Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 29
GLÆSILEGT LEIKFANG CHEVROLET TREBILL Ameríska konan_____ Framhald af bls. 15. Svo fóru þau að rífast og nöldra, stappa í gólfð og öskra, henda handbærum hlutum hvort í annað, og á nóttunni sneru þau bökum saman í hjónarúmnu, sem var eina rúmið þeirra, fyrir utan bamarúm- ið. Svo komu morgnarnir með geð- vonzku og ennþá meira rifrildi. Hún hætti að hugsa um útlit sitt og hann hékk úti, eins lengi og hann gat á kvöldin. Ástandið var alveg óþol- andi. En rétt áður en þau ætluðu að láta verða af því að skilja hitti John gamlan kunningja. Hann var meðlimur í félagsskap þar sem menn léku sér að þessum maka- skiptum og spurði hvort þau vildu ekki reyna að vera með ( því um tíma. Ja, — Rhonda sagði að á- standið gæti ekki versnað, hún seg- ir: — Fyrsta sinn var þetta hreint og beint viðbjóðslegt, mér fannst ég vera skítug um allan kroppinn. En þetta vandist fljótt. Og eftir hvert föstudagskvöld kemur okkur prýðilega saman í heila viku. Það bezta af því öllu var að við sáum enga ástæðu til að skilja, við höfð- um ekki ráð ó því. John hafði lítil laun og ég hafði ekki lært neitt starf áður en ég giftist. Og svo aetum við bæði verið meðMaureen, dóttur okkar, hún er yndisleg . . . Að vísu eru John og Rhonda und- antekning. Þetta er auðvitað uppá- tæki sem flestir mundu kalla ósið- legt, en samt sem áður fáum við þarna nokkuð dæmigerða svipmynd af ungri amerískri stúlku, sem vegna vandræða verður að gifta sig alltof ung að órum. Þau áttu bara náms- skuldir og hvort annað Svo eru auðvitað óteljandi dæmi um það hvernig ameríska konan finnur og veitir hamingju í hjóna- bandi. Við skulum taka sem dæmi Billy og Judy í Philadelfiu. Við sitjum í leiguíbúð þeirra, í einni af út- borgunum. Judy er fagureygð, gáfuleg, lítil og dökkhærð. Eftir nokkrar vikur á hún von á öðru barni þeirra hjóna. Meðan við drekkum kaffið segir hún frá sínu hiónabandi: — Ég varð að hætta í háskólan- um einu óri fyrir lokapróf, því að við þurftum að gifta okkur og ég eignaðist Liz. Þetta var allt mjög erfitt til að byrja með, því að Billy hafði nýlokið prófi og við áttum ekkert annað en hvort annað og námsskuldir okkar beggia. Svo byrjaði Billy að vinna sem efna- fræðingur hjá stóru fyrirtæki og fékk aukavinnu, sem hann tók heim með sér á kvöldin, svo að fjárhagurinn batnaði töluvert. Þegar litla dóttirin var orðin nógu stór til að fara á dagheimili, fór Judy aftur í háskólann til að Ijúka námi sínu. ' — Ég vildi hafa meira að gera, húsverkin voru ekki nóg. Og svo vildi ég líka Ijúka prófi. Það er margt sem kemur til greina. Ég vildi halda áfram að auðga anda minn, svo ég yrði ekki eftirbátur mannsins míns. Það eru alltof marg- ar konur sem hirða ekki um að auka við þekkingu sína og staðna, þegar þær eru giftar. — Fyrst og fremst vildi ég geta hjálpað Bill í starfi sínu, og að öðru leyti áleit ég nauðsynlegt að vera fær um að vinna fyrir mér, ef eitt- hvað kæmi fyrir, til dæmis ef slys bæri að höndum. Svo getur líka verið að þótt við séum svona ham- ingjusöm núna, geti kannske sleg- izt upp á vinskapinn, þá vil ég geta séð fyrir mér sjálf, án þess að eyðileggja hann fjárhagslega. Það er óskaplega dýrt að standa í skiln- aðarmólum hér í Bandaríkjunum . . Nýja stefnan: sjálf- stæSiskrafa konunnar I samtalinu við Judy og fjöld- an allan af öðrum amerískum kon- um, kemur það sama á daginn: Allar vilia þær gifta sig og helzt ungar, en allar vilja þær halda sjálf- stæði sínu. Það er kominn tími til þess að amerískar konur séu alger- lega óháðar mönnum sínum, sem þær oft giftast alltof snemma. Þetta er það sem liggur að baki VIKAN 42. tW. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.