Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 39
Ég brosti við henni: — Ég hef
ekki verið rekinn, ekki ennþá.
Svo bætti ég við: — Og reyndu
nú ekki að slá ryki í augu mín.
Ég þekki þig betur en þau hin.
Hún i'.ipptist við og reyndi svo
að verða særð á svipinn, en gat
ekki haldið því áfram. Hún leit
út eins og barn, sem veit um
sekt sína, en finnst hún óendan-
lega hlægileg.
— Þar að auki, sagð ég, — ætt-
irðu að skammast þín. Þau gerðu
ekkert annað en reyna að geðj-
ast þér.
— Ég veit það, sagði hún. ¦—
Ég skal gera gott úr þessu í
kvöld — vð kvóldmatinn. Já, ég
skal gera það. Hún brosti til mín
eins og ég væri í vitorði með
henni, svo byrjaði hún að flissa
og það ljómaði af björtum aug-
um hennar. — En stundum get
ég ekki varizt því. Þau eru öll
svo miklir bölvaðir bjánar! Augu
hennar fylltust af hlátri: —• Var
ekki James hlægilegur? sagði
hún. — Og Beatrice... og svo
hallaði hún höfðinu aftur á bak
og skellihló.
Flatey...
Framhald af bls. 27.
eins og sólusjálpin sé öll komin
undir nógu glæsilegum reisupassa
yfrum. Og þessi dýru úthöggnu
björg vitna ekki aðeins um mann-
kosti hins látna þau vitna ekki síð-
ur um lánstraust aðstandenda.
Þó er það svo að einn stærsti
og skrautlegasti steinninn í þessum
garði, og só þeirra sem kostað hef-
ur flest jarðarverðin, sá þeirra sem
letraður er hvað stærstum stöfum,
hann er ekki reistur kaupmanni og
þaðan af síður dannebrogsmanni,
ekki sýstlumanni og því síður próf-
asti, það er engin forstandsmatróna
sem hvílir undir þessum viðamikla
steini heldur tveggja óra piltbarn.
HÉR ER LAGÐUR
FORELDRA FAGUR GIAASTEINN
BOGI BRYNJULFSSON
BENEDICTSEN
FÆDDUR 28. APRIL 1849
DÁINN 22. SEPTEMBER 1851
HJÁ SYSTKINUM SÍNUM
JARÐÞRÚÐI, GUÐMUNDI HALLDÓRI,
GUÐRÚNU, SOLVEIGU
RAGNHEIÐI OG HALLDÓRU SIGRÍÐI
ER ÖLL DÓU Á FYRSTA ALDURS ÁRI
OG HIÐ SÍÐAST TALDA ÞEGAR Á
EFTIR HONUM
HANN LIFÐI ÞENNAN STUTTA TÍMA
HRAUSTUR OG
VEL HEILBRIGÐUR, FAGURLIMAÐUR
OG AÐ ÖLLU
SEM BEST AF GUÐl GEFINN UNZ
DREPSÓTT
Á BÖRNUM, SÚ ER GEYSAÐI YFIR
LAND ALLT
HREIF HANN BURT
FRÁ SÝTANDI FORELDRUM
BRYNJULFI OG HERDÍSI
BENEDICTSEN
BARA HREYFA EINN HNAPP og
H/M*/%FULLMATIC
SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG
VINDUR ÞVOTTINN.
rULLIlinllu ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU.
HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTISY,
12
SJALFSTÆÐ
ÞVOTTAKERFI
1. SuSuþvottur 100°
2. Heitþvottur 90°
3. Bleijuþvottur 100°
4. Mislitur þvottur 60°
5. ViSkvæmur þvottur 60°
6. Viðkvæmur þvottur 40*
7. Stíf þvottur/Þeytivinda
8. Ullarþvottur
9. Forþvottur
TO. Non-lron 90°
11. Nylon Non-lron 60°
12. Gluggatjöld 40°
H^Ky%FULLMATIC
AÐEINS M/^%K^%FULLN1ATIC ER SVONA AUDVELD í NOTKUN. - SNÚIÐ EINUM SNERLI
OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT
HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM-
ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓDA ÞVOTTINN SVO VÉL-
IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ
GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL.
. 19 n $ Jh-j*— ábyrgS
KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST
VIKAN 42. tU.
39