Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 18
 ' ■ ■O- Jöklarannsóknafélagið fékk ærið verkefni síðari hluta sumars, en gífurlegt smyglmagn fannst í tveimur jökla okkar. Fjöldi manna var handtekinn og lokaður inni ( Hulstkamfp. Hér er mynd af hópnum. ■O Allar helztu gleðihelgar sumarsins, svo sem hvítasunna og verzlunarmannafríhelgi, fóru friðsamlega fram, þrótt fyrir mikla ölv- un, enda var fjölmenn lögregla ó hverju strói og hellti niður víni manna. Víntekjur ríkisins hafa því verið með meira móti í sumar. ■O Hafís kom upp að landinu ó síðastliðnum vetri og ló við fram ó sumar. Heyrðu sumir bjarndýra- öskur utan af ísnum, og fréttamenn útvarpsins úlabbalöbbuðu út ó ís- inn hinn 1. apríl s.l. til að kanna mólið. Fleiri fylgdu í þeirra fótspor og höfðu margir heim með sér minjagripi nokkra. VIKAN 39. tw. Mikið var um órekstra og slys í umferðinni, enda var síðla sumars lögð í ríkisútvarpinu sú spurning fyrir nokkra framómenn í íslenzkum umferðamálum, hvort vegirnir mættu ekki vera svolítið betri. Framámennirnir kváðu veg- unum það velkomið. Á næsta ári mun verða mikið um kosningar á landinu, og eru sumir stjórnmálaflokkarnir þegar farn.ir að búa sig undir. Snemma síðast liðið vor var íslenzkum blaðamönnum boðið í skemmtiferð út á ísjaka sem flaut við Grænland, en á honum höfðu nokkrir visindamenn búið um hríð. Með í förinni var fyrsta og eina konan, sem steig á klaka þennan, og var hún að sjálfsögðu al-ís-lenzk. Formaður þeirra klakamanna hafði lengi haft kvennamál í flimting- um, en varð nú ókvæða við, er kvenmaður holdgaðist í ríki hans. Varð af þessu gott skop fyrir alla nema stöðv- arstjórann, sem tók málið svo grafalvarlega, að skömmu síðar fól hann stöð sína veðrum á vald og er ekki framar á köldum klaka. I i r i i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.