slökkt nema á einum stað. A efstu hæð húss eins logaði Ijós í glugga, skært Ijós. Á skýjuðum himni grillti i hálfmána og umhverf- is hann var rosabaugur. I sömu andránni kom flugvél í Ijós. Hún sýndi til skiptis rauð Ijós á vængjunum og græn Ijós aftan á stélinu. — Nei sko, sagði konan, þarna er flugvél. — Já, þarna er flugvél. — Hvaðan heldur þú, að hún sé að koma? — Það veit hamingjan. Hún þagði dálitla stund, síðan hélt hún áfram. — Allir kasta rusli þarna út á engið. Þarna leika börnin sér á daginn og ungir elskendur hittast þar á kvöldin. Og á næfurnar? — Á næturnar hafast kettir þarna við. — Heldur þú, að einhvern tíma verði byggt þarna? — Það held ég að sé öruggt mál. — Æ, en leiðinlegt. Þá höfum við ekkert út- sýni lengur. — Við skulum flytja, ef þarna verð- ur byggt. Hún hallaði sér upp að honum og lagði r.kyndi- lega höfuðið á öxl hans. En hún rétti svo að segja strax úr sér aftur. — Sjáðu þarna. I húsinu þarna beint á móti okkur logar Ijós í glugga. Mér þætti gaman að vita hver býr þar. — Einhver, sem ekki getur sofið. — Er alltaf Ijós í þessum glugga á næturnar. — Það held ég sé. — Kannski er þetta bara einhver, sem er myrkfælinn. Án þess að segja nokkuð gekk Girolamo í átt að dyrunum. Kona hans kom hlaupandi á eftir. — Hvert ertu að fara? — Inn í eldhús til að búa mér til appelsínu- safa. Svefntaflan mín hafði ekki önnur áhrif en þau, að ég er að farast úr þorsta. — Ég skal blanda safann fyrir þig. Þau fóru fram á ganginn. íbúðin þeirra var lítil, fjögur herbergi, tvö sitt hvorum megin við ganginn og dálítið anddyri. Konan rak upp óp. — O, sjáðu, líttu á. Girolmao leit niður, á gljábónuðu gólfinu sá hann marga stóra og svarta kakalaka, sem vissi vel, að sér mundi ekki takast það. Áður ur ekki sofnað? VAKA MEÐÞÉR Smásaga efftlr Alberto Moravia Hann þreifaði fyrir sér og kom við eitthvað langt, hlýtt og bert, og skyndilega greip hönd um hans hönd og færði hana upp að vörum, sem þrýstu á hana heitum kossi. „Það er ég,“ hvíslaði rödd í kyrrðinni. EG SKAL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.