Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 7
einrúmi. Getið þér ekki skilið, aS hann vill ekki láta fréttast um ferðir sínar? — Ég trúi yður ekki. — Nú er mér nóg boðið. Flýtið yður að gera eins og ég segi og komið stúlkunum út. Þá munið þér sjá, að ég segi satt. — Hvar á ég að setja þær? Upp í rúm hjá „Sverðfinni" Malbrant? Hún reis á fætur og hnýtti mittislinda sinn með ákveðnum hreyfingum. — Ef kóngurinn er frammi í forsalnum, eins og þér segið, skal ég hitta hann í forsalnum. Hún gekk fram í ganginn og stirðnaði upp, þegar hún sá mann standa við dyrnar. — Madame hefur rétt fyrir sér, sagði rödd konungsins bak við gráa flauelsgrímu. — Og hvað er athugavert við forsalinn, þegar allt kemur til alls? Hér er ekki of mikil birta, og það sem meiru máli skiptir, hér er enginn. Péguilin, gamli vinur, gerið svo vel að bíða fyrir neðan stigann og sjá um, að við verðum ekki fyrir neinum óþæg- indum. Hann lagði hendur sínar á axlir Angelique. Svo mundi hann eftir grímunni og tók hana af sér. Þetta var vissulega konungurinn. Hann var brosandi. — Nei, Madame, engar hneigingar núna. Hann braut upp liningarnar á sloppnum hennar, svo hann gæti tekið um úlnliði hennar, og dró hana svo hægt með sér í áttina að Ijósi, sem var frammi fyrir guðsmynd í veggskoti. —¦ Ég gat ekki beðið með að sjá yður. — Sire, sagði Angelique ákveðin. — Ég hef þegar sagt yður, að ég ætla ekki lengur að vera leppur eins og Madame de Montespan ætlaði mér, og ég vil að yðar hágöfgi skilji----- — Þér eruð alltaf að segja það sama, litla leikfang. Ég er viss um, að þér eruð nógu skynsöm til að geta fundið eitthvaö annað að segja. Angelique varð orðlaus. — I kvöld þarf engan lepp eða neitt þessháttar. Hversvegna haldið þér, að ég hafi lagt það á mig að dulbúast og koma hingað að finna yður? Það sem hann sagði, var fullkomlega rökrétt, og hún var algjörlega slegin út af öllu lagi. — Jæja? — Það er ekkert jæja, Madame. Ég elska yður ekki, en yður virðist ekki vera ljóst, að þér hafið náð einhverju töfravaldi yfir mér. Ég get ekki gleymt vörum yðar eða augum, né heldur því, að þér hafið .fegurstu fætur í Versölum. — Madame de Montespan er fullt eins fögur og ég. Hún elskar yður Sire, Hún tignar yðar hágöfgi----- — Eh þér___ Ljósið speglaðist í gráðugum augum hans, sem urðu eins og tveir gullneistar og dáleiddu hana. Þegar hann þrýsti vörum sínum að henn ar, ætlaði hún að hörfa, en gat það ekki. Hann þrýsti fastar, svo varir hennar opnuðust. Þegar honum heppnaðist það, svaraði hún kossi mannsins sem vissi ekki hvað það var, að fá ekki vilja sínum fram- gegnt. Þau kysstust af ólgandi ástríðu, sem gagntók þau bæði, því hann hætti ekki fyrr en hún svaraði losta hans. En að lokum sleit hún sig lausa og hallaði sér upp að stigahandriðinu, því hana snar- svimaði. Varir hennar titruðu af heitum þrýstingi vara hans. Konungurinn var rámur: — Mig hefur dreymt um svona koss, hvislaði hann. — Og að sjá yður aftur með höfuðið aftur á bak og lokuð augun; að sjá hálsæðina slá.... Á ég að fara? Nei, ég þori það ekki. Hér erum við ein.... — Sire, ég grátbið yður um að draga mig ekki lengra út í eitthvað, sem skelfir mig. Skelfir yður? Ég hélt, að þér væruð fús. Ég get ekki hafa misskilið samþykki yðar. — Hvað get ég gert annað? Þér eruð konungurinn! — Ef ég væri það ekki? Angelique rétti úr sér og starði beint framan i hann. Hún hafði fullkomlega náð valdi yfir sér. — Eg hefði gefið yður utanundir og ekki dregið af mér. Konungurinn tók á rás fram og aftur um forsalinn og reiðin gneistaði af andliti hans. — Drottinn minn, hvað þér getið gert mig reiðan! Er ég svona lélegur elskhugi? — Sire, hefur yður aldrei dottið í hug, að du Plessis-Belliére mark- greifi er vinur yðar? Konungurinn varð vandræðalegur. — Að vísu er hann vinur minn, en ég held ekki, að ég sé að skemma neitt fyrir honum. Allir vita, að þessi Marz okkar á aðeins eina ást — striðið. Ef ég gef honum her að leiða til orrustu, hvað getur hann frekar beðið um? Hann varðar ekkert um ást, eins og hann hefur svo oft og mörgum sinnum sannað. — Hann hefur einnig sannað, að hann elskar mig. Konungurinn minntist hirðfleipursins. Han hélt áfram að skálma fram og aftur um forsalinn eins og villidýr i búri. ~r- Svo Marz hefur gefizt upp fyrir Venusi! Nei, ég trúi því ekki! En það væri svo sem alveg eftir yður að vinna slíkt kraftaverk. —• Ef ég segði yður, að ég elska hann og hann elskar mig, mynduð þér eyðileggja svo hreina og nýfundna ast? Konungurinn átti í baráttu við sjálfan sig. 1 brjósti hans toguðust á tærandi ástriðan og samvizkan. — Nei, ég myndi ekki eyðileggja hana, sagði hann að lokum og andvarpaði djúpt. — Sé sú raunin verð és* að beygja mig fyrir því. Verið þér sæl, Madame. Sofið vel. Við munum hittast á morgun, þegar þér komið með son yðar til búðanna. Philippe beið eftir henni við dyrnar á hinu konunglega tjaldi, í einkennisbúningi sínum úr bláu flaueli, brydduðu gulli. Hann hneigði sig og rétti henni höndina, til að leiða hana í gegnum þéttsetið her- bergið, að knipplingaklæddu borðinu, þar sem konungurinn var í þann veginn að setjast. — Sæll, eiginmaður minn, hvíslaöi Angelique. — Sæl, Madame. — Munum við hittast í kvöld? — Ef ég get komizt frá skyldum mínum. Andlit hans var tjáningarlaust, en fingur hans fléttuðust um hennar og þrýstu þá. Konungurinn horfði á þau nálgast. — Eru til fegurri hjón en mark- greifi og markgreifafrú du Plessis-Belliére? spurði hann yfirþjón sinn. — Þér hafið rétt fyrir yður, Sire. — Þau eru líka heillandi og tryggir þegnar — bæði, bætti konungurinn við og andvarpaði. De Gesvres gaut augunum útundan sér á þau. Angelique hneigði sig djúpt. Konungurinn tók um hönd hennar til að reisa hana á fætur. Hún mætti augum hans, sem léku um gim- steinana í hári hennar, hvíta satínskóna og kjólinn hennar, sem var skreyttur með gleym-mér-eyjum. Hún var eina konan, sem hafði verið boðið að borða með konunginum, og margir aðalsmannanna í hópnum höfðu um háa herrans tíð ekki haft þann heiður að sjá svo fagra konu. — Þér eruð hamingjusamur, markgreifi, að eiga slíkan gimstein. Það er enginn hér í kvöld — að konungi yðar meðtöldum — sem ekki öfundar yður af þessarri miklu heppni. Vér vonum, að Þér gerið yður þetta ljóst. Orrustureykurinn, púðurþefurinn og sigurvíman hafa þó stundum blindað yður fyrir fegurð hins veika kyns, og það verðið þér að viðurkenna. — Sire, sú fegurð er til, sem getur jafnvel gefið blindum sýn, og fleiri sigrar eru sætir en þeir, sem roðnir eru óvinablóði. — Snjallt svar! sagði konungurinn og hló. Hann hélt ennþá í hönd Angelique, og með einni af þessum ástúðlegu hreyfingum, sem hann hafði svo gott vald yfir og notaði svo oft, ekki hvað sýzt á vigvöllunum, lagði hann handlegginn um axlir Philippe. — Marz, góði vinur, hvlslaði hann. — Þér eruð mjög hamingju- samur, en ég er ekki afbrýðissamur. Trygglyndi yðar er mér dýrmætt. Munið þér okkar fyrstu orrustu, þegar þér voruð fimmtán ára og kúlan sló hattinn af mér? Þér hlupuð fram í eldlinuna til að sækja hann fyrir mig. — Já, Sire, ég man það. — Það var brjálæði að gera það. Og þér hafið gert margt þvílíkt fyrir mig síðan. Konungurinn var nokkuð lægri en Philippe og hár hans var dökkt I staðinn fyrir ljóst. Þó voru hlutföll líkama þeirra svipuð og vöðvar þeirra þéttir, því þeir höfðu, eins og allir aðrir ungir aðalsmenn þeirra tíma alizt upp við fimleika, reiðskóla og heraga. — Vopnagnýrinn getur komið okkur til að gleyma ástinni, en ástin getur aldrei komið okkur til að gleyma þvi, að við erum vopnabræður. — Rétt, Sire. — Já, rétt. Jæja marskálkur, þetta er nóg heimspeki fyrir okkur hermennina. Madame, má bjóða yður sæti? Þar sem Angelique var eina konan í hópnum, var hún likust drottn- ingu, þegar hún settist konunginum til hægri handar. Philippe stóð Framhald á bls. 48. VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.