Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 5
Hann er ekki hræddur við hávaðann, þessi, enda ekki óvanur honum. Ef dæma má eftir myndinni, þá er hann líka bitill með axlasitt hár — og þeir láta sig ekki muna um dálítinn hávaða, eins og skelli í loftverkfærum uppá 110 — 115 dec. Það er hvort sem er ekki hærra en bítlamúsikin. Það mun ekki vera tekið út með sældinni að stjórna þungavinnuvél- um, þótt kaupið sé eflaust gott, því hávaðinn er mikill. Það mun nú almennt viðurkennt, að hljóðþrýstingur — eða hávaði öðrum orðum — sem fer upp í 85 decibel eða þar yfir, sé orðinn var- hugaverður fyrir menn, sem þurfa að vinna við hann að staðaldri 8 klst. á dag, 5 daga vikunnar árum saman. I slíkum tilfellum er sjálf- sagt fyrir menn að fylgjast vel með því hvort þeir missa heyrn eða hún dofnar að einhverju leyti, og láta mæla heyrnina minnst einu sinni á ári. Það er alls ekki alltaf — og raunar sjaldnast — að menn verða varir við slíkan heyrnarmissi sjálf- ir, því oftast hefst hann á heyrnar- deyfu á vissri tíðni, það er að segja að menn hætta að heyra vissa háa tóna, sem sjaldan koma fyrir í dag- legu lífi. Slíkir menn gætu þá heyrt ágætlega og jafnvel og áður alla ver.iulega hi óma utan vinnustað- ar, heyra vel mælt mál. Það er þá viss hluti innra eyrans, sem dofnar eða eyðileggst með öllu, svo að tónar með ákveðinni tiðni heyrast ekki. Þetta líffæri mætti á íslenzku nefna „hljómburð heyrnarinnar". í þessu mikilvæga li^fæd eru taldar milli 20 og 30 þúsund hárfrumur, og utan um hverja þeirra er fínofið tauganet. Líffæri þetta breytir hljóð- bylgjunum í rafbylgjur, sem síðan berast til heilans. Það er þetta líf- færi, sem getur skaddazt eða jafn- vel eyðilagzt að einhverju eða öllu leyti við hávaða. Og ef menn vernda heyrn sína, þá eru þeir ein- mitt að vernda þetta líffæri heyrn- arinnar. Sá hluti heyrnarsviðsins, sem er einna viðkvæmastur fyrir áhrifum hávaðasveiflna, er frá 2000 upp í 6000 sekúndurið, og heyrnardeyfa kemur því fyrst fram á þessu tíðni- sviði. Mannsröddin liggur á tíðni- sviðinu frá 300 upp í 1500, og þess- vegna er það, að þeir sem tapa heyrn á viðkvæmasta hluta tíðni- sviðsins, eiga ekki erfitt með að heyra tal við venjulegar aðstæður og verða því ekki varir við byrjandi heyrnardeyfu. Að sjálfsögðu geta verið fleiri orsakir til heyrnardeyfu eða — miss- is. Snöggur áverki eða sprenging getur rifið eða sprengt hljóðhimn- una og skaddað heyrnarbeinin. Svo- kölluð taugaheyrnardeyfa getur einnig orsakazt af langvarandi háv- aða. Slík heyrnardeyfa getur í fyrstu verið aðeins tímabundin heyrnar- þreyta, sem lagast af sjálfu sér ef maðurinn hættir að vinna í hávaða. Annars eykst hún og verður var- anleg. Eins og áður er sagt, er álitið að það geti verið skaðlegt að vinna að staðaldri við hávaða, sem er um 85 decíbel. Þetta þarf þó ekki ávallt að vera svo, því menn eru misjafnlega heyrnarhraustir. Sumir þola hávaðann betur en aðrir. Það Framhald á bls. 29. Bítlamúsikin mældist um 115 decibela, en það mundi eyði- leggja hraustustu eyru á stuttum tíma — alveg! ÞaS mundi engan gruna, sem horfir ó þessa mynd, aS hóvaðinn sé svo mikiil, að maður verði að hrópa inn í eyra náungans, til að hann heyri. En gnýrinn í oliukynnt- um kötlunum og vélaskröltið allt í kring fer auðveldlega upp í 94 — 98 dec. Það var kvenfólkið sjálft, sem hafði hæst í gosdrykkja- verksmiðjunni SANITAS, og yfirgnæfði auðveldalega véla- samstæðuna, sem stóð á 90 — 94 dec. VIKAN 35. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.