Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 44
 pí$lÍͧ$||§ mn vím 'y^ýwý^.i 12 KnllMDNA AÐÆLSTRÆTI 4 SÍWHI 15005 því, að um borð í þessari flugvél sé maður, sem ekki aðeins veit, hvernig ó að lenda svona farar- tæki, heldur var svo heppinn að velja fremur kjöt en fisk í kvöld- matinn! Augnaróð flugfreyjunnar var stöðugt, þegar hún mætti augum læknisins. Sú aðferð hans að segja henni sannleikann, ón nokkurra um- búða, hafði róandi óhrif á þandar taugar hennar. Nú vissi hún að minnsta kosti, eftir hverju hún ótti að fara. — Vitið þér, hvort nokkur um borð getur flogið? spurði Fellman eftir stundarþögn. í huganum fór Janet yfir far- þegalistann. — Það er enginn frá flugfélaginu með, muldraði hún, — en ég skal spyrja. — Svona nú, sagði Doktor Fell- man rólega. — Við megum ekki hræða fólkið. Stór hópur af því veit nú þegar, að aðstoðarflugmað- urinn er veikur. Segið aðeins, að flugstjórann langi til að vita, hvort hér sé nokkur með einhverja flug- reynzlu, sem gæti hjálpað honum með loftskeytasambandið! Hún var í þann veginn að fara inn í farþegaklefann, þegar Fell- man smellti saman fingrunum. — Bíðið aðeins ... Já, einmittl Ungi maðurinn, sem kom um borð á síðasta andartaki í Beirut og sat við hliðina á mér, var flugmaður f stríðinu. — Spencer? — Einmitt! George Spencer. Far- ið og sækið hann! Meðan Fellman beið, skoðaði hann Dunning og Dunbar, sem lágu meðvitundarlausir á gólfinu. Þegar hann heyrði dyrnar opnast, rétti hann úr sér. Spencer stóð f dyrun- um og horfði á hann. Fellman gekk beint ti! verks. — Eruð þér flugmaður? spurði hann. — Ég var það! Einu sinni fyrir langa löngu. í strfðinu. — Komið inn! Fellman rétti fram handlegginn og dró Spencer inn f flugstjórnar- klefann. Svo skellti hann dyrunum. Spencer starði á auð flugmanna- sætin og á stýristækin, sem hreyfð- ust af sjálfsdáðun. Síðan leit hann þrumulostinn á mennina tvo, sem lágu hreyfingarlausir á gólfinu. — Herra guð! Báðir tveir. .. ! — Já, svaraði Fellman lágt. — Báðir tveir. Spencer starði, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. — En drottinn minn sæll og góð- ur! Hvenær gerðist þetta? — Dunbar leið út af fyrir rúm- um fjörutíu mínútum. Það er styttra sfðan flugstjórinn gafst upp. Þeir átu báðir fisk! Spencer rétti út handlegginn og studdi sig við vegginn. Fellman sagði: — George Spencer, getið þér flogið þessari flugvél ... og lenf henni? Spencer starði skelfingu lostinn á hann. — Nei. . . Nei . . . Það er útilokað! — En þér fluguð í strfðinu. — Já, en almáttugur, það eru meir en tuttugu ár síðan! Og ég flaug Spitfire . . . litlum eins hreyf- ils herflugvélum! Með skjálfandi höndum dró Spencer sfgarettu upp úr vasa sfnum. Fellman horfði rann- sakandi á hann, meðan hann fum- aði við að kveikja f henni. — Þér getið að minnsta kostl reynt, sagði hann rólega. Spencer andaði reyknum djúpt aS sér, og hristi höfuðið ákaft um lelð. — Það er fráleitt. Þér haflð greinilega ekkl hugmynd um, hvað þér eruð að seg|a. Ég vlldl ekki einu slnni fást við Spltfire nú tll dags! Hvað þá þennan rlsa! — Flug er nokkuð, sem ekkl er hægt að gleyma, þegar maður elnu sinn! hefur lært það, sagð! Fellman. í sömu andrá kom Janet Benson Inn f flugstjórnarklefann. — Engtnn hinna farþeganna þekkir neitt inn á flug, sagði hún. Fellman belð þess, að Spencer segði eitthvað, en hann stóð aðelns og reykti og starðl á mælana. — Spencer, sagðl Fellman. — Ég veit ekkert um flug, en ég velt ann- að. Ég veit að við erum áttatfu um borð f þessari flugvél, og eftir fá- eina klukkutíma verðum við ðll dauð, ef einhver reynir ekkl að lenda henni. Og sá eini, sem hef- ur nokkurn möguleika til að gera það, eruð þér, George Spencer! Spencer leit á flugmennina tvo á gólfinu. — Er útilokað að koma öðrum hvorum f samband f tæka tfð? Fellman hristi hðfuðið. — Þvf miður, ekkl minnsti mögu- leiki. Ef vlð komum þeim ekki í sjúkrahús, er ég melra að segja mjög hræddur um Iff þeirra. Sðlumaðurinn ungi blés þykkum reykmekkl út úr sér og kramdt sfgarettustubbinn undir fæti sér á gólfinu. Framhald f næsta blaði. 44 TIKAN 39. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.