Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 39
reikningana sína, eins og hún var vön undir svipuðum kringumstæðum, meðan hún stundaði viðskiptin? Hún heyrði fótatak karlmanns niðri i forsalnum og það hringlaði í í sporum, þegar fótatakið barst upp stigann. Vafalítið var þetta Ivlal- brant, einn af lærifeðrum Florimonds og Cantors, sá sem þeir höfðu uppnefnt og kallað „Sverðfinn". Sennilega var hann að koma frá einni af þessum skylmingakeppnum, sem hann elskaði framar öllu öðru. Fótatakið kom nær og nær dyrum hennar. Allt í einu varð Angelique ljóst, hver átti þetta fótatak. Hún stökk á fætur til að skjóta slagbrandinum fyrir, en hún var of sein. Du Plessis- Belliére markgreifi stóð fyrir framan hana í dyrunum. Hann var ennþá í silfurgráa veiðifrakkanum sinum, sem var brydd- aður með svörtu loðskinni með svartan hatt, með einni hvítri fjöður og svört stígvél þakin aur og leðju. 1 höndunum, sem klæddar voru svörtum hönskum, var langa hundasvipan. Eitt andartak stóð hann grafkyrr I dyrunum með langt á milli fótanna, meðan hann virti fyrir sér svefnherbergið, sem allt var á rúi og stúi, gimsteinar og föt. Dauft bros breiddist yfir varir hans. Hann gekk inn i herbergið og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér og sló slagbröndunum fyrir. — Gott kvöld, Philippe. Hjarta hennar barðist ákaft af ótta og ánægju yfir þvi að sjá hann aftur. Víst var hann glæsilegur! Hún hafði næstum gleymt hve glæsilegur hve virðulegur og hve gersamlega fullkominn hann var. Þetta var tvímælalaust langfallegasti karlmaðurinn við hirðina og hann var hennar, eins og hana hafði einu sinn dreymt um. — Áttuð þér ekki von á heimsókn minni, Madame? — Jú.... ég átti von á því. Það er að segja ég var að vona.... — Þér eruð svei mér hughraust! Höfðuð þér ekki ástæðu til að ótt- ast reiði mlna? — Jú. Þessvegna fannst mér, að því fyrr sem fundur okkar færi fram, því betra. Illu er bezt aflokið. Æsileg reiði færðist yfir andlit Philippe. — Hræsnari! Svikari! Það skal verða yður erfitt að sannfæra mig um, að þér hafið þráð að sjá mig allan þann tíma, sem þér hafið gert yðar bezta til að yfirvinna mig og óskir mínar! Er það ekki rétt, sem ég hef heyrt, að þér hafið orðið yður úti um valdsamlega stöðu við hirðina? — Þú hefur góða heimildarmenn. — Svo sannarlega, urraði hann. — Það.... Það er eins og þér geðjist ekki að því. — Áttuð þér von á, að mér myndi geðjast að því, eftir að þér höfð- uð komið mér i fangelsi, svo þér gætuð lagt snörur yðar í friði? Og nú.... og haldið þér að þér hafið sloppið fram hjá mér? En síðasta trompið er ekki fallið ennþá. Eg skal láta yður gjalda dýru verði fyrir svik yðar. Þér getið ekki með nokkru móti ímyndað yður, hvílíka refs- ingu ég hef undirbúið. Hann sló svipunni i gólfið með smell, sem var einna líkastur þrumu. Angelique æpti. Mótstöðukraftur hennar var þrotinn. Hún stökk upp í lokrekkjuna, sér til varnar, og tók að gráta. Nei, nei, hún treysti sér ekki til að þola í annað sinn svipaða meðferð og á brúðkaupsnóttina I Plessis höllinni. — Ekki meiða mig, Philippe, bað hún. — Ó, gerðu það, ekki meiða mig. Hugsaðu um barnið! Philippe rak í rogastanz. Augu hans galopnuðust. — Barnið? Hvaða barn? — Barnið, sem ég ber. Þitt barn! Þung þögn grúfði sig yfir þau bæði, og var aðeins rofin af niður- bældum ekka Angelique. Að lokum dró markgreifinn hægt af sér hanzk- ana og lagði þá ásamt svipunni á snyrtiborðið. Hann gekk hægt í átt- ina til konu sinnar og tortryggnin skein úr andliti hans. — Lof mér að sjá, sagði hann. Hann þreif i hálsmálið á sloppnum og svipti honum frá henni. Svo keyrði hann höfuðið aftur á milli herðanna og rak upp hlátursroku. — Drottinn minn, það er satt! Þú ert eins og belja! Hann settist á rúmstokkinn við hlið hennar, tók um axlir henni og þrýsti henni að sér: — Af hverju sagðirðu mér þetta ekki fyrr, litla villidýrið þitt? Þá hefði ég ekki gert þig svona hrædda. Hún grét með stuttum, titrandi ekka. Viljaþrek hennar var gersamlega horfið. — Svona nú, sagði hann. — Ekki gráta. Ekki gráta. Það var henni framandi að halla höfðinu að öxl hins ruddalega eig- inmanns síns, grafa andlit sitt í ljósum lokkum hans, sem önguðu af jasminu, og finna hönd hans strjúka hægt yfir kviðinn, þar sem nýtt líf titraði. — Hvenær fæðist hann? — Bráðum. I janúar. — Það hlýtur að hafa verið I Plessis, sagði hann eftir stundar um- hugsun. — Ég á ekki orð til að lýsa þvi, hversu ánægjulegt mér þykir, að sonur minn skyldi verða getinn undir þaki forfeðra minna. Deilur okkar hafa ekkert skaðað hann. Þær eru góðs viti. Hann verður her- maður. Hefurðu eitthvað hérna, sem við getum skálað íyrir honum með? Hann gekk að skápnum, tók þaðan tvo bikara og flösku af Beaune, sem sett var þangað á hverjum degi handa gestum. — Svona, við skulum skála fyrir honum, jafnvel þótt þú óskir þess ekki að klingja glasi við mig. Mér finnst ekki nema viðeigandi, að við fögnum þessu sameiginlega fyrirtæki okkar. Hversvegna horfirðu á mig með þessari bjánalegu undrun? Vegna þess, að þú hefur að lokum fundið leið til að afvopna mig? Vertu þolinmóð, vina mín, ég er of glaður yfir þeirri hugmynd, að eiga erfingja I vændum, til að farq ekki vel með þig. Ég skal virða vopnahlé okkar. Seinna getum við tekið upp orrustuna að nýju. Ég treysti því að þú notir ekki hið góða skapið mitt til að gera mér einhverja skráveifu. I janúar, sagðirðu. Gott. Héðan í frá mun ég hafa auga með þér. Hann tæmdi glasið og þeytti því í gólfið, um leið og hann hrópaði: — Lengi lifi erfingi Miremont du Plessis de Belliére! — Philippe, muldraði Angelique. — Þú ert undarlegur maður. Undar- legasti maður, sem ég hefi nokkurn tíma hitt. Þú færð svona tilkynn- ingu frá mér á þessu andartaki, án þess að saka mig um að kenna þér barn, sem þú ekki eigir! Ég var viss um, að þú myndir halda því fram, DJtJPFRYSTING er fljótlegasta, auðveldasta og bezta geymsluaðferðin — og það er hægt að djúpfrysta hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grænmeti, ber, mjólkurafurð- ir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.fl., og gæðin haldast óskert mónuðum sarndn. Hugsið ykkur þægindin: Þér getið aflað matvælanna, þeg- ar þau eru fersk og góð og verðið lægst. Þér getið búið í haginn, með þv[ að geyma bökuð brauð og kökur eða tilbúna rétti. Og þegar til á að taka er stutt að fara, þ.e.a.s. ef þér hafið djúp- frysti í húsinu. Og djúpfrysti ættuð þér að eiga, því hann sparar yður sannarlega fé, tíma og fyrir- höfn, og þér getið boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góð- meti allt árið. Takið því ferska ákvörðun: — fáið yður frystikistu eða frystiskáp, og . . . Látið kalda skynsemina ráða — veljið ATLAS, vegna gæð- anna, vegna verðsins, vegna útlitsins. Við bjóðum yður 3 stærðir af ATLAS frystikistum og 2 stærðir af ATLAS frystiskápum. Munið ennfremur ATLAS kæliskápana, sem fást í 5 stærðum, auk 2ja stærða af hinum glæsilegu viðarkæliskápum f herbergi og stofur. Komið og skoðið, skriflð eða út- fyllið úrklippuna, og við mun- um leggja okkur fram um góða afgreiðslu. Sendum um allt land. Simi 2-44-20 — Suðurgata 10 — Reykjavík. s m F Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................. Heimilisfang:........................................................... Til FÖNIX s.f„ pósthólf 1421, Reykjavfk. V-35 VIKAN 35. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.