Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 36
sagði: James, ég vona að þú vit- ir hvar flaskan er? James frændi var fremur undr- andi á svipinn, en reyndist vand- anum vaxinn, stóð upp, tók glas hennar og sagði: — Já, ég býst við því, að ég viti hvar hún er. — Já, ég bjóst við því, sagði amma þurrlega. James frændi vissi ekki íyrir víst, hvort það var einhver broddur í þessari athugasemd ömmu, svo hann sagði ekkert en fór út. Amma leit rannsakandi á okk- ur öll eins og hún væri að reyna að velja einhvern til einhvers dularfulls verkefnis, sem enginn vissi um nema hún sjálf. Augna- ráð hennar nam staðar á Bentley frænda og hún starði hrokafull á hann eitt andartak, síðan spurði hún krefjandi, með lát- bragði drottningar sem hefur ver- ið misboðið með smekkleysi ein- hvers hirðmanna sinna: — Hvað er þessi að gera hér í stofunni? Munnur Bentley frænda opn- aðist og hann rak upp stutta skelfingarstunu. •—¦ Hvað áttú við, mamma, spurði Bcatrice frænka. — Þessi þarna, sagði amma og benti á Bentley frænda. — Hvað ?r hann að gera hérna inni? Þeg- ar ég réði hér húsum, var ekill- inn á sínum stað — í vagna- geymslunni. Bentley frændi stökk á fætur um leið og hann rak upp snöggt, þjáningarfullt óp. Ég sá kring- lótta, feitiagna höku hans taka að titra og tárin komu fram í augu hans. — En mamma, sagði Charlotte frænka. — Þetta er Bentley. Son- ur þinn, Bentley. — Vtleysa, sagði amma. — Ég þekki minn eiginn son. Þetta er ekillinn og ekki einu sinni góður ekill. Hann er aldrei til taks, þegar ég þarf á honum að halda. Þetta var sorglegt ástand. Amma virtist ekki þekkja sinn e;.gin so">. Auðvitað hefði Bent- ley frænrli átt að hlæja að þessu, af því að við vissum öll, að amma var órðin stórglompótt, þar að auki höíðum við ekki haft ekil árum saman. En eftir að hafa stjanað við móður sína í sextíu ár fannst honum þetta of mikið. Þetta voru örlög hans, að vera tekinn fyrir ekil. Allt í einu tók Bentley irændi fyrir andlitið til að hylja táraflóðið. Hátt, hjarta- skerandi og hræðilegt óp brauzt gegnum barka hans, og hann þaut út úr herberginu. Þegar hér var komið sögu voru Charlotte frænka og Beatrice frænka báðar risnar á fætur, tví- átta um, hvað gera skyldi, en amma sneri sér kæruleysislega að því að horfa út um gluggann á ný. Charlotte frænka ákvað að fylgja bróður sínum og reyna að róa hann. Beatrice frænka settist niður og andvarpaði. Ég hallaði mér aftur á bak og beið eftir því hvað gerast myndi næst og á þeirri stundu kom James frændi aftur með kampavínið handa ömmu. Hann rétti henni það og brosti 2Ínu bezta brosi. James frændi reynir alltaf að halda góðu samkomulagi við tengda- móður sína. Hann hefur lagt sér- staklega að sér við að gera það upp á s'ðkastið, eftir að amma varð svona gömul, en amma á ennþá mestan hlut í fjölskyldu- fyrirtækmu Eftir að hún hafði tekið við glasinu, 'eit hún tortryggnislega á hann. — Jæja, James, sagði hún hneyksluð. — Þú hefur ver- :ð að laumast í flöskuna aftur, sé ég. James írændi hefði ekki orð- ið meira undrandi, þótt amma hefði skyndlega risið á fætur og farið tvöfalt heljarstökk. Hann starði á hana með opnum munni. — Mamma, greip Beatrice frænka fram í. — Láttu ekki svona. Þú ert að hugsa um Art- hur, Arthur sem er dáinn, þetta er James. eiginmaður Charlotte. Ég ve-:ð víst að skýra frá því að Arthur var sá drykkfeldi í fjölskyldunni, sá yngsti, sá sem fór til Prínceton. Sagt er, að það hefði ekki runnið af honum, frá því að hann útskrifaðist úr skóla og þangað til hann dó, tuttugu árum semna. Að lokum datt hann út af barstól og náði sér aldrei eftir það. Hann sagði, að það hefði raskað trúnaðartrausti hans og hann hefði glatað viljan- um til að lifa. En einhverntím- an, meðan á þessu öllu stóð, hafði hann gefið sér tíma til að geta mig. — Vitleysa, sagði amma. — Arthur var heiðarlegur og dug- legur ungur maður, en ég vissi alltaf, að James yrði ekki að neinu. — Drottinn minn, hrópaði James frændi. — Drottinn minn! Djöfullinn hirði það, þó hún taki með sér hvert sent! Hann reik- aði út úr herberginu og hrasaði um mahonískemil á leiðinni. — Jæja, sagðiBeatricefrænka. — Sjáðu nú, hvað þú hefur gert. En amma virtist ekki heyra til hennar. Hún starði friðsamlega út um gluggann aftur og dreypti við og við á kampavíninu sínu. Aðeins Beatrice frænka, sem þaut fram og aftur um gólfið, og púaði sígarettu, og ég, vorum eft- ir. Þrír farnir og tveir eftir hugs- aði ég. Það hafði verið rangt að minn ast á Arthur, vegna þess að það minnti ömmu á mig. Hún hvessti á mig borandi augnaráð, eins og einhver glæpur hefði rétt í þessu komizt upp, og hún grunaði mig. — Hvaö ætlið þið að gera við drenginn? spurði hún. Ég var drengurinn. Þau töluðu öl um m'g sem „drenginn", eins og þau þekktu mig ekki alveg og þeim kæmi á óvart að ég væri 36 VIKAN 42. tbJ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.