Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 26
ÞARF BYLTINGU í SKÓLAMÁLUM JÖHANN HANNESSON PRÓFESSOR 1. Sum börn myndu hafa gagn af því að byrja fyrr, svo sem einu ári, en önnur ekki, nema þá ef öðruvísi væri hagað til í kennslunni. Til dæmis mætti hafa meiri munn- lega kennslu og nota myndir, hluti o.fl. Vel þarf að byggja að skóla- þroska barna. 2. Það er venja á íslandi að telja skólatímann í mánuðum, en það er ákaflega svikult og gefur ekki rétta mynd. Norðmenn og Svíar telja hins vegar í vikum, og gefur það miklu betur til kynna um námstímann. Við, sem reiknum í mánuðum, teljum öll frí með í námstímanum. Þannig er það u.þ.b. mánuður, sem ekki nýt- ist til kennslu, en er samt reiknað- ur með. Þetta er hvorki nákvæmt né heiðarlegt. Með því að telja í vik- um fengjum við miklu betri heild- armynd af tímanum. Annars er það óhjákvæmilegt að lengja námstím- ann, ef við ætlum ekki að dragast langt aftur úr öðrum þjóðum. Svo er það annað, hvernig er heppilegast að lengja. Betra væri að mínum dómi að hafa hreyfan- legri skipan á skólatímanum eftir atvinnuháttum hvers staðar, fremur en að hafa alls staðar sama tíma. Menntaskólarnir hér eru lengstu skólar á Islandi, en eru þó styttri en erlendis. Maður, sem þekkir vel til þessara mála, sagði mér, að ekki væri hægt að komast yfir sama námsefnið á þetta miklu styttri tíma, þannig að við yrðum að gera einhverjar úrbætur á. í verknámi, svo sem iðnnámi, eru nemendum greidd laun, meðan á námi stendur. Það er ekki rétt að gera þessum greinum hærra undir höfði en öðrum. Við þyrftum alveg eins að greiða t.d. kennara- nemum og hjúkrunarnemum laun. Kennaranemar vinna við kennslu tvö síðustu árin í skólanum og fá engin laun fyrir. Sama er að segja um margar aðrar greinar. Hvað tekur svo við að námi loknu? Er þessum stéttum greitt hærra kaup en þeim, sem eru á launum við nám? Nei, í mörgum tilfellum er kaupið lægra. Astralíumenn hafa sitt kerfi við námið. Ríkið kostar kennaramenntunina gegn skuld- bindingu um, að viðkomandi kenni ákveðinn árafjölda í staðinn. Þetta er hugsanleg leið, þótt ekki sé víst, hvernig hún myndi henta hér. 3. Þessi skipting er alls ekki heppileg, enda berast stöðugt kvart- arnir yfir henni. Erlendis er fræðsl- an samfelld í einum og sama skóla í flestum löndum, Það er alls ekki gott að skipta um við 12 ára ald- urinn eins og nú er gert. Börnin hafa mörg tekið ástfóstri við kenn- arann, og þeim böndum ætti að halda eins og hægt er. Ef horfið væri að því ráði að hafa allt skyldu- námið í einum skóla, yrði að sjálf- sögðu að bætq við kennaramennt- unina. í sambandi við það má benda á, hvernig kennarar á Norð- urlöndum nota sitt sumarfrí. Þeir nota það til að sækja námskeið um nýjungar í kennslumálum og auka við þekkingu sína meðan kollegar þeirra á íslandi sitja á skurðgröfum og fara í vegavinnu. 4. Landspróf hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir, að sams konar kröfur eru gerðar til nemenda um land allt, þannig að jafnari mælikvarði fæst en við gagnfræðapróf Sá galli er hins vegar á, að kennarinn undirbýr ekki prófið, heldur landsprófsnefnd. Þannig getur farið, að sterku hlið- ar nemandans komi ekki í Ijós. Framhald á bls. 49. KRISTJÁN GUNNARSSON SKÖLASTJÖRI 1. Það er algerlega háð aðstæð- um. Ekki er sama, hvort um er að ræða borg eða sveit. í framtíðinni eru líkur á því, að aldurinn í borg- um færist fram til 5 eða 6 ára. Þar yrði þó ekki um beina kennslu að ræða, heldur yrðu það þroskandi leikskólar, og að miklu leyti til að- stoðar foreldrum, ef þau ynnu bæði úti eins og færist nú í vöxt. 2. Það er orðið óhjákvæmilegt að lengja skólatímann eitthvað. Það er hægt að gera með þvf að stytta sumarleyfið eða þá að nýta tímann betur eins og stefna ber að. En skólinn þarf að starfa ekki skemur en 9 mánuði á ári og til þess verður að stytta sumarleyfi eitthvað á sum- um skólastigum. Námslaunakerfi hefur verið fram- kvæmt í nokkrum löndum, einkum í sambandi við háskólanám. Kostir þess koma m.a. fram í styttri náms- tíma, þannig að menn komast fyrr í starfið. Það er því að vissu leyti hagkvæm fjárfesting. Það er ákaf- lega æskilegt, að hægt sé að veita dugandi nemendum í æðri skólum laun, hagkvæm lán eða styrki, með- an á námi þeirra stendur. 3. Skyldunámið á alveg eindreg- ið að fara fram í sama skólanum. Breyta þarf menntun kennara með tilliti til þess, að þeir geti þá ann- azt alla fræðslu 6 skyldustiginu. Undantekning frá því væru kannski sérhæfðir smábarnakennarar, sem þó þyrftu að geta kennt eldri börn- um eina eða tvær námsgreinar. Ef horfið væri að þessu ráði, myndi komast einhver reiða á réttindi og launakjör kennara, en um þau mál standa nú miklar deilur, vegna ó- eðlilegrar skiptingar skyldunáms- ins í barna- og gagnfræðaskóla. Við mættum taka okkur Svía til fyrirmyndar að ýmsu leyti við end- urskoðun skólakerfisins. Eftir skyldu- námið tekur þar við framhalds- skóli, sem greinist í menntaskóla, iðnskóla, verzlunardeildir og fleiri deildir aimenns náms og sérhæfðs. Af þessum framhaldsskóla taka svo við háskólar og tækniskólar. Með þessu lagi lokast ekki dyrnar fyrir nemendunum. Ef sýnt þykir í fram- haldsskólanum, að nemandi sé ekki hæfur í þeirri grein, sem hann hefur valið sér, er honum ekki sparkað úr skólanum, heldur er hann flutt- ur í aðra deild, sem á betur við hann. Á sama hátt geta nemendur sem sækja sig í námi flutzt í þyngra nám. 4. Landsprófið hefur haft þýð- ingu til að bæta aðstöðu nemenda utan af landi til að komast í menntaskóla. Meðan skortur er á menntaskólum, verður að halda þessu skipulagi. En verði horfið að öðru skólakerfi, gæti það sennilega VIKAN GERIR SKOÐANAKÖNNUN UM SKÖLA- KERFIÐ A ISLANDI. MEÐAL ANNARS KEMUR ÞAR FRAM, AÐ FLESTUM FINNST HASKÖLA- DYRNAR OF ÞRÖNGAR. 20 VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.