Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 50
* APPELSÍN SÍTR Ó N L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili 6. Eins og nú er ókveðið með iögum, eru það aðeins vissir skól- ar, sem hafa rétt til að brautskró stúdenta á íslandi, en með undan- þógum er hægt að fá innritun í Háskólann ef menn hafa menntun hliðstæða eða meiri frá erlendum skólum. Menn, sem ekki hafa stú- dentspróf, mega hlusta á kennslu í háskóla, en ekki taka próf það- an. Ef inntökupróf yrðu tekin upp, yrðu þau álíka erfið, eða jafnmikl- ar kröfur gerðar og við stúdents- próf, en þó yrði það öðru vísi eftir einstöku deildum. Þá er einnig hugs- anlegt að fara þá leið að taka upp viðbótarpróf, eins og gert er í norsk- um skólum, en þar fá kennarar tæki- færi til að taka próf inn í háskóla með viðbótarprófum, við kennara- prófið. Þessi leið væri vel hugsan- leg hér, en hún er ekki opin eins og sakir standa. Hannes Jónsson Framhald af bls. 27. enda til háskólanáms. Það ætti að vera nægilegt að fara eftir inntöku- prófi. Til þessa þyrfti að veita Há- skólanum samkeppni með öðrum skóla, sem jafnvel mætti vera stofnaður af einkaaðilum. Háskól- arnir eiga sjálfir að gera kröfu til nemenda um inngöngu, og kröf- urnar eiga að miðast við það sem nemandinn kann og fullt tillít á að vera tekið til sérhæfileika hans. Þá þyrftu menntaskólarnir einnig að keppa við aðra skóla, ekki á grund- velli þeirra sérréttinda sem þeir nú hafa í sambandi við háskólanám- ið, heldur vegna hagnýti námsins. Heklaður jakki Framhald af bls. 47. Byrjið hverja umf. með 1 loftl. Heklið þar til stk. mælir um 30 sm. Takið þá úr 11. í byrjun hverr- ar umferðar þar til 8 1. eru eftir. Vinstra framstyklci: Fitjið upp 17 loftl. (mjög laust) og heklið fastahekl. Aukið út 1 1. báðum fastaahekl. Aukið út 1 1. í 1. og 3. umf„ til þess að hornið að framan verði rúnnuð. Þegar stk. mælir 30 sm, er tekið úr fyrir handvegi 1 1. í annarri hv. umf, þar til 8 1. eru eftir. Slepp- ið þá 4 ystu lykkjunum að framan en haldið áfram að taka úr hand- vegsmegin, þar til 2 1. eru eftir. Hægra framstykki: Heklið eins og vinstra, en gagnstætt. Ermar: Fitjið upp 18 loftlykkjur (mjög laust) og heklið fastahekl. Aukið út 1 1. í hvorri hlið með 4 sm. millibili, 6 sinnum. Þegar stk. mælir 30 sm, er tekin úr 1 1. í byrjun hverrar umferðar, þar til 4 1. eru eftir. Leggið stykkin á þykkt stk. mælið form þeirra út með títu- prjónum, leggið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saumið jakkann saman með þynntum garnþræðinum og aftur- sting. Heklið kragann að aftan í háls- málsvíddina og í æskilegri breidd. Heklið að lokum 1 eða 2 umf. í kringum jakkann með ljósa garn- inu. Athugið að hekla hvorki fast né laust og farið 2 í sama farið í fyrri umferðinni. Fínir réfitir úr iiski FlN FISKISÚPA Súpan er soðin af nokkrum þorskhausum í 1% 1. vatns. 1 það er sett 2 tsk. salt, nokkrar dill- og persiljugreinar, 2 lárviðarlauf, svolítið timi- an, 3 skornir litlir laukar og 2 matsk. edik. Allt soðið í ca. 30 mín. og þá er soðið síað frá. Súpan er svo búin til úr: 1 stór laukur, 1 sellerí, 50 gr. smjör eða smjörlíki, 2 tsk. karrý, % tsk. paprika, svolítið af söxuðum hvítlauk, 2 matsk. tómatpurré, 40 gr. hveiti, fisksoðið, 1 pakki af hraðfrystum rækjum, 1 lítil dós fiski- bollur, 1 dl. þykkur rjómi. Laukurinn saxaður gróft og selleríið skorið í litla bita og það steikt saman í smjörinu. Karrýið og paprikan sett i, sömuleiðis hvitlaukurinn og tómatmaukið. Látið malla stutta stund. Stráið hveitinu út í pottinn og jafnið upp með soðinu. Látið sjóða í 6—8 mín. og rækjurnar og fiski- bollurnar síðan látnar hitna í súpunni. Rétt áður en súpan er borin fram er þeyttur rjóminn. settur út i. ÞORSKUR 1 FATI 1 kg. þorskur, 2 matsk. sítrónusafi, salt, paprika, 750 gr. kartöflur, 2 laukar, 100 gr. smjör eða smjörlíki, rasp, persilja. Roðið tekið af þorskflökunum og þau skorin í stykki og lögð í smurt eldfast fat. Kartöflurnar skornar í fingurþykkar lengjur og lagðar utan með fiskinum. Laukarnir saxaðir gróft og soðnir í svolitlu af smjörinu og stráð síðan yfir kartöflurnar. Afgangurinn af smjörinu er settur á víð og dreif í fatið. Hellið svolitlu af sjóðandi vatni yfir og setjið lok á fatið. Látið vera í ofni um 35 min. við jafnan hita, ca. 190 gráður. Öðru hverju verður að ausa soðinu yfir fiskinn. Takið síðan lokið af og stráið raspi yfir fiskinn og allt og salti yfir kartöflurnar. Látið vera 10 mín. í viðbót í ofninum og aukið hitann. Saxaðri persilju stráð yfir, þegar fiskurinn er borinn á borð. LAXAGRATIN % kg. lax, 250 gr. sveppir, 1 lítill laukur, 50 gr. smjör eða smjör- líki,' 3 sultaðir laukar, salt, pipar, múskat, 4 matsk. hvítvín, svolítið soð af laxinum, 1 dl. rjómi, smjörbolla úr 20 gr. smjöri og 20 gr. hveiti. Laxinn er gufusoðinn og sósan er búin til úr öllu hinu, þannig, að sveppirnir og laukurinn er soðinn stutta stund í smjörinu, þá er söx- uðum sultuiauknum og kryddinu bætt 3, hvitvíninu hellt yfir, þar næst fiskisoðinu og rjómanum. Smjörbollan sett í og sósan láti malla í 6—8 mín. Laxinn annað hvort settur í smáskálar eða í eitt stórt grat- infat. Sósunni hellt yfir og raspi stráð þar á. Bræddu smjöri dreypt yfir og laxinn bakaður við ca. 200 gr. hita í u.þ.b. 12 mín. GRILLERAÐUR LAX Fremur þunnar laxasneiðar eru nuddaðar með salti og pipar, penslað- ar með olíu og siðan grillsteiktar. Borið fram með Iitlum kartöflum og þessari sósu: TARTARE-SÓSA 150 gr. majones, 2 matsk. sítrónusafi, 2 matsk. fínsöxuð gúrka, 1 matsk. fínsaxaður kapers, 1 matsk. söxuð persilja, 1 matsk. smásöxuð púrra, hvítur pipar. Majones þeytt með sítrónusafanum og öllu hinu og borið fram strax. GÓÐUR RAUÐSPRETTURÉTTUR Rauðsprettuflök soðin og sósa gerð úr: 25 gr. smjör, 20 gr. hveiti, 4 dl. fisksoð, 2 eggjarauður, % dl. rjómi, 50 gr. ostur, rasp. Smjör og hveiti bakað upp og jafnað með soðinu. Eggjarauðurnar þeyttar með rjómanum og blandað í. Fiskurinn settur í smurt eldfast fat, sósunni hellt yfir og rifna ostinum blandað saman við rasp, sem, svo er stráð yfir. Bakað við 200 gr. hita í ca. 12 mín. Borið fram meðj löngum, frönskum brauðum. Sé humarbitum og rækjum stráð á víð' og dreif um fatið verður rétturinn auðvitað enn finni, og auðvitað dýrari, svo ekki sé nú talað um ef smjörsoðnir sveppir væru lika settir í íatið. gQ VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.