Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 50
-n .A rr Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. _____ZR- JBL-foJn ci Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón klukku og hitahólfi. ____ZR—CL-£f-JT- rt Þvottapottar 50 og 100 lítra. ZZR- a-.-fiJi—CL- Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. ZR- XJ-^f—/rL-CL---- ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA KALT BORÐ - ef veður leyfir undir berum himni, annars bara heima í stofu. Rækjusalat í sítrónuberki. Til þess að fylla 8 sítrónur þarf: ca. 200 gr. majones, 1 tsk. sinnep, 2 matsk. laussoðin hrís- grjón, 250 gr. rækjur og dill. Majonessósan bragðbætt með sinnepinu og sítrónusafa, hrís- grjónunum blandað í ásamt söx- uðu dillinu og helmingnum af rækjunum. Skerið lok af sítrón- unum, pressið safann úr þeim (geymið hann í drykk, sem talað er um hér á eftir) og skafið þær að innan, þar til þær eru hreinar. Fyllið sítrónurnar með salatinu, skreytið með afganginum af rækjunum og litlum dillbúntum. Litlar pönnukökur með kavíarfyllingu. Gerið pönnukökur úr: 2 egg, Vs tsk. salt, 50 gr. brætt smjörl., 100 gr. hveiti, 2V2 dl. mjólk, ásamt smjöri til að steikja úr. Deigið hi-ært og látið standa í nokkra klukkutíma, síðan gerðar litlar, þunnar pönnukökur, ca. 7 sm. að ummáli. í fyllinguna fer: 2 dósir svartur kavíar, saft úr M> sítrónu, nýmalaður, svartur pipar, 1 dós smurostur, nokkrar matsk. majones Hrærið smur- ostinn með majones, sítrónusafa og pipar Blandið kavíarnum var- lega í og setjið eina matsk. á hverja pönnuköku, sem svo eru brotnar saman í tvennt. Fatið skreytt með sítrónusneiðum og olívum. Fyllt egg. 6 harðsoðin egg, olía, salt, karrý, pipar og 200 gr. soðinn eða reyktur lax. Skerið eggin sundur þversum í miðju, takið rauðurn- ar úr og merjið þær gegnum sigti. Takið svolítið frá af eggja- rauðumaukinu til að skreyta með, en blandið afganginum í olíuna og kryddið. Fyllið eggja- rauðubátana með fyllingunni, leggið lengjur af laxi ofan á og stráið eggjarauðumaukinu, sem afgangs var, yfir. Sumarfat. Alls konar nýtt grænmeti, t. d. blómkál, hreðkur, gúrkur og tómatar, hreinsað vel og skorið í lengjur eða bita, sem hægt er að halda á. Geymt í plastpoka í ísskáp þar til það er borið fram, en með því má hafa tvenns kon- ar sósur, aðra ljósgræna og hina rauða. Grænmetinu svo dýft í sósuna. Ljósgræn sósa. 300 gr. majones, vínedik, salt, pipar, 25 gr. möndlur, 1 hvít- lauksbátur, 1 flysjuð, hrá gúrka, 1 búnt persilja, 1 matsk. gin. Möndlurnar rifnar á rifjárni, fíngerðara megin, en gúrkan á því, þar sem það er grófara, persiljan söxuð og hvítlaukur- inn marinn og öllu blandað í majonessósuna, sem bragðbætt hefur verið með edikinu, gininu og kryddinu. Rauð sósa. Hrært er saman jafnt af majones og tómachutney, krydd- að með svolitlu tabasco, rifnum lauk og ósætu sherry. Lambakótelettur. Skafið kjötið frá beinunum, þannig að hægt sé að halda á kótelettunum, steikið þær í smjöri, stráið nýmöluðum pipar á og saltið um leið og þær eru settar á fatið. Crepepappír vafið um endana, grænu grænmeti stráð yfir. Salat. Grænt salathöfuð, tómatar, mildur ostur, möndlur og sósa af: 4 hlutum matarolía, 1 hluti edik blandað saman, graslauk, salti og pipar bætt í og þessu hellt yfir vel þvegið salatið, tómatana, sem skornir hafa verið í báta, ostinn, sem skorinn hefur verið í lengj- ur og síðast eru möndlurnar steiktar í olíu, látnar þorna á þykkum pappír og grófu salti stráð yfir þær, en þeim er svo raðað ofan á salatið í skálinni. Ávextir og jarðarber með rjóma. 1 pera á mann, hrá, ef þær eru mjúkar, annars soðnar stutta stund í sykurvatni, sítrónuberki og vanillu. Kaldar perurnar settar á fat, hálfar, niðursoðnar aprikósur og hraðfryst jarðarber sett inn á milli og sítrónusafann, sem talað var um í upphafi og gerður þannig ávaxtadrykkur: Ávaxtadrykkur. Saftinni úr fylltu sítrónunni og safanum af aprikósunum bland- að saman við dálítinn grape- fruit safa. ísmolar settir í og sódavatni hellt yfir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.