Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 10
 VWÉR kemur sýnishorn af ¦™-™- því, sem er fyrir alla fjölskylduna. Þetta þarna, sem heitir electro, er leik- fang, ætlað börnum þriggja til sex ára, en það höfum við sannreynt hér á Vikunni, að mörgum eldri verður dval- samt við það. Sem sagt, þetta er mjög skemmtilegt upp- eldistæki, sem við mælum ein- dregið með. Þar við hliðina er svo mynd af 6 spila kassa. Þeir sem nú eru komnir undir þrítugt eða þar yfir muna áreiðanlega eftir Syrpu, sem var mjög vin- sæll spilakassi á árunum eftir stríðið. Þessi er svolítíð keim- líkur, nema önnur spil og vandaðri frágangur. Þar upp af er svo sýnishorn af stykkjaþrautunum — sem almennt eru kallaðar „púslu- spil". Þau vinsælu leikföng er óþarft að kynna frekar; þau þekkja ungir og aldnir. Þær eru að sjálfsögðu vel úr garði gerðar, bindandi (interlook- ing) og með skemmtílegum myndum. Því miður kunnum við ekki að spila Halma, en okkur er sagt, að það sé skemmtilegt spil og vinsælt — eiginlega þó frekar tafl en spil. Við teljum óhætt að mæla með því, og sama er að segja um Pim Pam Pet, sem er einskon- ar „rúlletta", eins og þeir spila auðkýfingarnir í heitu löndun- um. Þetta spil er mjög vinsælt meðal unglinga. Og þá er eftir að kynna 10 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.