Vikan

Útgáva

Vikan - 14.10.1965, Síða 46

Vikan - 14.10.1965, Síða 46
Snyrting eftir aldri FALLEG OG HENTUG KÁPA Mig langaði bara til þess að sýna ykkur þessa regnkápu. Þið sjáið að það er þó ekki eingöngu hugs- að um útlitið, þótt kápan sé nógu góð líka í því tilliti. Á hettunni er smágluggi með gegnsæju plasti, þannig að hægt er að líta út til hliðar og fylgjast með umferðinni, Á úlnliðnum er líka kringlóttur gluggi, svo hægt er að líta á úrið sitt, án þess að fletta upp erminni í úrhellisrigningunni, enda er erm- in tekin saman um úlnliðinn og notalega þröng á þeim stað, þannig að rigningin streymi ekki upp eft- ir öllum handlegg. Vasinn er gegn- sær, svo að ekki þarf að gramsa eftir neinu í óvissu þar. HUÐIN Áður en byrjað er að snyrta sig, verður húðin að' vera alveg hrein — sama ó hvaða aldri konan er. SÚ UNGA á að bera á sig vökvakrem, en sé húðin mjög feit kringum nefið og á hökunni, má sleppa því þar. Sé húðin yfirleitt mjög feit, má nota húðlitað og sótthreinsandi undirlags krem, sem einnig dregur svitaholurnar örlítið saman. Það heldur húðinni mattri og varnar því nokkuð að bólur og fílapenslar myndist. SÚ FULLORÐNA á líka að nota ólitað vökvakrem. ELDRI KONAN verður að gera húðina ferskari með því að nota andlitsvatn áður en undirlags kremið er borið á. Það má líka gjarnan vera vökvakrem. Margar konur halda, að það þurfi feitt krem undir púður sé húðin þurr, en það er misskilningur, því að þá sýgur húðin það mik- ið í sig af kreminu, að það leitar upp aftur, þegar líður á daginn, og gerir húðina glansandi. PÚÐURUNDIRLAG Þá er komið að hinu raunveru- lega kremi, sem á að binda púðrið. Það er um að gera að strjúka það jafnt og léttilega inn í húðina. SÚ UNGA ætti að vara sig á að nudda húðina of mikið um leið og kremið er borið á, því að það er venjulega fremur stirt í notkun og getur þannig myndað hrukkur. Gleymið ekki að bera það á kringum augun og upp að hárrótinni. Liturinn fyrir ungar konur ætti að vera aðeins dekkri en húðin. SÚ FULLORÐNA ætti að velja sér hálfgegnsætt krem og eins líkt húðarlitnum og hægt er. Gott er að bera það á meðan húðin er aðeins vot og strjúka það út snöggt og jafnt. Gleymið ekki hálsinum. ELDRI KONAN verður að hafa dálítið litað krem, oft er það mjög fegrandi fyrir hana, ef lit- urinn er bleikleitur eða svokallað- ur „rósa“ litur. Hafi hún sjálf rauðleita húð, er það auðvitað ekki heppilegt, þá ætti liturinn að vera svolítið brúnleitari. KINNALITUR SÚ UNGA ætti ekki að nota kinna- lit nema hún sé mjög fölleit, og þá aðeins vott efst á kinnbeinin. Honum er svo jafnað út með bóm- ull. SÚ FULLORÐNA litur oft betur út með kinnalit, sérstaklega gef- ur hann augunum aukinn glans. En það er vandi að leggja hann á. Notið brúnbleikan lit, annað- hvort fljótandi eða sem krem og blandið honum saman við litað púðurundirlag. Berið það á ofar- lega á kinnbeinin og uppeftir, og varizt að láta sjást hvar það byrj- ar eða hættir. Sé kinnalitur not- aður i púðursformi, á að bera hann á eftir að konan hefur púðrað sig. E’LDRI KONAN ætti að nota mjög ljósan kinnalit, beigelitan eða aðeins róslitan. Athuga má, að séu augnalokin mjög dökk, get- ur verið gott að bera svolítinn kinnalit á þau eða e.t.v. ijóst dag- krem, eða í þriðja iagi svolitinn hvítan augnskugga. PÚÐUR SÚ UNGA þarf ekki að púðra sig mikið og þá aðeins með lausu púðri, heldur ijósara en undir- lagskremið. Þerrið yfir með bóm- ull á eftir. Oft er nóg fyrir ungar stúlkur að púðra aðeins lauslega yfir nefið og þá hluta andlitsins, sem helzt vilja glansa. SÚ FULLORÐNA velur líka laust púður og hefur það í sama lit og undirlagið. Púðurkvastinn þarf að vera mjúkur og púðra á laust yfir andlit og háls, en bursta það mesta af með mjúkum bursta á eftir, niður eftir andlitinu. ELDRI KONAN ætti að nota ijósara púður en undirlagið. Hún má púðra sig nokkuð fastar en þær yngri og nota til þess bómull, sem hún klappar húðinni þéttings- fast með. Gott er að nota mikið púður meðan verið er að púðra sig, en bursta Það heldur af á eftir, niður eftir andlitinu. Þannig fest- ist púðrið ekki í andlitshárunum, en það mundi gera þau meira á- berandi. Púður með svolítið fjólu- litum blæ fer oft vel á eldri kon- um. Gott er að hafa í huga, að ekki sé mikill litarmunur á and- liti og höndum, sé kona dálítið farin að eldast. AUGNSKUGGI SÚ UNGA velur sér skugga í svipuðum lit og augun, dregur strik meðfram augnhárarótinni og jafn- ar þvi upp i átt út að brúnunum. SÚ FULLORÐNA getur notfært sér augnskugga á margan hátt. Sé hún mjög dökk i kringum aug- un, getur ljós-beige skuggi (eða ijóst púðurundirlag) hulið það vel. Reyndar má mynda alls konar skugga í andlitinu með dökku og ljósu steinpúðri —gera andlitið grennra og holdugra að vild, en e.t.v. lýsum við því nánar seinna. En augnskugginn á að vera mjög litdaufur liggi augun djúpt, sterk- ari og dekkri séu þau útstandandi. Hann á að liggja í átt að hárrót- inni ef augun eiga að sýnast lengra frá hvort öðru en þau eru, en séu augun of langt frá hvort öðru, má laga það með því að láta skuggann vera nær augnkróknum. ELDRI KONAN ætti að nota augnskugga i púðurformi, ljósan pastellit, t.d. ijósgrátt. Á kvöldin er fallegt að hafa silfurkorn í honum. Næst mun svo verða talað um augnstrikin, augnhárin og brúnirn- ar, varalitinn og þvott húðarinnar fyrir svefninn. ★

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.