Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 47
CARDIN er tvímælalaust mesti kápumeistar-
inn á þessu hausti. AAjög mikil fjölbreytni
var í kápum hans, en þó bar þar mest á
kápum með skinnum. Skinnin hefur hann
ekki frekar um hálsinn, heldur oftar neðan
ó kápunum og þá oft líka á ermunum. Stund-
um var bein rönd neðan á kápunum af loðnu
skinni, eins og á kápunni hér næst fyrir
neðan t.h., en nýstárlegastir voru þó kant-
arnir úr sléttum skinnum, sem festir voru neð-
on á kópuna með alls konar tungum upp á
efnið (sjá mynd næst fyrir neðan, t.v.) Frakk-
arnir hans voru stundum með stórum slám,
og á kópunni neðst t.v. er slóin hneppt að
aftan. Neðst t.h. er svo slákápan með heilli
heftu, sem gerir konurnar eins og gangandi,
rússneskar trédúkkur.
Geometriska línan í algleymingi. Það er sagt að mamma hans
Yves St. Laurent's hafi gefið honum bók með myndum af mál-
verkum eftir Mondrian. SíSan hefur hann ekki borið sitt barr
og er munstrið á sumum kjólunum hans nákvæm eftirlíking
á málverkum þessa fræga, hollenska meistara. Til að fá sannanir
fyrir þessu, fletti ég upp í lista-lexikoni og sá þar t.d. málverk
eftir Mondrian svo til alveg eins og kjóllinn í miðju á myndinni
t.h. Flestir fletirnir eru hvítir, einn sterkrauður, annar blár og
sá þriðji sterkgulur, allt innrammað af þessum breiðu, svörtu
strikum.
Slðbuxur úr sama efni og kápurnar er bæði hlýtt og nýtt.
Stundum eru þær aðeins vfðari að neðan, eða þá að gamache-
buxur eru hnepptar undir ilina.
Svo eru það loks % síðu
kápurnar frá Balenciaga, að-
skornar og telpulegar. Það
má eiginlega fremur kalla
þetta dragtir, þar sem þessi
sídd af kápum krefst auð-
vitað viðeigandi kjóla eða
pilsa.
VIKAN 42. tbl.
47
s3s£ösííí«ííí.;• ¦:\ i^