Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 32
 ............. . ....;¦,¦ ¦ ¦:¦¦:¦¦ m ¦¦ ¦.'¦.'¦¦ ¦¦ Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lífið sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réftu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. fyrir yður £ auðvitað... 'g m II Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú færð gullið tækifæri til að setja yfirmönnum þínum stólinn fyrir dyrnar og munt áreiðanlega nota þér það ú-t í æsar. Þú veigrar þér við að segja samstarfsmanni þínum að hann vinni ekki vel. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Athugaðu vel framkomu þína í garð ættingja þinna og gættu vel að því að þú komist ekki upp á milli þeirra á neinn hátt. Varastu að bjóða þeim greiða eða gistingu, en þú getur verið þægilegur í viðmóti og verið hjálplegur á annan máta. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní); Maður sem vinnur fyrir þig, vinnur ekki á þann hátt sem þú óskaðir, og geturðu lent í dálitlum deilum og vandræðum út af þvi. Þú kemur til með að hafa á þínu framfæri tvær persónur um stundar- O sakir. stað. fjórir. KrabbamcrltiS (22. júní — 23. júlí): Þú skalt muna eftir hátíðisdegi í lífi eins ættingja þíns og minnast hans á einhvern hátt. Þú færð óvæntan gest og þykir fyrir að hafa ekki fyrirfram vitað um komu hans. Þér verður boðið á skemmti- Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Notaðu nú tímann meðan þú átt nokkrar lausar stundir og borgaðu vinum þínum heimsóknirnar, annars er hætta á að þeim finnist þú lítið skemmti- legur og leiti félagsskapar annarra. Happatala er Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú hefur ástæðu til að gleðjast yfir velgengni vina þinna. Láttu þá skilja á þér að þú takir þátt í gleði þeirra og sért á engan hátt afbrýðisamur. Þú kemst að raun um að þú átt mjög góðan nágranna. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Það er hætta á að þú saknir einhverra hluta úr fórum þínum ef þú hefur ekki góðar gætur á þeim. Þú.færð gjöf frá einum ættingja þínum sem kem- ur sér mjög vel fyrir þig. Þú lendir í skemmtileg- um félagsskap um helgina. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Þú tekur þig til og endurnýjar ýmsa hluti sem til- heyra híbýlaprýði þinni. Þú gerir einnig allgóða verzlun í sambandi við fatakaup. Ættingjar þínir gera boð eftir þér og bera undir þig mikilsvert mál. Bogmannsmerkið 23. nóvember — 21. desember): Þú unir hag þínum vel, sérstaklega að því leyti að nú geturðu skipulagt tíma þinn sjálfur og raðað verkefnunum að vild. Það liggur mjög vel á þér og þú kemur öðrum í gott skap. Heillalitur er blár. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): lí.f' 1 Þú kemst úr óÞægilegri aðstöðu vegna meðfæddrar orðheppni þinnar. Vinna þín er nokkuð erfið og margt sem þú þarft að snúast i, en þér verður vel ágengt. Þú eignast mjög vandaðan hlut. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þú ætlar að grípa auðfenginn gróða, svo að segja úr göturennunni, en meiri líkur eru á aö það renni útí sandinn, en hitt að þú hampir meira gulli. Þú finnur til nokkurrar einmanakenndar. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú finnur hlut úr óvöndu efni, en mjög sérkenni- legan og ættir að reyna að hafa upp á eiganda hans. Þú færð óvæntan gest í kvöldmat. Maður nokkur verSur til þess aS vísa þér á hagkvæma sparnaðaraðferð. ¦ 32 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.