Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 34
LÉTT LÉTTARA LÉTTAST MEÐ VAXOL VAXOL er nýr þvotta- og viðhaldslögur fyrir plast-, gúmmí- og linoleumdúk og flísar, sem þvær og bónar samtímis. EINFALT: Blandið VAXOL í heitt vatn og þvoið gólfið á venjulegan hátt. Eftir að gólfið er þurrt, strjúkið þér yfir með klút ogþér fáið fram gljáa. en gólfið er samt ekki hált. VAXOL er framleitt úr jurtaolíu sem rotnar ekki, það eykur slitþol gólfsins og gefur fallega áferð. VAXOL inniheldur glycerin, sem fer vel með hendur ýðar. Notið VAXOL og gólfin yðar verða yður til sóma og öðrum til ánægju. VAXðL ÞVÆR 06 BÓNAR SAMTÍMIS HEILDSÖLUBIRGÐIR BJÖRN WEISTAD HEILDVERZLUN SlMI 19133 PÓSTHÓLF 579 halda. Þetta var nýr og glampandi shillingur. Við gripum samtímis til hans — því, ég só hvað hann ætl- aðist fyrir — en ég var um það bil sekúndu of seinn. Hann reif pen- inginn bókstaflega úr fingrunum ó mér og um leið var hann þotinn með þetta nýja leikfang sitt niður í reykhófinn. Ég horfði áhyggjufullur á, aðallega vegna þess að mér var illa við að hann skyldi komast upp með þetta. En hann komst upp með það. Nú fóru málin að taka alvarlega stefnu. Áður en vika var liðin hafði hann „safnað" tveimur hitamælum, ein- um ermahnappi, nokkrum flibba- hnöppum, pappírspressu — allt sam- an fánýtum hlutum, þótt það væri óþægilegt að missa þá. Ég áleit, að hreiðrið hans hlyti að vera eins og skranbúð. En ég hafði ekki brjóst í mér til að loka glugganum, ef ske kynni, öð svínið með byssuna næði honum þá frekar. Þar að auki var mjög hlýtt í veðri. En það kom engin alvarleg hreyf- ing á málin, fyrr en hann tók gull- úrið. Þetta úr hafði verið í eigu móð- ur minnar. Það var demantskreytt og ég bar það alltaf í sérstökum vasa, sem ég lét gera fyrir það á alla jakkana mína. Það var mér mjög mikils virði, ekki vegna þess að það væri dýrmætt í sjálfu sér, heldur hafði móðir mín átt það, og hún var dáin fyrir aðeins einu ári. 6. Ég varð að ná úrinu aftur, ein- hvernveginn. Samt vildi ég ekki fá utanaðkomandi hjálp. Ef ég gerði það, myndi það hafa í för með sér að Jack og fjölskylda hans yrði svæld út eða sópuð með bursta sótarans. Hreiðrið eyðilagt og ef til vill þau einnig. Og svo beið ár- ans byssumaðurinn eftir tækifæri. Enginn myndi þá hindra hann í að skjóta hinn rángjarna fugl: Þvert á móti yrði hann álitinn velgjörðar- maður almennings. Ég ákvað að fara mína eigin leið. Ég gerði ekkert þetta kvöld. Næsta morgun fann ég mér ein- hverja átyllu til að fara niður og tala við konuna, sem leigði mér, gömlu frú Coakley. — Já, meðal annarra orða, sagði ég, þegar ég hafði borgað húsa- leiguna mína og dáðst að páfa- gaukunum hennar, — húsið þarna á horninu — húsið hérna næst þessu að sunnanverðu — býr nokkur í því? Hún sagði mér, að því hefði ver- ið breytt í íbúðir eins og hennar húsi, en það hefði gengið illa að leigja þær, vegna þess að leigan væri of há. Hún sannfærði mig um, að mér myndi ekki líka þær íbúðir, og greindi til þess margar ástæður. Ég fyrir mitt leyti fullvissaði hana um, að ég hefði alls ekki í hyggju að flytja. Ég hafði aðeins verið að velta því fyrir mér, hvort húsið væri autt, þar sem ég hafði aldrei séð nokkurn koma út úr því eða fara inn í það. Ég bætti við, svona til reynslu, að maður sæi aldrei rjúka þar úr reykháfunum, og ég sæi ekki betur en að það væru fuglshreiður í þeim sumum hverj- um. Hún sá undir eins hvað ég hugs- aði. — Þér eruð að hugsa um dverg- krákuna, sagði hún. — Já, ég hefði átt að vara yður við. Þær verða oft til mikilla óþæginda — að minnsta kosti ein þeirra. Fólk hérna í hverfinu hefur verið að kvarta undan því. Hún stelur öllu steini léttara. Ég vona að þér hleypið henni ekki inn. Hún er mjög skemmdarsjúk. Hún leit hvasst á mig með litlum, skörpum augum. Drottinn minn, þau minntu mig á VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.