Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 6
ÁVALLT UNG ^ANbsTER rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. Lancaster UTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúSin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiSslustofan, Mlrra, Austurstræti, Skemmuglugginn, Laugavegi 66. AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. JóhanneBsonar. Reiðhjól fyrir yngri sem eldri fást í Fálk- anum. Hinir vandlátu velja DBS, merkið sem unglingar flestra landa meta á borð við Rolls Royce eða Mercedes hjá hinum eldri. Komið og skoðið. Þið gerið góð kaup hjá okkur. FÁLKINN H.F. Reiðhjóladeild EG ER OHRÆDDUR AÐ ég engar áhyggjur að hafa ai því að þetta fór á sömu leið og hjá mér i skotinu áður, hátt yfir. í næstu spyrnu var ég laglega lieppinn. Baldvin kastaði sér eftir boltanum, sló hann út í stöng, en þaðan skoppaði hann þvert yfir markið, lenti í hinni stönginni og þaðan inn. Staðan var þrjú mörk gegn tveimur K.R. i vil. Baldvin bjó sig undir að skjóta síðasta skotinu, og það geigaði heldur ekki, smaug undir þverslána og hafði ég ekki nokk- ur tök á að verja það. Nú var staðan orðin nokkuð vonlaus, K.R. hafði skorað fjögur mörk, en Vikan aðeins tvö. Og fleiri urðu mörkin heldur ekki. Bald- vin varði örugglega síðasta skot- ið frá mér. Og þar með var keppninni lokið með sigri K.R., sem sýndi það svart á hvitu þarna, að það er með fremstu félögum á landinu í knattspyrnu. Eftir að ég hafði þakkað Baldvin fyrir leikinn, sýndi hann þá rausn af sér að bjóða mér með sér heim i kaffi, og auðvitað þáði ég boðið. Baldvin býr vestur á Holtsgötu með unnustu sinni Kristínu Björnsdóttur frá Hofsósi. Þegar við komum þangað, beið okkar dúkað borð fullt af kökum og kræsingum, og ég hafði orð á því við Baldvin, að hann hefði verið heppinn í frúarvalinu. Með- an við drukkum kaffið og gædd- um okkur á lostætinu, röbbuð- um við saman og ég komst að því helzta varðandi feril hans á knattspyrnusviðinu. Baldvin er ekki Reykvíkingur að uppruna, eins og margir halda, heldur er hann fæddur i Flatey á Breiða- firði. En viðdvölin varð ekki löng þar, heldur fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur, og þar inn- ritaðist hann i K.R. 10 ára byrj- aði hann að æfa með félaginu, en lék hinsvegar aldrei með þeim. Þegar foreldrar hans fluttu í Austurbæinn, þótti honum full- langt að sækja æfingar vestur í bæ og gekk þess vegna í Fram. Þar til í vor, að hann gekk aftur i K.R., hefur hann leikið með Fram. — Segðu mér, Baldvin, hver var nú helzta ástæðan fyrir þvi, að þú skiptir um félag? Það er nokkur saga að segja frá því. Fram á engan grasvöll og hefur orðið að æfa á malar- vellinum uppi við Sjómanna- skóla. Meðan ég var í Fram tók ég að finna fyrir eymslum i baki. Þegar ég ráðfærði mig um þetta við lækni, sagði hann, að sennilega væri malarvellinum um þetta að kenna. Svo leik ég eitt sumar með dönsku félagi á grasvelli, og þá finn ég ekki fyrir þessu. En þegar ég kem aftur hingað og byrja á möl- inni, tekur þetta sig upp aftur. Þegar svona var komið, sá ég, að þetta þýddi ekki neitt, annað hvort varð ég að skipta um fé- lag eða þá að hætta að leika knattspyrnu. Og auðvitað gat ég ekki hugsað mér að liætta, svo að um tvær leiðir var að velja, Val og K.R., sem bæði bjóða upp á góða aðstöðu til æfinga. Og það lá beinast við að ég gengi í mitt gamla félag aftur. Þetta er sem sagt ástæðan fyrir félags- skiptunum. — En nú getur Fram ekki haldið áfram að bjóða upp á æf- ingar á mölinni einni saman, myndirðu ganga aftur í Fram, ef fullkominn grasvöllur væri þar fyrir hendi til æfinga? — Nei, alls ekki, ég er búinn að eignast mína félaga í K.R. og myndi ekki vilja skipta aftur yf- ir, Fram algerlega að ólöstuðu. —■ Hvernig er það, kemur það aldrei fyrir þig, þegar þú ert að spila á móti Fram, að þú tak- ir allt i einu upp á þvi að spila á öfugt mark, og þér finnist endilega að þú eigir að leika með þímim gömlu félögum? Og Baldvin lilær, þegar hann segir, að það komi nú aldrei fyrir sig. Annars var það dálítið skritið i fyrsta leiknum við Fram nú í vor. Þá var ég oft að því kominn að gefa boltann til Framaranna, það var einhvern- veginn dálítið undarlegt að mað- ur skyldi vera farinn að spila á móti strákunum, sem maður liafði alltaf spilað með. En þetta var bara í fyrsta leiknum, síðan hefur það ekki komið fyrir. — Nú hafa menn lagt mjög misjafna dóma á þessi félaga- skipti þín. Hvernig brugðust forráðamenn félaganna við, þeg- ar þú skýrðir þeim frá þessari ákvörðun þinni? Eins og ég sagði áðan, var þetta eingöngu af heilsufarsá- stæðum, og forráðamenn beggja félaganna skildu þetta sjónar- mið mjög vel. Sama er að segja um gamla þjálfarann minn, hann vissi alveg hvernig í pottinn var búið. Ég mætti ekki neinum mis- skilningi þar. — Og nú varstu valinn i landsliðið I sumar. Hvernig lagð- ist það í þig? Þú hefur náttúr- lega verið alveg með stáltaugar fyrir leikinn? Nei, biddu fyrir þér. Ég hef sjaldan eða ahlrei verið jafn kvíðinn fyrir neinu. Og það versta var, að það lagaðist ekk- ert út allan leikinn. En það er áreiðanlegt, að ég skal ekki láta það endurtaka sig, ef ég verð val- inn aftur i liðið, þá skal ég sýna betri leik. Annars er varla mikið að marka svona í fyrsta leiknum, maður er ekki búinn að kynnast þessu neitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.