Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 15
— Ó, minnstu ekki á það! Ég missti alla vini mína og verndara við að hryggbrjóta hann. — Er hann ekki forrikur? Hann hefði getað gert lífið auðvelt fyrir þig og losað þið við hinar endalausu áhyggjur. — Hann er gamall og útlifaður saurlífisseggur. Það sagði ég öllum, sem reyndu að hvetja mig til að taka honum. Þeir voru óánægðir með mig vegna þess, að þeim fannst ég ekki hafa neinn rétt til að velja og hafna, eins og ástand mitt var, og sögðu, að ég hefði ekki fengið annað eins tækifæri síðan ég giftist Scarron. Ég sagði Madame la Maréchale þetta, og reyndi að láta hana skilja það, en hún sakaði mig aðeins um alla mína ógæfu. Ninon var sú eina, sem sagði, að ég væri að gera rétt, og sá dómur hennar vann næstum upp á móti skoðunum hinna vina minna. Þeir leyfðu sér að bera þennan gamla mann saman við Scarron, hugsaðu þér bara! Ó, guð minn almáttugur! En sá munur! Hann hafði hvorki peninga né frítima, en hann umkringdi mig með skemmtilegasta og stórkostlegasta fólki Parisar, Carmeil hafði farið I taugarnar á honum. Scarron elskaði lífið og hafði hinn auðuga anda, sem heimurinn þráir. Enginn er eins og hann. Carmeil er hvorki gáf- aður né skemmtilegur og ekki einu sinni staðfastur. Og hvenær sem hann opnar munninn, stingur hann upp I sjálfan sig. Eiginmaður minn var enginn hálfviti. Ég vandi hann af lausunginni og hann var hvorki heimsk- ur né skilningslaus. Það var tekið eftir honum fyrir heiðarleik og samvizkusemi.... Hún talaði með lágri röddu en með ákefð, sem hún leyfði sér að- eins, þegar hún talaði í trúnaði. Angelique, sem gerði sér grein fyrir persónuþokka hennar, sá enn einu sinni, hversu fögur og aðlaðandi hún var. Einfaldur klæðnaður hennar var ef til vill ekki í sem beztu Framhaldssagan eftir Sergeanne Golon 12. hluti samræmi við umhverfið, en brúnn flauelskjóllinn var mjög smekklegur og tvöföld hálsfestin úr rafi og litlum rúbínum fór vel við brúnt hár hennar og auðugt litaraft. Hún hélt áfram og sagði Angelique, að hún hefði verið komin svo lágt, að hún hefði að lokum samþykkt að fara með Princesse de Nemours, sem átti að giftast konungi Portúgals, og taka þar embætti þriðju hirðmeyjar — í raun og veru þjónustustúlku. Þegar hún heim- sótti vini sína til að kveðja, hafði hún rekizt á Madame de Montespan, sem hraus hugur við, þegar Frangoise sagði henni allt af létta. — Athénais hlustaði á mig með athygli, jafnvel Þótt verið væri að klæða hana á meðan. Þú veizt, vað við vorum saman í heimavistar- skólanum, og erum frá sama héraði og þú, Angelique. Allt síðan hún kom til Parísar hef ég gert henni smá greiða við og við. Að lokum full- vissaði hún mig um, að hún myndi tala við konunginn um lífeyri minn og endalausar umsóknir. Ég skrifaði kónginum enn einu sinni eftir hennar fyrirsögn, og endaði með því að segja: „Tvö þúsund livres eru meira en nóg til að sjá minni lítilmótlegu persónu fyrir framfæri.“ Konungurinn tók á móti umsókninni og kraftaverkið gerðist. Ég fékk lífeyrinn. Þegar ég fór til Saint-Germain til að þakka Athénais, hafði ég þann heiður að sjá hans hágöfgi, sem sagði við mig: —Madame, ég hef látið yður bíða lengi, en ég hef verið afbrýðissamur út í vini yðar. Ég vildi fá að verða sá eini, sem gæti hjálpað yður. Þessi orð breiddu yfir öll hörðu árin. Ég tók að draga andann léttar á ný; að lifa. Ég var frjáls — laus frá öllum þessum nagandi, andstyggilegu á- hyggjum. Ég fann aftur minn stað í þjóðfélagi, sem hafði litið á mig með kulda, hélt aftur út í heiminn og.... hér er ég, í Versölum. Angelique fullvissaði hana um, að hún væri mjög glöð. Madame de Montespan gekk fyrir aftan þær og lagði hönd á öxl skjólstæðings síns, um leið og hún gekk fram hjá. — Hamingjusöm? — Ó, kæra Athénais, ég skal vera þér þakklát meðan ég lifi. Borðin voru að tæmast. Konungurinn hafði rétt í þessu risið á fæt- ur með fylgdarliði sínu og iagt af stað niður eftir löngum gangstig, sem fólkið hópaðist að úr öllum áttum til að ráðast á diskana og körf- urnar, sem enn höfðu að geyma leifar hinnar konunglegu máltíðar. Gangstígurinn virtist enda í ljósvegg, en hann opnaðist, þegar hóp- urinn nálgaðist, og í ljós kom enn annað spil ólgandi vatnssúlna, silfur- þráða og blóma. Þau gengu í gegnum grösug göng, skreytt með blómum og krýnd með vatnssúlum, og komu að gosbrunni með gullnum höfr- ungum undir ljósum, sem breyttu sífellt um lit. Þessi töfragöng lágu inn í marmaraskreyttan danssal. Silfurljósa- króna hékk niður úr loftinu, sem á var málað gullin sól á dökkbláum bakgrunni. Blómakransar skreyttu veggbrúnirnar og milli súlnanna, sem héldu henni uppi, voru pallar fyrir tónlistarmennina og tveir hellar, með myndum af Orfeus og Arion með hörpurnar sínar. Konungurinn opnaði dansleikinn með Madame og prinsessunum. Síðan slógust aðalsmennirnir í hópinn og sýndu stórkostlega búningana sína. Gömlu dansarnir voru mjög hraðir, en þessir nýju ákaflega hægir, næstum eins og trúarathöfn, og miklu erfiðari í reynd, því þeir voru fólgnir í listilegum fótaburði og ákveðnum hreyfingum handa og hand- leggja. Ákveðin hrynjandi, næstum jafn óumbreytanleg og í klukku, stjórnaði hreyfingum dansendanna. I fyrstu virtist takturinn óendan- lega rór, en smám saman færðist einhver spenna í tónlistina og fyllti hana heitri þrá, rafmagnaði hinar stuttu handsnertingar, örvaði ástríðu í snöggu augnatilliti dansenda sem mættust, örvaði ástarþörfina og kom í veg fyrir svölun hennar, þar til spennan var næstum óbærileg. Angelique dansaði vel og hafði gaman af hinum flóknu sporum. Stundum snerti hönd hennar með heitri tilfinningu, en hún var of niðursokkin i dansinn til að taka eftir því. Eigi að siður fann hún, þegar hendur hennar hvildu í höndum konungsins í stuttri snertingu. Augu hennar mættu kóngsins, en síðan leit hún snöggt undan. — Ennþá reið? hvíslaði konungurinn. Angelique lét sem hún yrði undrandi: — Reið? Á slíkum dansleik? Hvað á yðar hágöfgi við? —■ Getur slikur dansleikur breytt þeim hug, sem þér hafið borið til mín nú um marga mánuði? — Sire, þér komið mér á óvart. Bf yðar hágöfgi hefur borið þessar tilfinningar til mín, nú um marga mánuði, hvers vegna hafið þér þá ekki látið það i ljós? — Ég var hræddur 'um, að þér mynduð kasta grænum baunum fram- an í mig. Dansinn aðskildi þau. En þegar þau mættust næst, sá hún hin kon- unglegu brúnu augu hans leita að svari. — Orðið „hræddur" fer yðar hágöfgi illa. — Stríðið var ekki eins hræðilegt og grimmdarsvipurinn, þegar hann leikur um yðar fögru varir. Við fyrsta tækifæri yfirgaf Angelique dansinn og faldi sig bak við bekkina meðal ekknanna, sem veifuðu blævængjum sínum eftir hljóð- fallinu. Hirðsveinn fann hana Þar og bað hana að fylgja sér, sam- kvæmt skipun konungsins. Konungurinn beið hennar i þeim hluta garðsins, sem minnst birtan var. — Fegurð yðar i kvöld eykur mér kjark, sagði hann glaðlega. — Nú er stundin komin fyrir okkur að gera upp sakirnar. — Upp sakirnar? Eru einhverjar sakir okkar í milli? Þó svo væri, er þetta þá rétta stundin? 1 kvöld vilja allir hafa félagsskap yðar, og eftir eina eða tvær mínútur munu augu þeirra taka að leita að yðar, og þeir velta því fyrir sér, hvert þér hafið farið. — Nei, nú halda allir áfram að dansa. Hver um sig heldur aðeins, að ég sé í hinum enda danssalarins. Þetta er andartakið, sem ég hef hlakkað til, til að skiptast á fáum orðum við yður, án þess að tekið verði eftir. Angelique fann, að hún stirðnaði upp. Tækni hans var mjög augljós. Madame de Montespan og kóngurinn höfðu lagt höfuðin í bleyti til að flækja hana i leik þeirra. — Ösköp getið þér verið þrá! sagði hann og tók blíðlega í handlegg hennar. — Má ég ekki þakka yður fyrir? — Þakka fyrir hvað? — Colbert hefur hvað eftir annað sagt mér, að þér hafið unnið stór- kostleg afrek í því verki, sem hann trúði yður fyrir varðandi ákveðna aðila hér við hirðina. Yður hefur tekizt að vinna trúnaðartraust þeirra, Framhald á bls. 48. VIKAN 39. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.