Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 11
Miðvikudagurinn 15. nóvember 1957 var heitur og sólríkur í Akron, Ohio. f ró- legu íbúðarhverfi borgarinnar bjó Lawrence Joseph Bader, sölumaður í eldhúsáhöldum og leðurvörum fyrir bogaskyttur. Þennan dag leit hann til himins og komst að þeirri niðurstöðu, að á slíkum degi yrði konan ekkert undrandi, þótt hann sem var mikið fyrir útilíf og veiðar, langaði til að fara í smá veiðitúr. Hann sagði konunni sinni, Mary Lou að hann þyrfti að aka til Cleveland til að annast einhver viðskipti, en á eftir gæti verið að hann kæmi við í Lake Erie, til þess að renna í vatnið. Bader, sem var þrekinn slétt rakaður maður um þrítugt, eyddi morgninum heima við, í látlausu einbýlishúsi fjölskyldunnar og lék sér við þrjú lítil börn þeirra hjóna. (Mary Lou var komin fimm mánuði á leið með fjórða barnið). Um hádegisbilið fór hann í sportbuxur og jakka, lét veiðiútbúnað og litla ferðatösku inn í Pontiac bílinn, kvaddi Mary Lou og sagðist kannske koma seint heim. Hún hafði orð á því að hann léti veiðina eiga sig og kæmi beint heim. Bader hugsaði sig um andar tak og sagði svo: — Ef til vill geri ég það og ef til vill ekki. Og svo ók hann af stað. Áður en hann sneri í áttina til Cleveland, leysti hann út 400 dollara ávís- un, og borgaði nokkra reikninga, Tvö börn Larry Baders, systkini sem ekki höfðu hugmynd um til- vist hvors anars: John sonur þeirra Larrys og Nancy og Christa, dóttir Larrys og Mary Lou. þar á meðal ársfjórðungs iðgjald af tryggingu, sem var um það bil að falla í gjalddaga. Þegar hann hafði lokið við- skiptum sínum í Cleveland ók hann að bátaleigu Eddie's á bökk- um Rocky River, þar sem hún rennur út í Lake Erie. Það var kominn miður dagur og orðið þungskýjað við sjóndeildarhring- inn. Þegar að hann bað um bát til leigu, sagði eigandinn, Law rence Cotleur honum að veður- stofan hefði spáð stormi, og að grunnt og ótraust vatnið gæti orðið hættulegt með kvöldinu. Bader fullvissaði Cotleur um að hann yrðf örugglega kominn í land fyrir myrkur, og tók á leigu 14 feta bát með lítilli utanborðs- vél. Hann tók upp stóran bunka af peningum, borgaði 15 dollara og bað Cotleur um að setja ljós í bátinn. Cotleur sagði að dags- birtan héldist í fjóra klukkutíma ennþá og að þá myndi stormur- inn skella á, en Bader vildi ekki hlusta á það og sat við sinn keip. Nokkrum mínútum síðar lagði hann af stað á bátnum. Nokkru eftir sólarlag sá strandvörðurinn hann skammt frá landi og varaði hann við storminum og bauð hjálp sína ,en Bader veifaði þeim frá sér. Næsta morgun fannst bát- urinn lítið skemmdur, hafði kast- ast upp í fjöruna, fimm mílum fyrir neðan bátabryggjuna. í honum var ár, tómur benzínbrúsi, tveir bjarghringir og veiðarfærin. Larry Bader og ferðataskan voru horfin. Lögreglan sem rannsakaði hvarfið, sá að bátnum hafði ekki hvolft, og undruðust hvemig Bader, sem var duglegur sund- maður, hefði getað orðið viðskila við bátinn og tekið töskuna með sér. Þeim datt helzt í hug að ein- hver hefði ráðist á hann vegna peninganna sem hann hafði með- ferðis. En tveggja mánaða leit bar engan árangur. Árið 1960 var gefin út lögleg tilkynning sam- kvæmt beiðni konu hans, um að Lawrence Bader væri látinn. Þrem dögum eftir hvarf Baders kom þrekinn maður með örmjótt yfrivaraskegg til Omaha Ne- braska, 740 mílum fyrir vestan Rocky River. Hann var í sport- buxum og jakka og hafði með- ferðis litla ferðatösku, sjópoka merktan sjóhernum og leiðarvísi fyrir barþjóna. Hann sagðist heita John Francis ((,,Fritz“) Johnson, vera þrítugur og fyrr- verandi sjóliði og vildi gjarnan fá atvinnu sem barþjónn. Einustu skilríki sem hann hafði var öku- skírteini sjóliða, hljóðandi upp á þetta nafn sem hann gaf upp. Tveim dögum síðar var hann ráðinn að Ross's Steak House sem barþjónn. Með málblæ Boston- búa sagði hann frá því að hann hefði verið munaðarleysingi og verið komið fyrir á munaðarleys- ingjahæli og að hann hefði tekið sér gælunafnið Fritz. (Allir drengir á hælinu voru kallaði John Johnson, sagði hann). Hann sagði líka að hann hefði gengið í sjóherinn þegar hann var sautj- án ára, verið í síðari heimsstyrj- öldinni og síðan í Kóreu, farið á sjúkrahús, vegna meiðsla í baki og leystur úr herþjónustu árið 1957. Fritz varð fljótlega þekktur í bænum. Hann gerðist dægurlaga- kynnir í útvarpinu, íþróttaleið- togi í sjónvarpinu og átti hundr- uð aðdáenda. Hann virtist vera algerlega í sérflokki, maður sem var óháður öllum venjum, og fólk dáðist að honum fyrir það. Hann bjó íbúð sína óteljandi gömlum púðum (en engum hús- gögnum) og hélt æðisleg kampa- vínsboð. Hann gekk með leður- húfu og daðraði við fallegustu stúlkurnar í borginni. Til sér- staklega æsandi stefnumóta not- aði hann, ásamt herbergisfélaga sínum, gamlan líkvagn, sem hann keypti af útfararstjóra frá Kansas fyrir 150 dollara. í vagn- inn setti hann smíðajárnsborð, ósköpin öll af púðum og Buddha- líkneski, sem var reykelsisker. Hann strikaði út eftirnafnið. í fyrstu var skrifað aðeins „Fritz" á reikningana hans og hann gaf út ávísanir undir sama nafni. Hann dagsetti aldrei víxla skrif- aði einfaldlega vor, — sumar, eða þá árstíð sem var hverju sinni og fékk stúlku í bankanum til að láta sig vita um árstíðaskifti með eins eða tveggja daga fyrir- vara. (Meðan hann var barþjónn lét hann alltaf drykkjupeningana sína í mjólkurflösku, lagði þá inn í banka við og við og skrifaði á þá „1 peli af peningum“. Hann var alltaf glaður og bros- andi. Hann virtist hafa andstyggð á fréttum dagblaðanna og á tíma- bili horfði hann aldrei á frétta- sjónvarp. En bersýnilega hafði hann engin vandamál eða áhyggj- ur, svo að fólk flykktist til hans til að létta á sér og trúa honum fyrir sínum vandamálum. Ein- ustu skiptin sem ég sá hann leið- an, sagði einn kunningi hans, — voru ef einhver af vinum hans var í vandræðum. Vinsældir hans voru líkastar furðusögum. Einu sinni var hann 15 daga í kassa, sem var komið fyrir efst á 50 feta hárri flagg- stöng, til að auglýsa samskot fyr- ir lamað fólk. Vinir hans sendu honum kokteil tvisvar á dag upp í kassann. Þegar hann kom nið- ur var hann alskeggjaður og svo- lítið óstyrkur á fótunum. Svo ók hann um göturnar í opnum bíl, ásamt fellegum ljósmyndafyrir- sætum. En þrátt fyrir þetta var aldrei gert gys að honum fyrir sýndarmennzku. — Allt mitt líf hefi ég hlýtt fyrirskipunum annarra, fyrst á barnaheimilinu og svo í sjóhern- um, var hann vanur að segja, — svo að framvegis ætla ég að gera það sem mér sjálfum þóknast. Eitt af þeim hefðbundnu forms- atriðum sem Fritz virtist hafa mesta andstyggð á var hjóna- bandið. — Þetta var rammasta alvara hjá honum, sagði herberg- isfélagi hans. — Ef einhver sagði honum að hann ætlaði að fara að gifta sig, sagði hann alltaf: Ó, bjáninn þinn — heimskingi. En árið 1965 giftist hann, samt sem áður. Hún var falleg fráskil- in kona, tuttugu og eins árs. Hún hét Nancy Zimmer og var ljós- myndafyrirsæta að atvinnu. — Við stríddum honum með þessu, sagði vinur hans, — en hann anzaði því ekki, brosti bara..... Þangað til fyrir nokkrum vik- um síðan var Fritz alsæll. — Ég er í sjöunda himni, var hann van- ur að segja. Ég hefi ekki verið svona hamingjusamur allt mitt líf...... Annar febrúar var Fritz stadd- Framhald á bls. 31. VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.