Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 51
BRIDGE Allir á hættu, norður gefur. Norður. A G-7-6 v D-10-9-7 * A-7-5 c^s K-D-10 Austur A 10-5-4-2 V e k k e r t ? K-D-G-10-9-8-6 * A-5 Suður A A-D-9-8-3 V A-K-G-8-4-2 ? 4 * G Vestur A K V 6-5-3 ? 3-2 * 9-8-7-6-4-3-2 Norður Austur pass 4 tíglar 5 tíglar pass 6 hjörtu pass Suður Vestur 4 hjörtu pass 5 spaði jr pass pass pass Útspil tígulþristur. Spilið í dag er frá meistaramóti Bandaríkjanna 1957 og suður var ungur og upprennandi spilari, Ivar Stackgold að nafni. Vestur spilaði út tígulþristi gegn sex hjarta samningi suð- urs. Ásinn kom úr borði og aust- ur lét kónginn í. Enn kom tíg- ull, trompaður hátt heima og síð- an var trompkóngurinn tekinn. Síðan kom hjartagosi og meira hjarta, drepið á tíuna í blindum. Nú var síðasta tíglinum spilað, hann trompaður en vestur kast- aði laufi. Það var nú sannað að austur hafði átt sjö tígla í upp- hafi. Laufagosa var nú spilað, drepinn af austri á ásinn en hann spilaði meira laufi til baka. Sagn- hafi tók laufa hjón og kastaði tveimur spöðum. Skipting aust- urs var nú sönnuð, hann hafði átt 7 tígla, tvö lauf og fjóra spaða. Skipting vesturs var náttúr- lega líka upplýst og nú fór Stack- gold yfir þær upplýsingar, sem honum höfðu áskotnazt. Austur hafði opnað á fjórum tíglum með fjóra hónora sjöundu í tígli og laufaásinn. Hefði hann átt spaða- kónginn einnig, þá var útilokað að hann hefði opnað á fjórum tíglum og þess vegna lagði Stack- gold niður spaðaásnn og uppskar laun erfiðisins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.