Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 46
Stundum er kvartað yfir því,
að íslenzkir piltarséu ekki nógu
kurteisir — en er það nú víst,
að sökin sé öll þeirra? Það er
nefnilega ekki hægt að vera
kurteis við þá, sem ekki kunna
undirstöðuatriði almennra
mannasiða sjálfir. Kunna allar
íslenzkar stúlkur að koma lýta-
laust fram? í síðasta blaði var
talað um framkomu stúlku við
piltinn, þegar hann býður henni
út, kemur að sækja hana og
fylgir henni á skemmtistað. í
þessu blaði tölum við svo um
ýmislegt, þegar komið er á stað-
inn, borðsiði og fleira.
Það er herrann, sem á að eiga að öllu leyti
við þióninn, daman segir honum hvað hún vilji
fá og hann pantar það hjá þjóninum. Hún á
aldrei að yrða á þjóninn beint.
Verið ekki alltof lengi að ákveða hvað þið
viljið af matseðlinum, ef þið farið út að borða.
Það er þá ekki hundrað í hættunni, þótt ykkur
detti í hug á eftir, að skemmtilegra hefði verið
að fá annan rétt — tilgangurinn með því að
fara út að borða er ekki eingöngu að háma
í sig mat.
Látið hann heldur ekki verða of mikið varan
við ef maturinn er ekki sérlega Ijúffengur, því
að ekki getur hann gert að því. Gesturinn særir
ekki gestgjafann með því að finna að veiting-
unum.
Sitjið kyrrar á stólnum, ruggið honum ekki
fram og aftur. Púðrið ykkur ekki né málið og
því síður greiðið ykkur við borðið. Látið ekki
glamra í skeiðinni, þegar þið hrærið í kaffi-
bollanum, og aldrei á að drekka úr bollanum
með skeiðinni í.
Ef þið eruð að borða, þarf varla að taka það
fram, að það á að tyggja með lokaðan munn
og ekki að smjatta! Heldur ekki að sötra úr
glasinu. Þetta vita nú víst allar, en stundum
virðist sem það sé það eina, sem margar vita
um borðsiði.
Veifið ekki hnífapörunum og bendið ekki með
þeim. Haldið ekki á þeim, nema meðan verið
er að borða með þeim. Annars eiga þau að
liggja á diskinum og bara á diskinum, en ekki
hálf út af, eins og margir hér virðast álíta.
Meðan verið er að borða, eiga þau að liggja
í kross á ská, en þegar máltíðinni er lokið, eru
þau lögð hlið við hlið næstum beint fram á disk-
inum. Það er alþjóðasiður, og ef þið leggið þau
þannig áður en máltíðinni er lokið, getið þið
átt á hættu að þjónninn taki diskinn fyrirvara-
laust.
Enginn vandi er að vita hvaða hnífapör á að
nota við hvern rétt — þau, sem á að nota fyrst,
liggja alltaf yzt, og þannig haldið þið áfram
inn að diskinum. Þau, sem nota á fyrir ábætis-
réttinn, liggja oftast fyrir ofan diskinn.
Réttið það sem aðra við borðið vantar, t.d.
saltið, áður en þið byrjið að borða, og séuð
þið að borða í heimahúsum, á ekki að byrja
að borða fyrr en húsmóðirin byrjar. Þegar hún
lyftir skeiðinni, er það merki um að aðrir geti
byrjað. Hins vegar getur hún beðið gestina um
að bíða ekki eftir sér, svo maturinn verði ekki
kaldur, hafi hún mörgu að sinna.
Notið munnþurrkuna, til þess er hún. Þurrkið
bæði munn og hendur með henni, en sumir
álíta, að hún sé eingöngu fyrir hendurnar.
I næsta blaði er svo síðasti kaflinn, en þar
verður talað um að þiggja boð og hvernig
bezt er að neita þeim og ýmislegt fleira við-
víkjandi framkomu stúlkunnar við piltinn.
Rennilás festur á
pilsklauf
Ákveðið lengd klaufarinnar (venjul-
18 — 20 cm.), og gangið frá klaufar-
botni.
Þræðið merkiþræðingar í brotlínu
klaufarinnar báðum megin. Nælið þá
annan helming rennilássins við brot-
VIKAN 39. tbl.
línu bakstykkis, réttu móti réttu, og
ath. að láta pilsefnið hafast örlítið
við, svo lásinn liggi sléttur. Hafið
efstu taubrún rennilássins jafnháa
klaufinni, næiið og þræðið með þéttri
þræðingu.
Saumið síðan í saumavél við lás-
brúnina, en til þess að það sé hægt,
er nauðsynlegt að hafa rennilásfót á
vélinni.
Takið þræðingar úr, látið lásinn
liggja sléttan, og þræðið þétt frá
réttu.
Brjótið nú brotlínu framstykkis, og
þræðið í gegn um tvöfalt efnið, V2
cm. frá brún.
Látið brún framstykkis hylja lás-
inn og mæta brún bakstykkisins,
þræðið niður og saumið síðan 1 cm.
frá brún og í odda niður að lásend-
anum (sjá mynd).
Krosssaumur
er sígild
saumgerð
Mynd 1 sýnir venju-
legan krosssaum, saum-
aðan í stramma. Saum-
ið fyrst undirsporið og
síðan yfirsporið og er
það alltaf látið snúa upp
tii vinstri. Haldið stykk-
inu ýmist upp eða niður, þegar saum-
að er, en aldrei á hlið, því þá verða
sporin ójöfn, þar sem krossspor saum-
að með þessari aðferð er aldrei alveg
ferkantað.
Mynd II sýnir hálft krossspor.
Þá er saumað yfir þráð og aðeins
yfirsporið saumað. Þessi aðferð er
mun fljótsaumaðri en venjulegur
krosssaumur.
Þegar sauma á andlit eða annað,
sem krefst fíngerðra spora, er ágætt
að sauma yfir y4 úr krossspori. Þá er
ekki saumað yfir þráð, heldur sporið
saumað á ská, þannig, að nálinni er
stungið upp í neðra horni sporsins
vinstra megin, þráðurinn látinn liggja
á ská upp í efra horn hægra megin
og nálinni stungið þar niður og með
því myndað 1 spor. Stingið síðan aft-
ur upp í neðra horn hægra megin og
þannig áfram.
<