Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 37
til. Þau voru alltaf að gera eitt- hvað við mig eða að reyna að gera eitthvað eða velta því fyrir sér hvaff hægt væri að gera við mig. Þetta var eins og að hafa þakleka. Beatrice frænka greip í flýti fram í, í von um að koma í veg fyrir fle:'ri vandamál. — Það er búið að ganga frá því mamma. Hann fer að vinna í fyrirtæk- inu. En hún lét ekki þar við búið sitja: — Jæja, svo þú ætlar að verða verzlunarmaður, ha? spurði hún mig og áleit greinilega, að það myndi ég aldrei geta orðið. — Svo þú ætlar að reyna að troða þér í skóna hans afa þíns, ha? Það hefði að sjálfsögðu verið geysileg ofdirfska af minni hálfu, eins og hún ætlaði bráðlega að sýna fram á. Mér þótti leitt að þetta mál skyldi hafa borið á góma, því mig langaði sízt til að vera sá, sem eyðilegði daginn. — Nei, amma . sagði ég. — Það ætla ég ekki. Ég ætla að fara til New York og verða leikari. — Leikari! hrópaði amma skelfd. — Góða barn, láttu ekki svona lagað út úr þér! Hún sneri sér undan, eins og ég hefði brot- ið allar siðareglur. Beatrice frænka starði á mig með vanþóknun. Þetta var eitt af þeim raálum, sem ekki mátti minnast á. Allir vissu, að gamal- grónar fjclskyldur í Albaníu framleiddu ekki leikara. Amma vissi það alveg sérstaklega vel. Það varð vandræðaleg þögn um hríð. Beatrice frænka leit á úrið sitt. Ég vissi, að hana lang- aði að koraast fram í geymsl- unar, þar sem hún, Charlotte frænka og James frændi fengu sér martini kokteil og sjú'ssa. Amma var ekki hrifin af kokk- teilum eða sjússum, hún vildi aðeins létt vín og koníak. — Hvar er pósturinn minn? spurði amma allt í einu. — Það kom enginn póstur í dag, svarnði Beatrice frænka. — Nema afmæliskortin, sem við færðum þér upp. — Ertu viss? spurði amma. — Auðvitað er ég viss. — Humph! Það var augljóst að amrr.a trúði henni ekki. — Ég vet, hvað þið eruð öll að reyna að ná í. En þið skulið ekki fá það. — Ó, mamma, sagði Beatrice frænka. — Ég vildi að þú gætir fengið þá flugu út úr kollinum, að við séum öll að ásælast pen- ingana þína. Þú gerir okkur öll vitlaus á því. — Hah' svaraði amma. Peningamálið var mjög við- kvæmt fyrir öllum í fjölskyld- únni. Nýlega hafði amma fengið þá hugmynd í kollinn að allir væru að reyna að stela peningun- um hennar. Afleiðingin var sú, að þegar hún fékk arðinn sinn útborgaðan lét hún lögfræðing- nn sinn hafa ávísunina með fyrir- mælum um, að innleysa hana og svo faldi hún peningana á ýms- um leynistöðum um húsið. Oft virtist hún hafa gleymt því hvar hún hefði falið þá. Einu sinni, fyrir um það bil hálfu ári, fund- ust níutiu dollarar af tilviljun í óhreinu-.ri þvotti, bundnir innan í vasaklút. Síðan hafði Bentley frændi orðið að rannsaka þvott- inn mjöe: nákvæmlega, áður en hann vc.: sendur í þvottahúsið, í viku hverri. Sömuleiðis var óvissa í fjöl- skyldunni varðandi erfðaskrá ömmu. Erginn vissi, hvað í henni stóð, og lögfræðingurinn hennar, þótt hann væri ekki eins gamall og amma, var orðinn eins leyndardr'msfullur og erfiður viðfangs og hún. Við hefðum ekki veriu svo spennt fyrir þessu, hefði það ekki verið vegna Johns frænda, en við óttuðumst, að hún kynni ao fylgja fordæmi hans. Tíu dögum fyrir dauða sinn hafði John frændi gert nýja erfðaskrá, þar sem hann ánafnaði borginni öllum auðæfum sínum, til þess að gera hundakirkjugarð, sem átti að nefna eftir konu hans, sem þá var enn á lífi. Og þótt fjöskyldar. ynni málaferlin, sem farið var í út af þessu, var þetta óþægileg auglýsing út á við. Eftir fáein andartök virtist amma hafa gleymt bæði póstin- um og peningunum. Hún sneri sér allt í einu að Beatrice frænku og vildi fá að vita, hvar eigin- maðurinn væri. — Hann gat ekki komið þessa helgi, waraði hún. — Hann er að vinna. — Ó, hó, svaraði amma. — Er hann nu stokkinn frá þér? — Drottinn minn, nei! Ef þú vilt endilega fá að vita það, kom ég ekki með hann hingað, vegna þess að ykkur kemur aldrei sam- an, en þu getur ekki sætt þig við okkur hin beldur, svo það virS- ist ekki skipta neinu máli. — Þú segir það, já? Jæja, ég vissi ekki að hann hefði vinnu. — Auðvitað hefur hann vinnu, mamma, og það meira að segja góða virmu. — Einmitt? sagði amma. — Jæja, mér datt ekki í hug að það væri hægt að lifa af því að spila á banjó. — Banjó? bergmálaði Beatrice frænka móðguð. — Mamma •—¦ hún reytv.H að vera þolinmóð, — hann Hfir ekki af því að spila á banjó. Hann gerir það bara í frístundum sínum. Hannerblaða- maður, og meira að segja mjög góður blaðamaður. ¦— Ja, það sem maður fær að heyra þegar eyrun eru dottin af, sagði amma — Ég vissi alltaf að hann myndi fara í hundana. — Ó, drottinn minn, sagði Beatrice frænka og var nú farin að skálraa fram og aftur. — Þú virtist ekki hafa mikið á móti LIN-CAH Vér höfum ávallt fyrirliggjandi: LIN CAN Grænar baunir, LIN CAN Gulrotur, LhN CAN BlandaS granmeti, LIN CAN BakaSar baunir, LIN CAN ÞurríeaSar granar baunir, LIN CAN Jaroarber. LIN CAN vörur fást í næstu búð. HeildsölubirgSir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. LIR ImMlR honum, þegar hann bað mín. — Ja, drafaði í ömmu. — Mér fannst bað vera það skársta, sem þú gætir gert. Þessi móðgun var meir en Bea- trice írvrika gæti afborið, hún, sem alltaí hafði verið álitin hin fagra og menntaða í fjölskyld- unni. Tíu árum áður hefði hún sennilega hlegið að þessu, en nú, þegar hún átti háralit sinn undir efnafræð'vísindunum og lendar hennar voru ekki eins rennilegar og áður, þrátt fyrir þjáningar- fulla áreynzlu og járnharðan matarkúr var þessi svívirðing einum of mikil. Hún hvítnaði í framan og roðnaði svo af hneykslun. — Árinn eigi það allt! hrópaði hún og skeiðaði út úr herberginu. Aðeins amma og ég vorum eft- ir. Hún hreiðraði þægilega uœ sig og horfði út um gluggann, svo var eins og henni kæmi á óvart að sjá mig þarna ennþá. Hún starði á mig undrandi og byrjaði: — En fallegt af þér að eyða deginum með henni gömlu ömmu binni. — Alls ekki, amma, svaraði ég. — Ég hef notið hverrar mín- útu. Tortryggni laumaðist inn í augu hennar, en hún ákvað að halda áfram. — Og hversvegna? spurði hún, — hversvegna ráku þeir þig úr skólar.um? ....,.,.,..... ¦.,,.,•.>¦>•-* — •%»."••• OSRAM Linestra-perur skjalla allar konur OSRAM VIKAN 42. tW. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.