Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 9
— Þa8 er vegna kóngsins, sem ég vill fara, Philippe. Kóngurinn___ Hún horfði á hann, og það kom móða á augu hennar; það var eins og Philippe hyrfi. — Kóngurinn! endurtók hún örvæntingarfull. Hún þorði ekki að segja meira, heldur tók að afklæðast. Philippe virtist víðs fjarri i þönkum sinum. — Eftir það, sem kóngurinn sagði í kvöld, hlýtur hann að skilja, hugsaði hún. — E?f hann hefur ekki Þegar skilið það.... lengi___ Jafnvel áður en ég skildi Það sjálf. Hann kom yfir að legubekknum, þar sem hún kraup og tíndi hárnál- arnar úr hári sínu. Hún lagði handleggina um háls hans. Hendur hans leituðu að hlýju hörundi hennar undir þunnum undirkjólnum, struku mjúkan, sveigjanlegan mjóhrygginn en fundu síðan þrýstin brjóstin, sem voru þyngri eftir siðasta barn, en ennþá þétt og reist. — Kóngi ertu sæmandi, sagði hann. — Philippe! Hún tók fast utan um hann. — Philippe! Það var löng þögn milli þeirra eins og ólýsanlegur ótti hefði gripið þau. Úti fyrir kallaði einhver: — Marskálkur! Marskálkur! Philippe gekk að tjalddyrunum. — Þeir voru að ná njósnara. Hans hágöfgi þarfnast yðar. — Farðu ekki, Philippe, bað Angelique. — Það væri saga til næsta bæjar, er ég færi ekki, þegar konungurinn sendir eftir mér, sagði hann og hló. — Stríð er stríð, kæra Angelique. Fyrstu og æðstu skyldur manns eru gagnvart óvinum hans hágöfgi. Hann strauk yfirskeggið og spennti sverðið á sig aftur. — Hvað var það, sem Cantor söng svo oft? Ójá___ Vertu sæl, min vina kær, ég veit að guð er enginn nær, en þengli hæsta þjóna ber, þó að nísti hjarta mér. Hún beið árangurslaust eftir honum, alla þessa löngu nótt, þangað til hún sofnaði á legubekknum. Þegar hún vaknaði var dagsbirtan tekin að síast í gegnum gula silkiveggi tjaldsins og birtan var svo annarleg, að hún hélt að sólin væri komin upp. En þegar hún kom útfyrir, var þetta grár, þokudrungaður morgunn. Það hafði rignt og það skein á pollana. Herbúðirnar voru hálftómar. Ur fjarska bárust hljómar morgunlúðranna og linnulaus fallbyssuskothríð. Samkvæmt beiðni hennar kom „Sverðfinnur" Malbrant með reiðhest handa henni. HermaSur vísaði henni veginn upp á hæð eina, þaðan sem hún gat séð yfir orrustuvöllinn. — Þarna ofan af hólnum getið þér séð allt, Madame. Uppi á hæðinni fann hún Salnove. Hægra megin við þau bærðist vindmilla hægt í morgungolunni. Sólin var að reyna að brjótast í gegn- um þung skýin. Það sem Angelique sá fyrir framan sig, hafði hún nú nokkurn kunn- ugleik á: Umkringda borg með hallandi þökum, gnæfandi bjölluturn- um og gotneskum kirkjuturnum. Lítil, fallog á liðaðist umhverfis borgina, eins og hvítur trefill. Franskar herdeildir voru hér og þar á árbakkanum. Þrjár raðir af fallbyssum vörðu fótgönguliðið, og það skein á hjálmana og lensuodd- ana í fyrstu geislum sólarinnar. Með keyri sínu benti Salnove Angelique á herdeild í skærlitum einkennisklæðum, sem fór milli hópanna I fremstu víglínu. — Konungurinn sjálfur fór til framlínunnar snemma í morgun. Hann er viss um, að borgin muni brátt gefast upp. Hvorki hans hágöfgi né aðrir æðstu menn hersins hafa blundað i nótt. Njósnari var gripinn, og upp úr honum fengust þær upplýsingar, að varnarliðið myndi gera gagnárás f nótt. Það getur verið, að þeir hafi ætlað að gera Það, en við vorum á verði og þeir hafa orðið að hverfa frá þeirri áætlun. Þá líður ekki á löngu, þar til þeir gefast upp. — En mér virðist skothríðin ótrúlega hröð. — Þetta eru síðustu viðskiptin. Borgarstjórinn getur ekki dregið hvita fánann að hún, meðan hann á skotfæri eftir. — Eitthvað þessu líkt sagði eiginmaður minn í gærkvöldi, sagði ' Angelique. — Það þykir mér gott að heyra, að hann er á sömu skoðun. Marskálk- urinn hefur mjög mikið hernaðarvit. Ég er sannfærður um, að I kvöld munum við njóta mikillar sigurveizlu. Sendiboðinn, sem Þau höfðu séð fyrir stundarkorni, kom á harða- stökki fyrir beygju á veginum. Þegar hann íór framhjá, hrópaði hann: — Monsieur du Plessis-Belliére er.... Þegar hann sá Angelique, Þagnaði hann, kippti í taumana og kom til Þeirra. — Hvað er að? Hvað hefur komið fyrir? spurði hún óttaslegin. — Hefur eitthvað komið fyrir eiginmann minn? — Já. — Hvað er það? spurði Salnove. — Hvað kom fyrir marskálkinn? Talið maður! Er marskálkurinn særður? — Já, svaraði sendiboðinn. — Ekki alvarlega. Konungurinn er hjá honum. Marskálkurinn tók á sig mikla áhættu og. . . . Angelique hafði þegar knúið hest sinn sporum niður hæðina. Áður en hún kom niður, hafði hún næstum dottið af baki- hvað eftir annað. Þegar hún var komin á jafnsléttu lét hún lausan tauminn og keyrði hestinn sporum. Philippe særður! Rödd hið innra með henni endurtók hvað eftir ann- að: Ég vissi það. Ég vissi, að þetta myndi gerast. Hún þeysti framhjá skjótandi fallbyssunum, fyrir framan lensuodda fótgönguliðsins, en hún sá ekkert nema skærlita einkennisbúningana, sem höfðu hópazt saman skammt frá fremstu fallbyssuröðinni. Þegar hún nálgaðist kom Péguilin de Lauzun á móti henni. Hún hrópaði til hans: — Er Philippe særður? — Já. Þegar hún kom til hans, sagði hann: — Eiginmaður yðar tók mikla áhættu. Konungurinn var að hugsa um, hvort Það myndi flýta fyrir uppgjöf borgarinnar, ef gerð yrði einskonar gerviárás og Monsieur du Plessis sagðist skyldi athuga málið. Hann reið upp á virkisbrekkuna, sem síðan í morgun hefur legið undir stanzlausri skothríð frá borginni. — Er þaö alvarlegt? — Já. Framhald á bls. 48. Ék ®r ENSKIR > * ; mt OG 'm HOLLENZKIR Ik DAGKJÖLAR. KVÖLDKJÖLAR OG SAMKVÆMIS- ' KJÓLAR Laugavegi 59. — Sími 186^6 ER HÚSBÓNDINN SEINN í MATINN? Husqvarna HITAPLATAN leysir vandann Steikír, sýður og lieldur heitu. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200 VIKAN «2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.