Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 8
HÁRÞUHRKA HEIMILANNA .,r . . EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAViK 8 VIKAN 39. tbl. Kæri Póstur! Ég á tvo krakka sem eru svo agalega frekir, að ég skammast min fyrir þá hvar sem ég veit að fleiri sjá til þeirra en ég ein og maðurinn minn. Það er alveg sama hvað ég banna þeim og hvernig ég reyni að siða þau, þau láta sem þau heyri það ekki og gegna ekki baun. Pabbi þeirra er Iíka voðalega góður við þau og þegar þau fara að gráta af því þeím finnst ég svo vond og banna þeim svo mikið, tekur hann þau og huggar þau, svo þau k'aga næstum alltaf í hann ef ég reyni að siða þau á daginn meðan hann er á kontórnum. Svo rífa þau allt af öðrum krökkum sem þau eru með og eru ókurteis við fullorðna og gegna engu, sem við þau er sagt. Góði Póstur, reyndu að ráðleggja mér eitt- hvað. Með fyrirfram þökk. Emólas. Við getum ekkert ráðlagt þér sem öruggt er, en það væri reyn- andi fyrir þig aff tala í fullri al- vöru viff manninn þinn og sýna honum fram á hvernig krakka- ormarnir haga sér, af þvi þaff má aldrei blaka viff þelm hendi hans vegna. En þaff er sennilega of seint, því þaff hefffi þurft að byrja á aff ala hann upp áffur en hann fór aff eiga börn. Reyndu bara aff láta ekki kæfa í þér viff- leitnina til aff ala börnin upp í guffsótta og góffum siffum; svo má brýna deigt .iám að híti um síffir. EIN í VANDA. Góða Vika! Ég er ennþá að hugsa um þessa sem kallar sig Ein í vanda og skrifar í Vikuna sem kom út 9. sept. og segist hafa farið að vera með strák sem hún vissi að var siftur í Þórsmörkinni en svo gat hún ekki hætt að hugsa um hann. Mér þætti gaman að vita hvers konar pappír svona manneskja er. Annað hvort er þetta alger- lega óþroskað barn eða algert fffl — ég veit ekki hvort ég á heldur að veðja á. Og hún klykk- ir út með því aö spyrja, hvort hún eigi ekki bara að fara að vera með öðrum, hvort það sé ekki heillaráð! Það er von að Pósturinn standi á gati og geti ekki svarað. En ég er „hissust“ á því, hvernig stendur á að þið birtið svona bréf — hvaða til- gangi þjónar það? Og hvað er hægt að gera við svona grey eins og þessa stelpulús? Hædí. Ég skal segja þér, Hædí mín, aff viff erum stundum svo á gati yfir sumum bréfunum, sem her- ast, aff viff vitum ekki hvað við cigum aff halda um andlega heil- brigði meffal þjóffarinnar. Og birting bréfa á borff viff þaff, sem þú gerir aff umtalsefni, er gerð í þeirri von, að fólkið í landinu hrökkvi við og fari að hugsa. Það er aff vísu ekki stór hluti. æskunnar eins og Ein í vanda,, en hann er samt of stór, meffan hann er til. Um gáfnafar aff upp- lagi til getum viff ekkert sagt hjá þessari stúlku fremur en öffr- um, sem senda okkur bréf, en hitt liggur í augum unpi, að upp- eldi barna á borff viff hana hefur varla verið til. Og þaff er upp- eldisleysiff, sem felur í sér gífur- legan háska, en ef marka má skoffanakönnun, sem Vikan gerffi meffal ungs fólks á síffast liffnu vori, stendur þaff til stórbóta, hví langmestur hluti þeirra, sem har svöruðuv voru á þeirri reiminni aff leggja mikiff upp úr aga í upn- eldi barna sinna — og þaff er bara næsta kynslóff! Og því miff- ur vcrffur víst ekki mikiff gert fyrir svona grey eins og þessa stelpulús aff sinni. BLAÐAUKI . .. .. . það var rétt hjá ykkur. Papp- irinn í borgarstjórablaðaukanum var bara laglegur. Verst, að bað skyldi vera þessar myndir á hon- um! . . . Blaðaukarnir ykkar eru til stórrar fyrirmyndar og íslenzkri útgáfustarfsemi til mikils sóma. Væntanlega taka augu ráða- manna þjóðarinnar senn að opn- ast fyrir mikilvægi góðra viku- blaða sem menningarfaktors með þjóðinni og þeim verði gert jafn hátt undir höfði og erlendum sjúrnölum. ... Nú eruð þið búnir að hafa blaðauka um góðan krata og góð- an ihaldsmann. Látið okkur nú sjá fagurrauðan komma næst! V v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.