Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 9
málsaðilana sjálfa, heldur einnig fyrir sameiginlega vini þeirra. Þeir vita alls ekki, hvernig þeir eiga að snúa sér, og þá langar svo mikið til að gera eitthvað, en þeir vita ekki hvað það ætti að vera og yfirleitt gera þeir svo ekki neitt, en það er ekki hægt að álasa þeim fyrir það, í flestum tilfellum geta þeir ekkert gert. Hún talar rólega og greindarlega, og það er ekki að sjá, að hún sé hið minnsta sár út í fyrrverandi eig- inmann sinn. — Fyrsta árið eftir skilnaðinn var mjög erfitt fyrir mig; mér fannst allt vonlaust og tilgangs- laust. Allt, sem ég hafði byggt upp með manninum, sem ég elskaði, var hrunið til grunna. Ég var full van- trausts á sjálfa mig. — Ég einangraði mig frá um- heiminum eins og hvert annað flón. Ég gerði ekki annað en ásaka sjálfa mig og þoldi ekki þegar fólk vor- kenndi mér eða gagnrýndi mig, þess vegna dró ég mig inn í mína skel og forðaðist allt samneyti við vini og ættingja, sérstaklega þá, sem höfðu verið tíðir gestir á heim- ili okkar hjór.anna. Mér fannst þeir alltaf vera að velta því fyrir sér, hvers vegna í ósköpunum hjóna- bandið hefði farið út um þúfur, og hvor aðilinn hefði átt meiri sök á því að svona fór. Og hver var eig- inlega orsökin. Það er sagt að höf- uðorsakir hjónaskilnaða á Norður- löndum séu drykkjuskapur, fram- hjáhöld, kynferðisleg vandamál, ég hef haft tilefni til að þakka henni oftar en einu sinni fyrir. Maður lærir alltaf mest af örðug- leikunum. Maður sér tilveruna frá fleiri hliðum og herðist upp. Um þessar mundir var ég svo óham- ingjusöm, að enn þann dag í dag get ég ekki ímyndað mér annað verra . . . Þegar versti tíminn var liðinn og ég hafði gert mér grein fyrir því, að mér hafði ekki tekizt að gegna skyldum mínum sem eiginkona, einna mikilvægustu skyldu kvenna í lífinu, sá ég skyndilega, að nú hafði ég ágætt tækifæri til að byggja upp mitt eigið líf. Þrátt fyrir það, að líf mitt hafði ekki verið einn sæludraumur, hafði ég lifað margar ógleymanlegar stundir. Að minnsta kosti hafði ég verið fuilkomlega hamingjusöm þann tíma, sem ég hafði verið trú- lofuð og einnig framan af hjóna- bandi mínu. Ég átti yndislegt barn og hafði tækifæri til að lifa mínu lífi sem sjálfstæður kvenmaður. Skyndilega var eins og ég áttaði mig. Hvað sem það kostaði ætlaði ég að halda barninu mínu. Dreng- urinn minn litli átti ekki að þvæl- ast sitt á hvað milli mín og föður síns, verða rótlaus og slæmur á taugum. Faðirinn átti ekki að gera neina kröfu til hans og ég átti ekki að fara fram á fjárframlag af hans hendi. Ég ætlaði algjörlega að sjá sjálf um okkur mæðgin. Þessi smávaxna kona Ijómar, Og smám saman hætti mér að finnast mjög tómlegt að fara einsömul í samkvæmi. Þegar ég sá hamingjusöm, nýgift hjón, fann ég ekki til öfundsýki, og það snerti mig ekki lengur að sjá samhenta og hamingjusama fjölskyldu. En þetta tók mig mjög langan tíma — mörg ár. glæpir, f járhagsörðugleikar eða húsnæðisekla. En það er ekki svo auðvelt að skipa manns eigin óhamingjusama hjónabandi í ákveðinn flokk. Sér- hver hljónaskilnaður á sér án efa margar orsakir. Við megum ekki gleyma, að jafnvel þau hjónabönd, sem enda með skelfingu hafa ekki að öllu leyti verið slæm. í öllum hjónaböndum skiptast á skin og skúrir. Ég var einskis megnug í heilt ár. Ég bjó heima hjá foreldrum mínum og lét þau algjörlega um strákinn minn litla. Ég forðaðist að tala við nokkurn mann, en hafði samt eins og aðrir í svipaðri aðstöðu mjög ríka þörf á því, að fá að tala við einhvern; leysa frá skjóðunni. Maður verður að vera sjálfum sér samkvæmur. Af hreinni tilviljun, hitti ég lika þá greindu, víðsýnu og skilnings- góðu mannveru, sem mig hafði langað að trúa fyrir öllu saman. Þetta var kona, lítið eldri en ég sjálf og hún kenndi mér dálítið, sem þegar hún segir frá því, þegar hún, taugaóstyrk og eftirvæntingarfull, fór að leita sér að atvinnu og íbúð. Brátt fékk hún hvorttveggja og þótt henni hefði skömmu áður fundizt allt vonlaust, grátt og leiðinlegt, varð hún núna frá sér numin af gleði. Hún var að vinna aftur upp það sjálfstraust sem hún hafði glat- að. Drengurinn þarfnaðist fjölskyldu. En vandinn var ekki að fullu leystur. Hvernig gat hún séð um, að sonur hennar færi ekki á mis við reglulegt fjölskyldulíf. Hún um- gekkst sífellt meira vinnufélaga sína, sem yfirleitt voru ekki með fjölskyldur, og litli drengurinn kynntist þess vegna fjölskyldulífi að mjög litlu leyti. Hann átti fáa leik- félaga, og með tímanum varð hann einrænn. Þetta ágerðist, þegar hann fór að komast á gelgjuskeið- ið. Einn kunningi hennar ráðlagði henni að senda drenginn á heima- Framhald á bls. 33. YAXA er óefaö vinsæiasta svitameðalið á íslandi og hinum Norðurlöndunum. Reynið YAXA strax og þér munuð sannfærast. Keíldverzlua Pétnrs Péturssonar Suðurgötu 14 — Sími 19062. VIKAN 35. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.