Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1965, Page 9

Vikan - 14.10.1965, Page 9
lýsing gaefi fyrir túrismann. En ég mun sakna gamla tímans þeg- ar réttir voru þáttur I löngu og ströngu ræktunarstarfi öðrum þræði, og báru einnig í sér örlögþunga dauðadóms- ins. Það er eitthvað sjarmerandi við alvöruna, engu síður en sportið. Er- þakki? Svona með að minnsta kosti? Það er morgunn. Jökulelfan til vinstri, fjársafnið til hægri. Framyfir skerslin sér til undirlendis. Byggð í nánd. í kvöld er viku ævintýri á fjöll- um lokið. Það rennur áfram féð, kind eftir kind, hópur eftir hóp, þúsund eft- ir þúsund. Niður af klaufum þess, jarmi lamba, ánni milli kletta, hrökkv- andi harðspora undir hófum hesta rennur saman. Hundarnir gelta ekki lengur. Þetta er síðasti dagur. Féð hefur sætt sig við reksturinn. A bæj- um bíða konur með kaffi. Auðnin að baki dregur yfir sig bláa, einmana- lega hulu. Allt ( einu kemur karl á þeysireið meðfram safninu. Hann veifar skönk- unum og æpir. Nei, hann er að syngja. Eða er hann að kalla? Skyldi ég nú hafa gert einhverja bölvaða vit- leysuna? Karlinn kemur á harða- stökki. Úlpan flaksandi. Þeir eru nú ekki vanir slíkum trassaskap gömlu mennirnir í haustnepjunni. Hann hlýtur að vera fullur karlskrattinn: — Eyvi minn. Stoppaðu elskan mín og btddu eftir kallinum! Hann er að hlæja. Tekur bak- föll í hnakknum og hlær framan [ sólarupprásina. — Eyvi minn. Mikið lifandis ó- sköp og skelfing er gaman hérna. Það segi ég satt. Hann fer ofan í rassvasann um leið og hesturinn spyrnir við fótum, tekur upp brenni- vínspyttlu, slær með henni taktinn og syngur með ýmsum röddum: — Ó, hverf þú ei af ö-hauga mér, þú a-ústarblfða tár. Augun lokuð undir þykkum gráum brúnum, krepptur hrammurinn, með brenni- vínspelann á hjartanu: Er so-horgir he-íms í burtu ber (tenor:) þótt blæði (bassi:) hjartans sár. Það var mikið skáld Kristján, mikið lifandis skelfing var hann nú mi-ikið skáld. Fáðu þér nú brennivín. Skelltf (ðig. Ekkert að því annað. Og annan til. Ekkert að spara þetta ómyndar- innar sull hjá mér. Nei, lítiði nú bara á helvítis kollótta kvikindið Gvends á Kervastöðum. Haldiði sé strikað. (Lotningarfull þögn). Ja það er forusta í þessu. Það þurfti sosum ekki að segja manni margt af því. Undan onum Þobbiddní Hólum. Ha? Ho-ho-ho. Hvað er herffstjóraræf- illinn að hengslast þarna og lekur af onum fýlan. Sá ætti nú fyrir því að vera fylltur. Og það bara svo um munaði. Var ég búinn að gefa þér að bragða á þessu? Statt eihvu- tíma kjur beinví: — Æ, æ, æ. Svona kallinn minn. Var nú kallódráttur- inn að hrekkja þig. Ekki spyr mað- ur nú að sosum (þögn). Mikið lif- andis skelfing mega þetta nú vera yndislegar skepnur. Já það er nú mikið. Ekki einn til? Nei? Allt í lagi. Ekki er ég að hald víni að unglingum. Ne-ei. Ekki hann Stjáni. Mér hefur alltaf verið soldið vel til þín. Þótt þú sért nú að verða hálf- gerður borgarsnápur. En það er nú samt artarlegt við þig, og mikið lif- andis óskup söng hún fallega hún mamma þín hér f eina tíð. Það máttu eiga. (Lýrísk þögn). Það renn- ur. Allt rennur það (þögn). Hvuddn fjandann er ég að kjafta frá mér allt vit. Og hvert er nú aftur Vants- leysukallinn farinn. Ellindur! Hohj! Hvað er verið að ríða? Kondu hérna aftur fyrir safnið. Nú skulum við drekka áfengi bara alveg eins og vatn. Hvaða bönnvuð della. Ég held strákarnir sjái um reksturinn. Svo snúa þeir hestum sínum og rfða brokk upp með fjárbreiðunni, hvor sínu megin. Þeir horfa niður með makka hesta sinna, og fylgj- ast með grýttu landinu sem rennur aftur undan bógnum. Þeir sitja beinir og þöglir. Bök þeirra þola ekki skelli. Ekki lengur. Fljótið dyn- ur. Morgunskíma. Það glampar á héluð stráin eftir því sem birtan eykst. Menn og hesta ber við himin einsog skugga þar sem þeir koma yfir hæðina, tveir og tveir, þrfr og þrfr, eða stakir. Maður heyrir hófatök og orðræður úr löngum fjarska þvf dagurinn er ekki vaknaður enn. Féð liggur enn- þá í gerðinu, þreytt og kyrrt einsog það muni aldrei, aldrei hreyfa sig meir. Hægan eim leggur frá vitum þess út í kaldan morguninn. Jökul- fljótið er bjart á hylinn, og niður- inn einsog einhversstaðar utan úr eilífðinni. Menn eru að safnast saman und- ir réttarveggnum. Harðsperrur. Eldri mennirnir hafa rakað sig og farið í hreint, en strákarnir leitast við að fremsta megni að halda fjallsvipnum óskemmdum. Þeir hafa ekki þvegið sér í gærkveldi áður en þeir gengu til náða. Þeir jæja sig saman kallarnir, spá í himin- inn að gamni sínu. Rétta hvor öðr- um bauka útundan sér. Það er orðið sauðljóst. — Jæja, segir kóngurinn. — Jæja, svara undirsátarnir einn af öðrum og tína saman svipur sfnar og vettlinga af veggnum. Svo kemur ritúalið: — Réttir hafnar. Fjallamenn að reka inn. Að þessum orðum töluðum snýr kóngurinn til gerðisins, ásamt körl- um og strákum. Sumir eru settir f fyrrstöðu, aðrir skulu reka, enn aðr- ir ganga frá hestum. Allt fer hljótt og hátíðlega fram meðan gengið er kringum féð og skilinn úr hópur til aðreksturs. Þá fer að fara fiðr- ingur um menn. Það gerast svo sjaldan æsandi hlutir í sveitinni. Rollurnar eru lússpakar eftir heillar viku rekstur. Menn fara að stugga. Sfðan að klæða sig úr jökkunum, einn að dæmi annars. — Hohj. VIKAN 41. tbl. g

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.