Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 21
ÞAÐ veldur okkur íslending- ingum oft reiði og gremju, hvað grannþjóðir okkar vita lítið um land okkar og þjóð. Við erum oft spurðir að þvi erlendis, hvort við höfum eigin gjaldmiðil, hvaða tungu við tölum, og eitt sinn hitti ég sænskan mann, sem stóð á því fastar en á fót- unum, að öll hús á íslandi væru hituð upp frá Heklu. Það er ekki nema von, að manni sárni slik fáfræði: En erum við íslending- ar nokkuð betri, þegar um önnur lönd er að ræða? Erum við ekki ósköp fáfróðir um háttu og siðu næstu nágranna okkar. Að minnsta kosti segir Eyvör Pat- ursson, að almenningur i Fær- eyjum viti miklu meira um okk- ur en við um Færeyinga. Ey- vör er sextán ára gömul, færeysk stúlka. Hún stundar nám við gagnfræðaskóla i Þórshöfn og var hér á ferðinni á dögunum ásamt færeyskum ungmennum. Við röbbuðum saman um daginn og veginn og þó aðallega um unga fólkið i Færeyjum, sem hún segir, að sé á ýmsan hátt ólíkt íslenzkum jafnöldrum sin- um. — Að hvaða leyti erum við öðruvisi en þið? Er það fram- koman eða kannske klæðaburð- urinn? — Ég held að það sé aðallega klæðaburðurinn. Það er meiri ið um útlitið og stelpur hér, svo þora þær ekki að klæða sig alveg eftir tizkunni en vilja heldur vera látlausar. — Á ég að trúa því, að bitla- tizkan hafi alls ekki borizt til ykkar? — Við dönsum eftir hitlalög- um, en krakarnir lieima gera mjög litið í þvi að herma eftir frægum söngvurum og leikurum í klæðaburði. Ég held að þeir þori það jafnvel ekki. Það vilja allir vera eins, og það er eins og enginn hafi kjark i sér til að breyta út af venjunni. Það er lika svo mikill kjaftagangur heima, ef einhver strákur lætur vaxa á sér skegg, er ekki talað um annað i langan tima á eftir og ef einhver stelpa lætur sjá sig í kápu, sem er saumuð eftir nýjustu Parisartízku, þá er star- að og glápt á hana, hvar sem hún kemur, svo að hún verður dauðfeimin og hengir oftast káp- una inn í skáp, þegar hún kem- ur heim og þorir ekki fyrir sitt litla lif að fara í hana aftur. — Segðu mér dálítið frá þvi, hvernig ungir Færeyingar skemmta sér. — Ég hugsa, að skemmtana- lifið sé að mörgu leyti líkt og hér. Við förum mikið i bió og oft á böll, það eru tvö danshús i Þórshöfn, þar er ýmist dans- að tvist, shake og þessir ný- tízku dansar og svo líka þjóð- ÞAÐ ER MEIRI STÆLL A YKKUR-SEGIR EYVOR PATURSSON FÆREYSK STÚLKA Á FERf> Á (SLANDI Viðtal: Guörún Egilson stæll yfir ungu fólki hér heldur en heima. íslenzkar stúlkur eru til dæmis miklu meira málaðar heldur en þær færeyslcu og yfir- leitt fínni i tauinu. Svo eru það strákarnir. Það eru kannski tveir eða þrir með bitlahár í Þórshöfn, en mér finnst þriðji hver strákur, sem ég sé hérna vera með hárið ofan í augu. — Ertu kannske á móti því, að stelpur séu pjattaðar? — Nei, nei, stelpur í Færeyj- um eru lika pjattaðar, en þær hugsa áreiðanlega ekki eins mik- dansarnir okkar — ég held að mér sé óhætt að segja að hvert einasta mannsbarn í Færeyjum geti dansað þjóðdansana. Við þá eru sungin kvæði, sem oft eru söguleg, en það er ekki eins al- gengt, að unga fólkið kunni þau, en eldri kynslóðin kann kynstur af gömlum danskvæðum. — Er mikið um það, að krakk- ar pari sig saman á unga aldri? — Ekki svo mjög. Við skemmt- um okkur mest í hópum, förum mörg út saman og höldum oft fjölmenn partý. — Drekka færeyskir ungiíng- ar mikið? — Já, það er nokkuð mikill drykkjuskapur hjá ungum sem gömlum. í Færeyjum eru aðeins seld létt vin, en sterk vin getur hver maður fengið á svörtum markaði og það er mjög algengt, að fólk srnygli inn i landið. Ég er viss um að drykkjuskapur mundi minnka, ef innílutning- ur á víni yrði gefinn frjáls. Ég held, að unglingar i Færeyjum séu nokkuð óreglusamir miðað við aðra: það er að visu hind- indisfélög lijá okkur, en þeim hefur orðið litið ágengt í baráttu sinni. — Hvernig eru skólamálin hjá ykkur? — Við erum i barnaskóla frá 7—14 ára. Þar lærum við alls konar námsgreinar, þar á meðal tvö erlend tungumál, og fær- eysku og dönsku. Eftir barna- skólann tekur við gagnfræða- skóli, þar sem eru þrir bekkir. Þá kemur menntaskólinn sem er tveir bekkir. Gagnfræðaskólinn og menntaskólinn eru til húsa í sömu byggingu. Yfirleitt þarf maður að klára alla bekki gagn- fræðaskólans til þess að komast upp i menntaskólann, en samt er liægt að taka inntökuprófið þegar eftir tvo vetur. Mennta- skólinn skiptist i mála- og stærð- fræðideild og ég býst við að námsgreinar séu svipaðar og þið lærið hér. Það er svipað tölu- hlutfall milli pilta og stúlkna, sem útskrifast hjá okkur. — Ekki fara allir unglingar í menntaskólann ? — Nei, nei. Hlutfallslega eru þeir mjög fáir, sem fara mennta- veginn. Sumir taka bara barna- skólann og aðrir ljúka gagn- fræðaprófi. Við höfum líka alls konar sérskóla, svo sem kennara- skóla, iðnskóla, hjúkrunar- kvennaskóla og verzlunarskóla. Annars er nokkur hörgull á skól- um hjá okkur: Við höfum til dæmis engan liúsmæðraskóla, svo ef konur vilja verða myndar- legar húsmæður, verða þær að fullnuma sig i öðrum löndum, svo höfum við þvi miður enga háskóla, svo að það er sama sagan hjá stúdentum, reyndar hefur núna verið sett á stofn háskóladeild i færeysku hjá okk- ur. Eins og ég sagði áðan eru stúdentar hjá okkur tiltölulega fáir, en flestir þeirra leggja stund á framhaldsnám í einhverri grein, þess vegna er auðvitað mjög slæmt að hafa engan há- skóla. — Er ekki mikill hluti ungra stráka, sem fer á sjóinn, strax að loknum barnaskóla. — Jú, en tala þeirra fer stöð- ugt minnkandi. Áður fyrr sóttu allir karlmenn sjóinn, en núna vilja strákarnir oft gera eitthvað annað. Framhald á bls. 34. VIKAN 35. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.