Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 36
NYLOR-umgjaröir bæöi fyrir kvenfólk og karlmenn nýkomnar I miklu úrvali EINKAUMBOÐ FYRIR: SOCIÉTÉ DES LUNETIERS, PARIS. GLERAUGNAVERZLUN INGÓLFS S. GÍSLASONAR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5. perlurnar á arinhilludúknum og hug- rekkið brást. — Þetta er tamin dvergkráka, skal ég segja yður, sagði gamla frú Coakley. Hún var í eigu gam- alla hjóna, sem bjuggu í þessu húsi áður en þvi var breytt í íbúð- ir. Og á hverju ári kemur hún aftuir og sezt að í sama reykháfnum. En það verður að gera eitthvað við þessu, ef hún heldur áfram að valda óþægindum. — Það eru engin óþægindi hvað mig snertir, sagði ég. — Eg minnt- ist aðeins á þetta af tilviljun. En ég sá, að hún trúði mér ékki. En hafði gert það sem mig langaði sízt til: að koma einhverjum flug- um í kollinn á henni. Aður en ég vissi, myndi hún vera búin að fá mann til að sóta reykháfinn . . . Eg fór burt, í von um að hún myndi gleyma. 7. Það var þessvegna Ijósara en nokkru sinni fyrr, að enginn mátti frétta um hvarf gullúrsins míns. Eg varð að reyna að ná því sjálfur, án þess að draga að mér nokkra athygli. Ég velti málinu mjög vand- lega fyrir mér, og komst að þeirri niðurstöðu, að bezt myndi vera að klifra yfir þökin að reykháfnum eft- ir að myrkrið var skollið á, og reyna að líta niður í hann. Kannske gæti ég, eins og ég hafði lesið að atvinnuþjófar gerðu, með því að nota veiðistöng og sterkan öngul, náð úrinu ef ég aðeins gæti séð það — og ef til vill gæti ég séð það með því að nota vasaljós. Ég gat ekki gert tilraunina fyrr en það var orðið dimmt, og þar sem nú var júní, varð ég að bíða nokkuð lengi. Ég eyddi kvöldinu í að búa mig undir; velja hin réttu föt — svört föt, hjólreiðarspennur, skó með gúmmísólum, svarta hanzka, sviðin korktappa til að lita andlit mitt; velja hæfilegan öngul og línu. Meðal bókanna í hillum mínum var ein um glæparannsókn- ir; þar var frá því sagt að atvinnu- þjófar notuðu gjarnan þorsköngul á snæri, svo ég ákvað að gera það sama. Höfundur bókarinnar bætti því við, að slíkir munir, fundnir á þeim sem grunaður væri, yrðu ævin- lega til dómsáfellis . . . Jæja, ég varð að taka þeirri áhættu. Mjög fáir hafa verið sakfelldir fyrir að stela aftur eigum sínum frá dverg- kráku. Eftir miðnættið lagði ég af stað. Nóttin var ekki fullkomlega dimm — það var birta á himninum, sem ég kærði mig ekki um — en samt, ef enginn væri að fylgjast með, ef- aðist ég um, að til mín sæist. Ég klöngraðist upp í gegnum þakglugg- ann á baðherberginu mínu og lagði af stað. Ég var ekki vanur að klöngrast yfir þök, og það tók mig nokkra stund að ná reykháfnum. Þetta var hár reykháfur, en sem betur fór sá ég ofan í hann. Ég tyllti mér upp á stallinn, sem hann stóð á. Ég var mjög spenntur. Ég dró upp vasaljósið mitt og snærið með fisk- önglinum. Tyllti mér á tá og gægð- ist ofan í reykháfinn . . . Ég heyrði skrjáf og dauft „tsjakk"! þegar Ijósið mitt þrengdi sér ofan í reykháfinn . . . Ég sá ekkert greini- lega. Hvað átti ég að gera næst? Ég vissi það ekki. Ég kallaði lágt: — Jack! Jack! Þetta var bjánaskapur; ég vonaði að hann myndi fljúga af hreiðrinu og gefa mér tækifæri til að reyna öngulinn minn . . . en ekkert gerðist. Ég hlýt að hafa ver- ið glæsilegt skotmark, þar sem mig bar skýrt við flauelssvartan himin- inn ... Sem ég stóð þarna og rýndi og velti því fyrir mér, hvort ég gæti látið eitthvað detta ofan í reyk- háfinn til að fæla íbúana, var vandamálið leyst fyrir mig. Ég heyrði skot, og ég fann snöggan sársauka í fætinum. Ég missti tak mitt á reykháfnum — annar fótur minn lét undan og ég féll . . . Þegar ég vaknaði, var leynilög- regluforingi við rúm mitt. Engin bein voru brotin: Ég hafði fallið ofan í mykjuhaug. Allt sem amaði að, var skotið, sem hafði verið fjarlægt úr fæti mínum, og nú var krafizt skýr- inga. Ég gaf þær. Ég gat ekki annað gert. Ég fullvissa ykkur um, að mér fannst ég hinn auðvirðilegasti svik- ari, þegar ég sagði sögu mína, vegna þess að ég vissi, að ég var að kaupa sýknun með því að fórna vesalings Jack — Jack, sem hafði heiðrað mig með tryggri vináttu sinni. Auðvitað var mér ekki trúað. Lögreglan gat ekki trúað því, að maður, sem hafði svert andlit sitt og var með öngul á öðrum enda færis, færi skríðandi eftir þökum um hánótt, væri aðeins að skoða fuglahreiður . . . Mildilegasta skýringin var orðið, sem af mér fór í læknaskólanum; að ég væri brjálaður og það var bent á það, að ég hefði orðið mjög undarlegur og önuglyndur eftir að ég veiktist. Bob Jones, sem var heimilislæknir um þetta leyti, getur borið vitni um það, að líkamshiti minn hækkaði í hvert skipti sem ég var yfirheyrður, og ég talaði upp úr svefninum. En hvað ég sagði, hefur hann aldrei viljað segja mér. Nú, að sjálfsögðu fór lögreglan til hússins, þar sem Jack bjó, og sópaði niður hreiðrinu, eins og ég bjóst við. Þeir fundu enga unga, en þeir fundu mikinn fjársjóð; ekki aðeins gullúrið mitt, heldur einnig mikið af öðrum hlutum, sem ná- grannarnir áttu — og neðst í hrúg- unni lá demantsstjarnan, sem hafði verið stolið frá frú Reuben-Smith, þegar innbrotsþjófurinn myrti eigin- mann hennar. Sömuleiðis handtóku þeir mann- inn, sem hafði skotið á mig, og yfirheyrðu hann. Saga hans var mjög einföld. Hann hét Gallon, sagði hann, og vann á hundaveð- hlaupabrautinni í Broxeter. Hann hafði átt heima í ýmsum stórborg- um og gert hitt og þetta, þangað gg VIKAN 39. 0)1.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.