Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 5
herranum, heldur kauuske líka hjá kunning'jum hans. Hvaö gullhömrum viðvíkur, þá ber auðvitað að taka þá eftir atvikum hverju sinui. Stundum er aðeins um yfirborðskurteisi að ræöa, stundum bara stundargam- an, í önnur skipti eru þeir tilraun til að koma sér í mjúkinn hjá dömunni, jafnvel þótt hugur fylgi ekki máli, og svo getur lika verið um blákalda alvöru að ræða. Svör við slíku verður að gefa eftir mati hverju sinni — «n athugaðu að bíta ekki á krók- inn við fyrstu tilraun, þvi það er oftast með gullhamra eins og beitu veiðimannsins ... þeir eru að reyna að fiska. ÞáS er oít rétt, sem sagt er, að í slíkum málum eigi maður ekki að segja hug sinn allan. Ef þú ert hriiin að pilti, er það stundum vafasamt að láta hann vita það of vel — svona til að byrja með. Hann verður þá of öruggur um þig, „saltar" þig eins og sagt er og geymir í rólegheit- um, því hann veit að til þín get- ur hann alltaf farið. Á mcðan notar hann kannske timann til að krækja í annan fisk. Það er hægur vandi fyrir þig að losna við þvingun á dansleikj- um, etnfaldlega með því að fara í dansskóla. Þegar þú hefur öðl- azt sjálfstraust á dansgólfinu, hverfur þér öll feimni. P.S. Skriftin er góð, stafsetning- in sæmileg en greinarmerkja- setning afleit. MONTHÆNA. Kæra Vika! Ég óska þess að ég íái góð svör við spurningum mínum, en ég spyr í fyllstu alvöru. f fyrsta sinn sem ég skrifaði þér kom aldrei bréf, en vonandi birtirðu þetta. Hvað er bezt að gera við monti? Mér er tilkynnt úr ýmsum áttum að ég sé að deyja úr monti og hef að sjálfsögðu ekki hugmynd um ástæðuna, því á því hef ég ekki efni. Það vantar allt hjá mér sem hægt er að kalla fegurð og vin- sældir (og ég á allt of fáa vini og það pirrar mig líka). En hvað er hægt að gera til að venja sig af þessu monti? Geturðu frætt mig smávegis um tízkuskólann hér, hvað sé kennt og hvað kosti að vera þar, hvað tímarnir séu margir og ým- islegt sem skólann varðar? Er mikill munur á hárgreiðslu- námskeiði og snyrtinámskeiði? ef ekki, segðu mér þá hvert er hægt að snúa sér til að læra snyrtingu. Mig langar að biðja ykkur þarna hjá Vikunni að hafa oftar myndir af tízkunni eins og hún er. Er það satt að Tempó spili ekki í vetur? Að lokum vonast ég eftir svari frá ykkur í Póstinum sem allra fyrst og án útúrsnúninga. Monthæna. P.S. Hvernig er skriftin? Kæra Monthæna! Þú setur mig í nokkurn vanda með spurningu þinni, því að það liggur ekki ljóst fyrir hvort þú ert í raun og veru montin, eða hefir að ósekju fengið þetta ó- orð. Ef þú ert í raun og veru montin skaltu reyna að leyna því, og temja þér eðlilega fram- komu. Tízkuskólarnir eru tveir, Tízku- skóli Andreu, Skólavörðustíg 23, sítni 19395 og Tízkuskólinn í Bankastræti 6, sími 20743. Það er hægt að fá snyrtinám- skeið á þessum skólum, en ekki hárgreiðslunámskeið. Hár- greiðsla er iðnnám. Annars er bezt að snúa sér til þessara skóla beint og fá allar upplýsingar. Það getur ekki verið að þú les- ir Vikuna, úr því þú sérð ekki tízkumyndirnar, sem eru hérum- bil í hverju blaði. Við skulum vona að Tempó spili í vetur. Skriftin er nokkuð þokkaleg. - - - i HÁRTOPPAR EINN '-""¦'¦' HM'íte. ÚTVEGUM HÁRKOLLUR EFTIR MÁLI í ÖLLUM LITUM. STAKAR FLÉTTUR NYLONFLÉTTUR PEYSUFATÁFLÉTTUR TVEIR ÞRÍR - OG HÁRGREIÐSLAN ER FULLKOMIN G. M. búðin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 24626 eiiaion Heildverzlun: HALLDOR JONSSON H. F. Sími 2399S og 12S86 Hafnarstræti 18 íiíiimmi&:::: 'VJKAN 42- °>1- 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.