Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 10
Rolluskrattinn mæðist. Helvítis stíg- vélin hvað þau þung. Frostkuldinn bítur í lungun. Bara herzlumunur svo gríp ég hana. Nokkur skref af öllum kröftum, svo kastarðu þér. Nei. Mis- tókst. Of langt. Laus í ullinni bölvuð. Ætlarðu að láta hana snúa á þig. Þeir hlupu uppi fráfærulömb í eina tíð þess- ir kallar sem nú eru að hökta þarna niðri við rétt. Nei, aldrei að eilífu. Ég skal hlaupa þangað til lungun koma uppúr mér. Þótt ég verði að skríða á höndunum síðasta spölinn þá skal ég ná henni helvískri. Til hvers þurftu þeir að fæla allt féð með þessum and- skotans djöflagangi. Ég skal slíta af henni hausinn með berum höndunum og þveita honum í smettið á þeim. Nú er annaðhvort að hundurinn skell'- enni eða hún sleppur. Hann er ónýtur árans kvikindið! Þarna er Gvendar- hundurinn,- hann er grimmur. Irr Trygg- ur irrdan-bíttann . . . Hana, þar lá hún. Þú staulast síðustu skrefin að bráð þinni sem liggur afvelta af mæði og skelfingu á jörðinni og teygir fram hausinn handa þér til þess að slíta hann af. Augun eru að springa út úr höfðinu og fljúga langt út á frjálsa auðnina sem þið bæði tróðuð í gær. Hundurinn gapir yfir. Þú ert tómur. „Hvað hef ég gert ykkur, menn og hundar". „Svona Kolla mín, komdu nú kell- íngin. Ég ætla að leða þig til lambs- ins þíns, heyrirðu ekki, það er að kalla á þig, me, me-me, segir það. — Farðu til andskotans hunddjöfull". Sól í hádegisstað. Þeir rétta úr sér, líta upp frá drætt- inum, smeygja tveim fingrum í vas- ann, rétta hvor öðrum, banka strunt- unni við tappann og taka tal saman: — Hann ætlar að hreinsa þetta af sér held ég. Fyrirgefðu, hvuddn fjand- ann er ég að dónast, hérna, blessað- ur fáðu þér. — Þú ert ekki með þann úr fíla- beininu? — Ja, það er nú ekki fílabein reynd- ar, maður er nú ekki alveg dottinn í flottræfilsháttinn þótt glöggt hafi það nú kannski staðið stundum. — Ha, ha, ha. — Nei þetta er tannbaukur. Krakk- arnir voru að skenkja manni þetta. — Og kíki, ha, var ekki líka kíkir að þau gáfu'ðér? — Já og kíki. Kíkinn, það er nú líkast til. — Það er ekki hjá öllum barna- lánið. — Onei, það vill ganga með það einsog annað. Ekkert gerist. — Hohj, hohj. Ekkert gerist. En allt í einu og óforvandis er einsog sprengja hafi fallið. Allir eru farnir að lemja um sig jökkum svipum og hríslum, jafnvel furðu- legustu hlutum einsog ístöðum og gaddavírsrúllum, æpa hver í kapp við annan og stökkva í loft upp, hver eftir því sem aldur leyfir. Nú ríður á að sýna sig sem góðan aðrekningsmann. í fénu upphefst jarmur og óðagot, kndurnar hlaupa hver um aðra þvera, áfram, afturá- bak og í hring. Áfram! áfram! Fariði hægt! Fyrir alla muni hægt! Látt'ann ekki sleppa! Hohj! irrdan bíttann! Bara hægt, bara hægt! Og allir æpa,- bara hægt, bara hægt, og stökkva hæð sína í loft upp. Fé tekur að sleppa úr hringnum, en það er allt í lagi á meðan ekki er komið út úr gerðinu. Það hleypur og menn hlaupa. Það hefur gleymzt að opna hliðið! Hvernig dettur ykkur í hug að skepnurnar fari gegnum lokað hliðið! Andskotans auladómur! Aldrei komið nálægt kind nema soðinni eða hvað! Ekkj í gegnum safnið, ekki í gegnumða. Jahja. Andskoti er að sjá til þín strákur. Haltu bara kjafti kallskratti, sem aldrei getur hreyft þig. Veriðið upp- við girðinguna einhverjr en ekki allir að snúast í kringum eina blæsma rollu. Það rennur í gegnum ykkur féð. Svei mér þá! Það vant- ar kannski ekki kjaftinn á þetta sem ekki stendur út úr hnefa. Aððí nú! Aððí. Fylgja því eftir. Neineinei, varðig maður! Ahh þarslappún, bönnvuð boran. Hlauptu, hlauptu elskan mín áður en hún kemst uffyrir hólinn, þá sézt hún aldrei meirl Irrdan Snati, irrrrdan! Svei þér Tryggur, svei þér helvítið þitt. Var hann ekki að bít'ana? Jú það máttu bóka! Skammastín! Nei ekki þú blessað fíflið, irrdan á þig. Er ekki strákurinn búinn að ná'enni? Fjandi knár! Já hvað heldurðu, nú er ekki hreyft sig! Nei hvur asskot- inn, það er bara komið inn! Þetta gekk nú vel. Þetta gekk nú mikið vel. Þú stendur yfir henni þar sem hún liggur [ lynginu. Gapandi hund- urinn við hálsinn. Það geta ekki allir hlaupið upp kind. Það er heið- ur að vera mikill upphlaupings- maður. Það er verið að reka inn, einsog nú. Alltí einu smýgur hún, sú stygga. Þeir keppast um það ungu mennrnir hver verði fyrstur á eftir henni. Þú verður fyrstur. Og þú hleypur. Kastar af þér jakkanum og hleypur. Stundum eru stelpur að horfa á, en það læturðu þig nú heldur litlu skifta. Hún stingur sér gegnum runna. Þú stekkur yfir á eftir. Irrdan Snati, takt'ana. Þú hleypur svo vindurinn þýtur við eyr- un, upp brekkur, niður brekkur. JQ VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.