Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 27
IKKAR? fallið niður. Eins og mólin standa í dag er landsprófið í núverandi inynd, ill nauðsyn. 5. I sumum nómsgreinunum þyrfti að kenna meira og betur. Við höfum þar dregizt aftur úr öðrum þjóðum. Með því er ekki sagt, að prófin þyrftu að þyngjast heldur þarf nómsefnið að breytast. Þyngstu prófin geta verið þau, þar sem spurt er um það sem minnstu máli skiptir. Tvímælalaust þyrfti að sérmennta fólk meira. I framtíðinni hlýtur að vera meiri greining á störfum fólks og því nauðsynlegt að sérhæfing sé aukin. En einnig þarf að auka almenna menntun, sem beinist að því að gera fólki þægilegt að lifa í þjóðfélaginu, eins og það er á hverjum tíma. Þrátt fyrir alla svartsýni hjá mönnum, um að allt of mikið sé „framleitt" af fólki í ýmsar stéttir, er reynslan af því yfirleitt þveröfug. Því meiri, sem tæknin er, þeim mun meiri sérhæfingu þurfum við. [ öll- um löndum vantar sérmenntaða menn, sama hvort það eru þróun- arlönd eða ekki. Sem dæmi má taka, að reiknað var út í V-Þýzka- landi, að þótt allir, sem Ijúka stúdentsprófi þar færu í kennara- nám, dygði það ekki til að full- nægja eftirspurn eftir kennurum eins og hún verður innan 10 ára, og hvað þá með allar aðrar grein- ar? 6. Svo að ég taki aftur Svía sem dæmi, þá eru þeir nú með prófinu, en taka þá sennilega í stað- inn upp inntökupróf í háskóladeild- ir. Vitanlega standa um þetta miklar deilur, og það er vissulega erfitt að taka afstöðu til þessa máls. En ef af þessu yrði, skipaði sér- hæfing miklu meiri sess en nú er. Það hefur bæði kosti og ókosti. [ framhaldi af því yrði því stúd- entsmenntun miklu sundurgreindari eftir mismunandi námstímum, en nú tíðkast. HANNESJÓNSSON FÉLAGSFRÆÐINGUR 1. Víða erlendis tíðkast mjög hin- ir svokölluðu „kindergarten", sem mætti kalla barnaheimili á íslenzku. Þetta eru meira dagheimili til að létta á húsmóðurinni en fræðslu- stofnanir og því kannske ekki rétt að flokka það undir skólagöngu í eiginlegum skilningi. Þó byrja börn- in f kindergarten að læra í leik bæði lestur, skrift, teikningu og reikning. Ég tel, að við þurfum stofnanir sem slíkar hér á fslandi. Væri hægt Stúdentsprófið er að vonum stór þáttur í lífi manna, þar eð það opnar þeim dyrnar inn í háskólann. En á stúdentsprófið að hafa einokunarað- stöðu til háskólanáms? að senda börn í slíka leikskóla frá 3ja ára aldri, væri það án efa stór léttir á stórum heimilum. Ef ég á að svara spurningunni með tilliti til fræðsluskyldunnar sjálfrar, tel ég, að engin ástæða sé til að færa skólaskyldualdurinn fram, hæfilegt sé að hefja námið við 7 ára aldur. 2. Að mínu áliti þarf skólaskyld- an ekki að vera neitt meiri en hún er nú f dag. En það þarf að auð- velda þeim, sem áhuga hafa á námi, að njóta hæfileika sinna. Viðvíkjandi námslaunum, sem tíðkast í Sovétríkjunum, held ég, að það komi ekki til greina á íslandi í dag. Það leyfir fjárhagurinn ekki. í framtíðinni væri það þó að sjálf- sögðu hugsanlegur möguleiki. 3. Ég álít, að skiptingin sjálf skipti ekki máli. Það ætti að vera sama, hvort námið er stundað á þessum stað eða einhverjum öðr- um. Hitt er meginmálið, að ungl- ingar, sem hafa hæfileika lendi ekki út á blindgötu í þessum málum. Þar á ég við, að öll sund eigi ekki aí> vera lokuð fólki, til æðri menr.tunar þótt það hafi ekki þrætt einhverja eina námsleið. 4. Prófin eru ekki eða eiga ekki að vera aðalatriði í rekstri skól- ans, heldur sá árangur, sem nem- andinn getur náð í vissum grein- um. Skólar eiga að vera reknir sem persónumótandi og siðgæðisleg træðslustofnun, sem undirbýr nem- andann undir líf og starf, en ekki einhver grýla, þar sem prófstand- ard ræður öllu. Ég óttast, að nú- verandi fyrirkomulag á skólakerf- inu (t.d. landsprófið) hafi neikvæð persónumótandi áhrif, en skólanám á auðvitað að hafa jákvæð áhrif, glæða áhuga nemandans og hjálpa honum til að finna ánægjulegt hlut- verk í lífinu. 5. Stúdentsprófið frá menntaskól- unum á ekki að veita nein sérrétt- indi til háskólanáms, heldur ætti háskólinn sjálfur að prófa hæfni nemenda til æðra náms, líkt og á sér t.d. stað með GCE-prófið í Bretlandi. I sambandi við sér- menntun þarf að taka alla ungl- inaafræðslu og allt framhalds- skólakerfið á (slandi til ræki- legrar endurskoðunar. T.d. er það hreinasta tímgeyðsla, hvernfg hald- ið er á spöðunum við tungumála- námið. Meðan unglingar hér á Is- landi eru að læra einhvern graut í 4 til 5 tungumálum, læra jafnaldr- ar þeirra í Bandaríkjunum, Bret- landi og Sovétríkjunum eitt eða tvö mál og læra þau þá til hlítar. Sá tími, sem vinnst með þessu, er notaður til að nema ýmsar grein- ar náttúrufræðinnar, félagsvísindi, eðlisfræði o.fl. Mig langar að taka dæmi úr íslenzku skólakerfi. Það er Iðnskól- inn, sem nú er alger blindgata, opn- ar ekki meiri möguleika til náms. Þar þyrfti beinan framhaldsskóla, sem útskrifaði í fyrsta lagi meistara og í öðru lagi tæknifræðinga. í framhaldi af honum kæmi svo iðn- háskóli, þar sem kostur væri á há- skólanámi í tæknigreinum, svo sem verkfræði, arkitektúr og jafnvel við- skiptafræði. Gæti fræðslukerfi Sví- þjóðar verið nokkur vísbending í þessu efni. Hvað viðkemur offjölgun í ýms- um starfsgreinum, vil ég segja þetta: Við lifum í frjálsu þjóðfélagi, og þess vegna kemur stjórnarvöld- um ekkert við. hvaða starf hver og einn velur sér eða hvað hann lærir. Ef lagðar væru hömlur á það, væri verið að ganga á rétt bargar- anna og skerða frelsi þeirra. Það væri fjarstæðukennt að ætla sér að hindra einn eða annan í því starfs- vali, sem hann hefur áhuga á. 6. Það er eindregin skoðun mín, að afnema eigi einkarétt mennta- skólanna á því að prófa hæfni nem- Framhald á bls. 50. VIKAN 39. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.