Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 33
#*§%
SUMARAUKI
Til þess að auðvelda íslendingum að lengja hið stutta sumaf
með dvöl í sólarlöndum bjóða Loftleiðir ó tímabilinu 15. sept.
til 31. okt. og 15. marz til 15. maí eftirgreind gjöld:
Gerið svo vel að bera þessar tölur samon við fluggjöldin á öðrum órstímum, og þó verður augljóst hve
ótrúleg kostakjör eru boðin ó þessum tímabilum.
Fargjöldin eru hóð þeim skilmólum, að kaupa verður farseðil bóðar lciðir. Ferð verður að Ijúka innan
eins mónaðar fró brottfarardcgi, og fargjöldin gilda aðeins fró Reykjavík og til baka.
Við gjöldin bætist 7’/2% söluskattur.
Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög geta Loftleiðir útvegað farseðla til allra flugstöðva.
Sækið sumaraukann með Loftleiðum.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM.
1
MOFTlEIDm
gildrur þeirra. Það eru ekki að-
eins „venjulegir“ menn, heldur
ekkert síður lögfræðingar og lög-
reglumenn. Þúsundir manna
lenda í þessu á hverri nóttu. En
eitt gera stúlkurnar ekki... þær
leggjast ekki í sæng með mann-
inum“.
Lögreglan aðvarar og aðvarar,
en árangurslítið.
★
Ameríska konan
Framhald af bls. 25.
Undir sautjón óra aldri hafa
amerískar stúlkur yfirleitt ekki önn-
ur kynni af óstamálum en það sem
kallað er „Light petting", það er
saklaus blíðuatlot. Um sautján ára
aldur er samband unglinganna orð-
g ákveðnara og atlotin heitari, en
þó reyna þeir yfirleitt ekki kynmök
á þeim aldri. En milli sautján og
tuttugu ára hafa flestar stúlkur
prófað kynferðilegt samlíf.
Þrátt fyrir gífurlegar umræður í
Bandaríkjunum, og háfleygar skoð-
anir unglinganna um frelsi og rétt
til að ráða sínum málum, er það
staðreynd að flestar stúlkur þar
hallast að hreinlífi, þegar til kast-
anna kemur.
Kinsey birti sína frægu skýrslu
um kynferðismál árið 1953, pró-
fessor Ehrman nýjar skýrslur árið
1959, og nú síðast prófessor Freed-
man árið 1965. Allir komast þeir
að sömu niðurstöðu, að fjórar af
hverjum fimm stúlkum hafi haft
kynmök um tvítugsaldur.
Þetta sýnir að tuttugu prósent
stúlknanna eru hreinar meyjar um
tvítugt.
Líf Sue gekk eiginlega alveg eft-
ir þessari snúru. Hún fór í gagn-
fræðaskóla, þar sem hún fór að
Kta í kringum sig eftir eiginmanni.
Þrátt fyrir allt umtal um framtíðar-
starf og annað slíkt, hugsuðu Sue
og foreldrar hennar sér ósjálfrátt
menntaskólann sem ágætan vett-
vang til að kynnast framtíðareigin-
manni. Þannig hugsa hundruð þús-
unda stúlkur og foreldrar þeirra í
Bandaríkjunum í dag.
Þegar Sue kom heim um helgar,
eða hringdi til mömmu sinnar i
vikulokin, voru spurningarnarvenju-
legast þær sömu: — Hvað hefurðu
verið að gera? Hefurðu hitt nokk-
urn skemmtilegan ungan pilt?
Jú, það hafði hún gert, og einu
sinni, í miðri viku hringdi hún heim
og sagðist vera búin að hitta þann
eina rétta. Nokkrum vikum síðar
sat hún heima hjá foreldrum sín-
um og sagði þeim grátandi frá þv(
að hún væri með barni og ætlaði að
gifta sig strax.
Hún giftist Steven, sem var á
síðasta ári í skóla. Þau eignuðust
barnið sitt, og Sue hætti í skólan-
um, án prófs. Því að auðvitað varð
hún að giftast honum, því að það
er ennþá hræðilegri skömm í
Bandaríkjunum að eignast óskilget-
ið barn. Það er ennþá álitin það
mikil hneisa, að fáar stúlkur eða
mæður þeirra geta afborið það.
Hvað framtíðin ber í skauti sínu
fyrir Sue, Steven og litlu hrokkin-
hærðu dóttur þeirra, er ekki gott
að segja.
Rosie er 28 ára, ógift,
en hefir fullan hug á
að ná sér í eiginmann
Svo er það Rosie, ein af þeim
óhamingjusömu, sem ekki hafa náð
í lífsförunaut og það vita bæði
guð og menn að hún hefir reynt
hvað hægt var. Hún er tuttugu og
átta ára og situr á móti mér við
borð á veitingahúsi, með tárin í
augunum. Veizlan hjá bróður henn-
ar, sem er tannlæknir og mjög
kvennakær, er á enda og við sitj-
um á fremur ósnyrtilegri veitinga-
stofu í miðri New York borg. Gegn-
um gluggana sjáum við Ijósadýrð-
ina á Times Square, og fyrir utan
streyma áfram þúsundir manna,
sem eru að koma frá leikhúsum og
skemmtistöðum í kringum Broad-
way. Þessi laglega dökkhærða
smábarnakennslukona er mikið
máluð og dálítið undir áhrifum af
viskýinu í veizlu bróður síns. I raun
og veru ætti hún að vera löngu
sofnuð, heima í litlu íbúðinni sinni,
en hún er angurvær og bitur og
vill gjarnan segja mér, útlendum
blaðamanni frá erfiðleikum og
vandamálum amerísku konunnar:
— Sástu þessar fjórar gæsir, sem
slógust um bróður minn?
Jú, ég hafði séð þær. Fjórar lag-
legar stúlkur, sem hver um aðra
þvera, kreistu og kysstu unga lag-
lega tannlækninn. Ein eftir aðra
dönsuðu þær vangadans við hann,
og allar reyndu að ná honum útaf
fyrir sig. En hann smaug undan,
hló og drakk. Það var alltaf hægt
að ná sér í félagsskap fyrir kvöld-
ið.
— Veiztu hvað þær vildu? Veiztu
hversvegna þær vo'ru að reyna að
veiða hann?
Smátt og smátt rann þetta upp
fyrir mér. Þetta var ekki eingöngu
vegna þess að þær væru svona
áfjáðar ( að ná í mann. Þær höfðu
drukkið of mikið og svo var Ernie,
tannlæknirinn líka mjög laglegur,
eftirsóttur og hafði ágætis atvinnu
VIKAN 41. tbl.