Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 43
— Hversu alvarlegt er það? Fell- man leit á Childer. — Þér hafið rétt til að vita það, sagði hann. — Þetta er m|ög al- varlegur siúkdómur, sem þarf rétta og skjóta meðhöndlun, miög skióta. Við gerum allt, sem við getum. Um leið og við lendum, tekur sjúkra- bíll við henni, og ekur henni beint á siúkrahús. — Góðum guði sé lof, sagði Childer. — Það er gott að heyra það. Fellman hélt áfram. Merkilegt hvað orð læknis gátu róað alla, hugsaði hann kaldhæðnislega. Meira segia þótt þau séu slæmar fréttir. En nú var það komið, þetta andartak sannleikans, þetta óhjá- kvæmlega lokapróf, sem hann hafði alltaf vitað, að myndi koma ein- hvern tíma. Janet Benson kom til móts við hann. Hann leit rannsakandi á hana og sá að henni leið ekki vel. _ Tveir enn orðnir veikir, lækn- ir, sagði hún. — Alveg aftast. — Lítið á aðstoðarflugmanninn, sagði hann. — Hann þarf kannske að fá svolítið vatn. Komið svo hing- að til mín. Fellman var varla farinn að rann- saka þessa tvo nýju, þegar Janet var komin aftur. — Læknir, ég er orðin hrædd. Ég held að þér . . . Síminn í litla eldhúsinu hringdi. Hljóðið var eins og hnífur, sem skar á orð hennar. Janet rétti fram höndina en Fellman hrópaði: — Látið símann eiga sig, ungfrú Benson. Komið! Þau þutu fram í stjórnklefann og skelltu á eftir sér. Flugstiórinn sat þráðbeinn og stiarf- ur ( stólnum sínum. Svitinn rann niður andlit hans. Hann þrýsti ann- arri hendinni að maganum. Hin lá á hnappnum, sem hringdi síman- um. Fellman hallaði sér fram og tók undir handleggi Dunnings. Hinn síð- arnefndi bölvaði lágt milli saman- bitinna tannanna. _ Verið bara rólegur, flugstjóri! Við verðum að ná yður niður úr stólnum. _ Ég gerði . . . eins og þér sögð- uð, másaði Dunning. — Það var of seint. Gefið mér eitthvað [ hvelli, læknir ... Ég verð að þrauka . . . Ég verð að lenda . . . Varir hans héldu áfram að hreyf- ast, en ekkert hljóð heyrðist. Það hafði liðið yfir hann. _ Fljót, ungfrú Benson, hróþaði Fellman. — Hjálpið mér að lyfta honum! Með erfiðismunum lyftu þau þungum líkama Dunnings og lögðu hann á gólfið. Þarna lá hann nú, við hlið aðstoðarflugmannsins. Þetta var ekki uppörvandi sjón. Janet stakk púða undir höfuð flugstjór- ans og lagði teppi yfir hann. Hún titraði, þegar hún reis upp aftur. Fellman starði á hana. Hann var allt í einu orðinn tíu árum eldri í útliti. — Ungfrú Benson! Þér eruð af áhöfninni, og ég vil ekki dylia yður Eftir nokkurra kukkustunda æfingu hafið þér algjörlega losað yður við ókunn- ugleikann og þér látiö yður ekki detta í hug að handskrifa. Til daglegra bréfaskrifta, til þess að fylla út skýrslur og skjöl. Fyrir skólanri og heimavinnu hentar vélin notum allr- ar fjölskyldunnar. Öll orð á sínum stað, sérhver blaðsíða hrein og fögur og mörg skýr afrit. HAFIÐ ÞÉR PRÖFAÐ AÐ VÉLRITA Á OLIVETTI LETTERA 32? olivetti G. HELGASON & MELSTED H.F. Rauðarárstíg 1 — Sími 11G44. neins, sagði hann svo hátt, að hún hrökk við. — Ef við komum þessum sjúklingum ekki fljótt, — miög fljótt — á sjúkrahús, get ég ekki ábyrgzt líf þeirra. Þeir þurfa að fá róandi sprautur og meðul gegn eitruninni. Flugstjórinn einnig. — Er hann mikið veikur? — Það verður bráðlega m|ög hættulegt — og það sama er að segja um hina. Svo lágt að varla heyrðist hvísl- aði Janet: — Hvað eigum við þá að gera? — Svarið einni spurningu fyrst. Hve marga farþega höfum við um borð? — Áttatíu. — Hversu margir fengu fisk í kvöldmatinn? Janet hugsaði sig um. — Um það bil fimmtán, hugsa ég. Það voru fleiri, sem vildu kvjötið, og sumir vildu ekki neitt, af því að það var orðið svo framorðið. Fellman starði á hana stöðugum augum. Þegar hann hóf máls á ný var röddin hörð, næstum herská. — Ungfrú Benson, þér hafið sjálfsagt komizt að sömu niðurstöðu og ég, sagði Fellman. — Af átta- tíu möguleikum, er von um að sleppa lifandi frá þessu, fólgin í VIKAN 39. thl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.