Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 23
FRAMUNDAN ÞEIM VAR SKÝJABAKKINN, BAÐAÐUR RAUÐGULLNU SðLSKINI. UNDIR VENJULEGUM KRINGUMSTÆÐUM HEFÐI ÞETTA VÉRIÐ STÓRKOSTLEG SJÓN, EN NÚ SKELFDI HÚN HANN. UNDIR ÞESSU SKÝJAÞAKI BEIÐ JÖRÐIN. GEGNUM ÞENNAN SKÝJABAKKA VARÐ HANN AÐ FARA! ÞETTA VÁR EINS OG AÐ KAFA NIÐUR í Ú- ÞEKKT HAF, FULLT AF HÆTTUM! flapsana og hjólín hvað eftir ann- aður niður, en það eru mörg Ijón ó veginum. Og svo er það eld- hættan! Við verðum að reikna með þvf, að það kvikni í vélinni við lendinguna. — Við höfum að sjálfsögðu slökkvi- og sjúkrabfla reiðubúna. — Vissulega. En þú veizt, hvern- ig það er, þegar byrjar að brenna. Við getum prísað okkur sæla, ef við getum biargað einum einasta af farþegunum. Margir þeirra eru líka fórveikir! Þetta er fullkomin martröð. Ég hef aldrei getað hugs- að mér neitt þessu líkt. — Það verður mikil rannsókn og mikil lögfræði, hvernig sem þetta fer. Vesalings framkvæmdastjórarn- ir í Stevenson Charter! — Mér þætti gaman að vita, hvaðan þeir fó matinn. — Ég hef ekki hugmynd um það. En. eitt þykir mér góðs viti. Dreng- irnir í Marseille virðast hafa hald- ið sér saman. Blöðin hafa ennþó ekki komizt á snoðir um neitt. — Ég var einmitt að hugsa um það sama. Er það ekki skylda okk- ar að láta blöðin vita? — Alls ekki! Það myndi aðeins gera illt verra. Blaðamennirnir myndu umkringja okkur og trufla okkur! Þeir myndu skrúfa frá æsi- fréttakrananum! Nei, við getum sent út fréttatilkynningu á eftir. — Hvernig svo sem það fer? — Hvernig sem það fer. En það skiptir mig ekki máli. Þú skalt semja um það við flugvallarstjór- ann. — Hann er á leiðinnl út. Ég skal tala við hann, þegar hann kemur aftur. — Allt í lagi. Og nú sný ég aftur að mínu! Ég þori ekki að láta Spenc- er allt of lengi einan! Hann kippti í hljóðnemaleiðsluna, þrýsti 6 rof- ann og kallaði: - Halló 714! Þetta er London Airport. Turner flugstjóri! Heyrið þér til mín? — Við heyrum, svararði rödd George. — Eruð þér tilbúinn að taka til við nómið að nýju, Spencer? — Ég er tilbúinn. Og úr því að það er til umræðu skulum við tala um kaupið strax! Hvað takið þér fyrir kennslustörf að nóttu til? George gerði tilraun til að vera skemmtilegur. Turner hló þurrlega. — Það skal ég segja yður, Spenc- er! Strax og þér eruð kominn nið- ur í heilu lagi, megið þér bjóða mér sterkan, stóran sjúss! — Ég heiti því! En þér skuluð ekki reiða yður um of ó að fá þennan sjúss, flugstjóri! svaraði George. Meðan George æfði sig með að, þvældist sama hugsunin fyrir honum, æ ofan í æ: Hvao', sem þú gerir, máttu ekki missa stjórn á þér! Ef þú gerir þaS, er allt búiS aS vera! Minnstu þess, að þetta var svona, oft og mörgum sinnum, meS- cm á stríSinu stó'ð. Þn hélztu hvció' eft'r annaS, aS nú værir þú búinn að vera. En þaS vorstu 'ekki; þú klóraSir í bakkann og þaS áttu einnig aS gera núna. HugsaSu um farþegana þína! HugsaSu um Jan- et! HugsaSu um konuna og börnin heima! HugsaSu um sjálfan þig! Hann gaut augunum á stúlkuna, sem sat við hlið hans. Janet var mjög föl, en hún virtist í fullkomnu iafnvægi. Þó fann hann, að hún átti ekki langt í að falla saman. Hann brosti við henni, og hún svar- aði með hughraustu brosi og muldr- aðl: — Þetta gengur Ijómandi, flug- stjóri. Svo hallaði hún sér í áttina til hans, strauk svitann af enni hans með vasaklút, og George hugsaði: Stattu þig! Láttu hana ekki finna, hvaS þú ert ci'ö' hugsa. Þú ert eng- inn aumingi, drengur! ÞaS eru bara taugarnar . . . „bara" taugarnar. Tuttugu mínútur voru þau upp- tekin við að hlýða skipunum Turn- ers í gegnum talstöðina. Þá sagði Janet: — Hefurðu tekið eWr því, að sólin er komin upp? Hann kinkaði kolli. Framundan þeim var skýjabakk- inn baðaður rauðgullnu sólskini. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta verið stórkostlega sjón, en nú skelfdi hún hann. Undir þessu skýjaþaki beið jörðin. Gegnum þennan skýjabakka varð hann að fara! Þetta var eins og að kafa niður í óþekkt haf, fullt af hætt- um! — Heyrðu, Janet. . . Áður en við förum niður í gegnum ullarpokann, viltu þá biðja lækninn að sjá um, að allir farþegarnir séu örugglega festir. Það verður áreiðanlega ó- kyrrt. — Ég skal sækja hann. Hún tók af sér heyrnartækin og renndi sér niður úr stólnum. Hún opnaði dyrn- ar fram í farþegaklefann, kom auga ó doktor Fellman og benti honum að koma. Hann reis á fætur og kom undir eins. — Hvað er að frétta? spurði hún, þegar hann hafði lokað dyr- unum ó efHr sér. — Allt slæmt! Það fer hver að verða síðastur, er ég hræddur um. Hvernig gengur ykkur? — Skaplega, svaraði Janet. — Við höfum nú æft flapsa og hjóla- atriðið oft og mörgum sinnum. Ég er viss um, að George er alveg orðinn viss ó því. George hló biturlega á sínum stað, án þess að snúa sér við sagði hann: — Það er fallega gert að Janet að segfa þetta, sagði hann. — En við þurfum ekki að fara í neinar grafgötur með, að það eru mun meiri líkur til að þetta fari illa en vel. — Hvar erum við eiginlega? spurði Fellman. George sneri aðeins til höfðinu. — Spurðu þá, Janet. Þau fengu stöðuna uppgefna. Það þýddi, að þau höfðu Caen beint fyrir fram- an sig. Þangað voru ca. 30 mílur, eða rúmlega hálftíma flug. Síðan var ekkert eftir nema hoppa yfir Ermarsund. Þau myndu þurfa að fara að lækka sig, strax og þau voru komin yfir Caen. — Þér skulið ekki hafa neinar aukaáhyggjur, Spencer! Hér er gott veður. Um 200 metrar upp í ský. Og veðurfræðingarnir hafa heitið því, að þannig verði það að minnsta kosti þangað til snemma í fyrramálið. Þegar þér komið inn á radarinn hjá okkur, getum við mjög auðveldlega hjálpað ykkur niður. Það verður næstum eins og ég haldi í aðra höndina á yður, Spencer! — Þakka yður fyrir, það veitir ekki af, muldraði George. Það var hljótt um stund. Svo kom Turner aftur með sínum venju- lega áhuga. — Spencer! Nú hafið þér hvílt yð- ur um stund. Fylgizt bara vel með því, að þér haldið alltaf sömu stefnunni, 296 gráður. Nú skulum við fara yfir allra nauðsynlegustu tækin. Þér verðið að læra stað- setningu þeirra og verksvið í réttri röð. Þér minnizt óreiðanlega mikils hluta þess, fró því að þér voruð sjálfur flugmaður. En verið vissir um, að þér vitið nákvæmlega hvar allt er. Ef þér eruð í vafa skulið þér spyrja. Við getum tekið eins mörg tilraunaaðflug og þér viljið, en þegar síðasta aðflugið hefst, verðið þér að kunnq að gera allt rétt og fullkomlega. Eruð þér með á því, Spencer? — Já, stundi George. — Allt í lagi 714! Minnkið bens- ínbiöfina og lækkið hæðina niður í 1000 fet. Tak George um bensfngjöfina harðnaði, síðan tók hann að draga varlega úr henni. Flugvélin beind- ist hægt niður á við. — Halló 714! Rödd Turners var allt í einu orðin óróleg. — Hafið Framhald á bJs. 40. FRAMHALDS- SAGAN 5. HLUTI EFTIR J0HN CASTLER - ARTHUR HAILEY MYNDSKREYTING: THORD NYGREN VIKAN 42. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.