Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 40
ig Jack hafði fengið tækifærið var að eins ágizkun. Ég gat mér þess til, að Jack hefði þegar verið inni í herberginu, þegar Galion kom til baka — verið að hvíla sig við erf- iðið að draga gullþráðinn úr arin- hilludúknum — og Gallon hefði ekki séð hann. Síðan, meðan Gallon virti fyrir sér ránsfenginn, lét Jack til skarar skríða, þreif þann hlutinn, sem mest áberandi var, og var horf- inn áður en Gallon gæti hindrað hann. Ég vissi af reynzlu, að Jack var fullkomlega fær um að þrífa það, sem hann ágirntist, út úr hönd- um manns. Eftir hæflegan tíma flutti Gallon til Railway Terrace, til þess að hann gæti gengið um akrana og stundað skyttirí. Hann vissi, að bezti hlut- inn að ránsfengnum, minnsta kosti fimm þúsund punda virði, var nú í eigu einhverskonar svarts fugls. Og konan, sem leigði honum, sem einn- ig hafði misst glerskreytinguna sína og gullþræðina úr arinhilludúknum, hafði sagt honum, að ræninginn væri dvergkráka. Nú þekkti hann ekki dvergkráku frá öðrum fuglum, og var of heimskur til að kaupa sér bók og komast að því hvernig þær litu út; en honum hafði verið sagt, að það væru dvergkrákur uppi á hæðinni og ættu þar hreiður á- samt bláhröfnunum í eikunum. Svo hann gerði sér ferð þangað uppeft- ir og skaut á hreiðrin, í von um að skjóta niður það rétta, og fá aftur demantsstjörnuna sína, svo enginn sæi til. Svo, þegar ég kom, varð hann tortrygginn. Hann sá mig horfa úr gluggun- um og hélt að ég væri að fylgjast með honum. Hann var sannfærður um það, eftir að við hittumst á hæð- inni og ég talaði við hann um fugla- dráp: Hann hélt, að ég hefði ver- ið ráðinn til að njósna um hann. Svo hann tók að njósna um mig. Og það var með því að njósna um mig, að hann kom auga á Jack og heimili hans í reykháfnum. En hann þorði ekki að klöngrast þang- að upp, ef ske kynni að ég, eða einhver annar, sæi hann, og hann gat ekki hætt á að skjóta þarna inn á milli húsanna; hann þorði ekki að beina athyglinni að sjálf- um sér, meðan ég sæti þarna. Samt sem áður, þegar hann leit út nótt eina og sá innbrotsþjóf — mig — klöngrast yfir þökin í áttina að reykháfnum, var hann viss um, að allt væri komið upp. Ég gat verið leynilögreglumaður — og ég gat einnig verið annar innbrotsþjófur, sem var að reyna að snúa á hann. Hvort sem var, þoldi hann þetta ekki lengur. Hann skaut. 11. Jafnvel þótt þetta væri satt, er ég í vafa um, hvort þeir hefðu get- að dæmt hann án þess að hafa frek- ari sannanir. Kviðdómur hefði aldr- ei samþykkt slíka sögu. Allra sízt af vörum brjálaðs læknanema; snjall lögfræðingur hefði auðveld- lega getað gert þá hugmynd hlægi- lega að nokkurt samband væri milli hinna ýmsu staðreynda í þessu máli. En það var eitt smáatriði í við- bót, eða öllu heldur tvö — sem komu Gallon á kaldan klaka. Dem- antsstjarna frú Reuben-Smith var á brjóstnál; í hinum þunga mið-Vikt- oríska stíl. Þegar efnafræðingarnir höfðu hreinsað allt sót af demönt- únum og nælunni fundu þeir þráð- arspotta úr efni, sem klemmzt hafði á hjörum nælunnar, og við þráðinn hékk hár af hundi. Þegar þeir rann- sökuðu fataskáp Gallons fundu þeir jakkann, sem þráðarspottinn var úr, og á þessum jakka voru einmitt hundshár. Hann hlaut að hafa nælt demantsstjörnunni í jakkann sinn einhverntíman á meðan á verknað- inum stóð, og það varð honum til falls. Ég veit ekki hvað varð um Jack og fjölskyldu hans. Hið undarlega var, að þegar þessu ævintýri var lokið, komst ég að því að ég var fullkomlega heilbrigður — ég býst við að það hafi verið af hinni löngu hvíld — og mátti yfirgefa Bugle Head fyrir fullt og allt. Hvorki ég né nokkur annar, svo mér sé kunnugt um, sá Jack nokkurn tíma í nágrenninu eftir að dýrgripa- geymsla hans var eyðilögð. En kvöld nokkurt í lok júní, skömmu áður en ég fór, gekk ég í síðasta sinn upp í krákulundinn, og undir einni hæstu eikinni fann ég brotinn hitamæli. Flug 714 Framliald af bls. 23. endilangur á gólfinu, með kodda undir höfðinu. — Ég vona, að hann spjari sig, sagði hann. — Það er undir þér komið, svar- aði Janet snöggt. — Ef þú getur lent þessum hestvagni í Marseille. Hún gekk til Pete, lagðist á hnén við hlið hans og leitaði að æða- slögum. Dunning brosti skökku brosi. — Þér líkar vel við hann. — Svo sannarlega, svaraði hún rólega. — Mér er farið að þykja vænt um hann þessa mánuði, sem VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.