Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU CORTINA i o m 11 fl m SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 og því ekki þörf breytinga á Cortina 1966 — Hin mikla sala á Cortina er byggð á réttu mati vandlátra kaupenda. # Þér getið valið um, gírskiptingu í gólfi eða á Stýri, sjálfskiptingu, stóla eða heilt fram- sæti, tveggja eða fjögurra dyra ásamt Station. Cortina hefur fullkomið loftræstikerfi, diska- hemla að framan og ýmsa aðra framúrskar- andi kosti. # Cortina er raunverulegur fimm manna bíll. Þér munuð sannfærast um kostina ef þér komið og reynsluakið Cortina. Seinlátt lögreglulið Við hérna í Reykjavík eigum myndarlegt og fallega klætt lög- reglulið, pilta, sem eru ekki allt of harðir að hengja stöðu- sektir á bílana okkar eða skrifa okkur niður fyrir önnur minni háttar umferðarbrot. Og við er- * um öll þakklát fyrir það. ö En það hljótum við að undr- ast, hversu svifasein lögreglan l er oft á tiðum. Mér er i minni eitt júníkvöld — frekar en júli — i sumar. Það var rigning, og út um stofugluggann heima hjá mér sá ég konu i gulri kápu hálf detta inn í greiðasöluna á horn- inu á móti. Hún var mjög ölv- uð. Ég beið við gluggann, og rétt innan skamms kom konan út aftur, slangraði út á götuna og datt. Hún stóð up aftur, riðaði, og féll á ný. Aftur stóð hún upp, komst skáhallt yfir gatnamótin og lirataði niður eftir göt- unni, slangraði utan í grind- verk húsmegin, síðan þvert yfir gangstéttina og skall þar i göt- una aftur, að þessu sinni með höfuðið á framstuðara á Volks- wagen, sem þar stóð. Ég ætlaði að taka til fótanna, en tvær ung- ar stúlkur, sem staðið höfðu úti á götu, urðu fljótari. Þær lyftu konunni upp, reyndu að strjúka af henni óhreinindin, færa hana í skóna og róa hana. Reglu- lega fallegt að sjá til þeirra hjálpa gersamlega ókunnugri og vandalausri konunni. Þegar konan datt fyrst, var liringt til lögreglunnar a. m. k frá þremur stöðum og hún beðin um að líkna konunni. Ég leik mér að því að ganga á sjö mín- útum heiman frá mér niður á lögreglustöð og aka það á þrem- ur, ef ekki stendur þvi ver á ljósum og umferð. En nú liðu sjö mínútur og aftur sjö, og enn einu sinni sjö, og ekki kom lög- reglan. Ölvaða konan var orðin . mjög óróleg og stúlkurnar áttu fullt i fangi með að hemja hana. Ég get leitt vitni að því, að það liðu milli 25—30 mínútur frá •' því fyrst var hringt, og þar til lögreglan silaðist á staðinn. Ef hjálpsamir vegfarendur „ hefðu ekki komið til, er ómögu- legt að segja, hvað komið hefði fyrir konuna. Og þetta er ekki eina dæmið, sem liægt er að nefna um ótrú- legar silalireyfingar lögreglunn- ar. Hvað veldur? Ég veit það ekki. Ilitt veit ég, að margir veigra sér við að leita til lögreglunnar með atvik þessu lík og önnur jafnvel verri vegna þurrpumpulegra og seinlátra undirtekta. S.H. 2 VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.