Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 14
leg í framkomu og klaeða b konan Listin aðná sér r i eigin- mann Síðari hiuti eftir Nils Treving ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥,¥¥¥¥* >• >- >• >- >- >- >- >- >- >- >- >- >- >- >- >- >- >¦ >- >- >- >¦ >- >• >- >- Það eru til konur, sem markvist vinna að því að kenna meðsystrum sínum klaskina. Ein af þeim þekktustu er Helen Gurley Brown, frá Los Angeles, konan sem skrifaði met- sölubókina og kvikmyndahandritið „Sex and the lonely girl". Hún er fertug, grannvaxin, falleg og aðlaðandi og kann sannarlega list- ina að láta taka eftir því sem hún segir. Hún er klædd dýrum alsilkikjól, sem sýnir vel fallegan vöxt hennar, og hálsmálið er svo flegið sem framast má, ón þess að vera hneykslanlegt. Hún veit hvernig fara á að því að ná sér í eiginmann á amerískan hótt. Hún hefir sjálf gert það og kennt það hundruðum þús- unda amerískra stúlkna. Hún segir: — Fyrsta og stðasta reglan er einföld. Það er að vera ólastanleg í framkomu og klæða- burði, en samt kynþokkafull og aðlaðandi. Hún má ekki hafa óþarfa fitukeppi og fötin verða alltaf að vera ólastanleg. Kona sem leitar að eiginmanni má ekki vera með ósnyrtar neglur, fljótfærnislega andlitssnyrt- ingu eða óhreint hár. Og þar sem hún getur átt von á að hann komi f heimsókn, verSur íbúðin hennar alltaf að vera ( fullkomnu standi, þar má ekki vera óhreinn diskur ( vaskinum eða sokkar hangandi á stólbaki. ÞaS, sem er mest áríðandi, er að hafa kynþokka Konan þarf helzt að vera sæmilega mennt- uð, til þess að geta talað við karlinn sinn, og hún þarf líka að vera kát og glö'ð, svo að honum leiðist ekki sambúðin við hana. Og að lokum, og það er mest áríðandi, þarf hún að hafa kynþokka. Konan má ekki vera hrædd viS kyn sitt, eða óttaslegin yfir því sem samband milli karls og konu kann að hafa í för með sér. Þegar Helen Gurley Brown hefir skýrt frá aðalreglum þessa mikla vandamáls, segir hún hvar hann sé helzt að hitta. í starfinu, og ef stúlkan vinnur ekki á þeim stað þar sem hún hefir tækifæri til að hitta herra, á hún að skipta um vinnustað. Vinir vinanna Það er siálfsagt að fó vini sína til að bjóða heim ógiftum vinum sínum. Þrátt fyrir hættuna ó því að verða misskilinn, er það samt mjög áhrifaríkt. Sport er ógætt að stunda. Karlmenn eru yfir- leitt hrifnir af sporti, þar er líka um margt að velja. Veitingahús og barir eru staðir sem karlmenn sækja mikið, en yfirleitt eru það þá menn sem eru meira fyrir flöskuna en konur. En umfram allt aS ná í þann eina rétta Og svo heldur Helen Gurly Brown ófram, ( það óendanlega og talar um partý, klúbba, félagssamtök, skemmtiferðir, flugferðir, skemmti- siglingar, nágranna . . . Niðurstöður eru einfaldlega þessar: Konan verður að hafa það hugfast að meðal allra þeirra manna sem hún hittir og kynnist, er einhversstaðar sá eini rétti. Sjálf gefur hún gott fordæmi. Hún kynnti sér rækilega öll þessi vandamál og lausn þeirra [ tuttugu ár. Þá giftist hún auðugum manni, Dave, sem er kvikmyndaframleiðandi. — Ef ég hefði ekki kynnt mér þessi mál ræki- lega fyrir hjónabandið, hefði ég f fyrsta lagi aldrei náð í Dave og í öðru lagi gæti ég ekki vitað hvernig ég ætti að halda í svo stórkost- legan og reyndan mann .. . Þannig verður það, sem óður var ástaróSur aS handbók ( listinni að krækja [ eiginmann. «$B&0&B®m?MZtáMA yJHMHr^^^-*^^^^^^^^**^^^^^******^^^^******^ y y v ¥¥¥¥¥• 14 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.