Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 44
Rowentðt SJALFVIRK brauðrist HEIMSÞEKKT C VORUMERKI. IjjiÉQL FÆST í NÆSTU it § |tr RAFTÆKJA- VERZLUN DjúpsuSupottur ^áíffOvi & Co. Snorrabraut 44 - Sfmi 16242 H VIKAN 35. tbl. var enn ekki lokið. Andy gat enn lótið í minni pokann og hann hafði alla tíð búizt við því. Nú þorði hann í fyrsta skipti að gera sér vonir um að vinna. Næsta klukkutíma skálmaði hann hugsi fram og aftur um gólfið í herberginu sínu. Hvernig átti hann að hafa uppi á staðnum, þar sem Andrew var í felum? Hann reyndi að setja sig í fót- spor Hubs og ímynda sér, hvers- konar felustað hann myndi vel|a. Suður-Kalifornía var, landfræðilega séð, fyrirbrigði frá náttúrunnar hendi — svo að segja heimur í hnot- skurn. Bilið milli hafs og fjalla var aðeins um 95 km. Þegar farið var aðra 95 km. í viðbót, var komin eyðimörk. Og Los Angeles ein bauð upp á milljarða af möguleikum. Yf- ir sex milljónir manna bjuggu minna en klukkutíma akstur frá heimili Andys. Þegar í stað var hægt að afskrifa viss svæði. Til dæmis einbýlishúsa- hverfi úthverfanna, þar sem menn í beztu meiningu fylgdust náið með nágrannanum og koma lítils barns myndi þegar í stað verða upphaf spurninga og ágizkana. Ekki þurfti heldur að hugsa um eyðimörkina eða fjöllin. Þótt þar væri gott næði, var ekki gott að halda stöðugu sam- bandi við slíkan felustað. Andy fékk hugmynd. Hann fór niður í bílskúrinn. 1 1. kafli. Hub var enn ekki farinn af stað til að svipast um. Bíllinn hans stóð ennþá í bílskúrnum. Andy virti öku- tækið fyrir sér. Þótt það væri dauð- ur hlutur, hafði hann að einu leyti vissa minnishæfileika. Hann leit á mælaborðið. Kílómetrateljarinn stóð á 32.319. Þegar Hub kæmi til baka, gátu mælarnir ekki sagt, í hvaða átt bíllinn hafði ekið, en hinsvegar hve langt hann hefði ekið. Andy var ekki viss um, hvernig hann gæti notað slíkar upplýsingar, en eins og málin stóðu, var hver minnsta vísbending mjög nauðsyn- leg. Þegar hann sneri aftur heim að húsinu, mætti hann Lissu á leið út úr lyftunni. Hún sendi honum augnaráð, fullt af fyrirlitningu. — Hvernig líður þér núna, Lissa? spurði hann. — Ljómandi, takk, svaraði hún, en hún leit ekki þannig út. — Hven- ær ætlar þú að borða í kvöld? — Á venjulegum tíma, býst ég við, svaraði Andy. — Ég skal segja Bruno það. Héð- an í frá borða ég uppi á herberg- inu mínu. Ef þér finnst leiðinlegt að borða einum, geturðu alltaf boð- ið þessum góða Hubbard vini þín- um með þér. Hann yrði áreiðan- lega himinlifandi. Andy borðaði einn í félagsskap með hugsunum sínum og hvarf síð- an upp á herbergið sitt. Hub stakk höfðinu inn fyrir til að tilkynna, að hann væri að fara af stað. Andy óskaði honum gæfu og gengis. — Ég skal láta yður vita, ef eitt- Aukakílóin eru óskaSleg. Borða bara meira Þið hafið séð töflurnar, sem inni- halda upplýsingar um það, hvað þung- ir menn skuli vera miðað við hæð. Þær hafa komið margri konunni til að svelta sig, töflurnar þær. Nú hefur amerískur læknir kveðið upp þann úrskurð, að þessar töflur séu orðnar úreltar. — Þær eru samdar, þegar næstum hver einasti maður vann lík- amlega vinnu, segir hann. — Þá var það miklu mikilsverðara en það er nú, að vera sem bezt á sig kominn líkam- lega. Nú starfar meiri hluta fólks hins vegar að þjónustustörfum. Menn sitja mestan hluta dagsins, og geta því að skaðlausu leyft sér að bera fleiri kíló. Læknirinn heldur því fram, að hæfi- legt sé að bæta fimm kílóum ofan á þá þyngd, sem töflurnar gefa upp. Þannig segir í töflum, að maður sem er 1,80 á hæð, skuli vera 80 kíló á þyngd. Ameríski læknirinn vill halda því fram, að maðurinn megi vera 85 kíló. Svo að ykkur er óhætt að taka upp hníf og gaffal. hvað rekur á fjörur mínar, herra Paxton. — Ljómandi. Um leið og hann heyrði Hub aka burt, sagði hann Bruno, að hann þyrfti ekki meira á honum að halda þetta kvöldið. Svo fór hann niður á verkstæðið sitt í kiallaranum. Þetta var hans einkastaður og þar gat hann unn- ið við hina skemmdu skammbyssu án þess að óttast að vera truflaður. Framhald í næsta blaði. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.