Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 41
legur kubbur kenndur við Hala í Suðursveit, sá sem myrti rómantík- ina á íslandi en endurnýiaði ritmál þióðarinnar, orðasafnari, speking- ur og yogi, uppreisnarmaður og kálæta. Hitt skóldið var öllu yngra, heimsborgari úr Mosfellssveit, lat- ínumaður og gáfnaliós, hann hafði verið „á grenjandi túr í evrópskri menningu" snúist til kaþólskrar trú- ar og var kominn í Flatey til að liggja í þanginu og hlusta á fugla- kliðinn. Þessi skáld þrjú bjuggu öll á loftinu hjá séra Halldóri Kolbeins, þessi merkisklerkur kunni að velja sér hirð við hæfi og var þá enginn þessara manna orðinn viðurkennd- ur af þjóðinni. Og það var eitt sinn að kona er úti við á Jónsmessunótt og er að þvo þvott. Verður henni þó litið inn í Skólabrekku og sá tvo engla ganga eftir grundinni. Konunni varð svo mikið um þessa dýrðar- sýn að hún hljóp inn í bæ og lof- aði guð og kallaði á fleira fólk til að skoða englana. Þegar nónar var aðgætt fóru þar ekki aðrir englar en þeir Halldór og Þórbergur alls- berir og höfðu laugað sig nakta í dögginni ó Jónsmessunótt eftir fornri þjóðtrú. Þótt hús í Flatey væru tví- og þrí- setin fór þar allt fram í sátt og samlyndi. Unglingarnir voru lótnir vinna, vaktir klukkan sex að morgni til að breiða fisk, þá gengu fjórar skútur úr Flatey. Ekki var síður líf í tuskunum þegar fiskitökuskipin komu, þá var fiskurinn pakkaður inn og, síðan varð að bera hann um fjöru langa leið að bringingabátn- um og stundum urðu unglingarnir að fara um borð í skipin og niður í lesf og stúfa fiskinn. En þá voru líka góð böll í salt- fiskpakkhúsinu. Þar var fólk frá Stykkishólmi, Ólafsvík og Sandi. Þarna í saltfiskpakkhúsi voru fasrð- ir upp siónleikir, Henrik og Pene- lope, Nei-ið, Piltur og stúlka og Tengdamamma, HrekkjabrögðScap- ins. Það var slegið upp palli til að leika á og svo voru númeraðir bekkir. Og á eftir dunaði dansinn þar til sól reis. Fyrst var einföld harmónika en hlióðfærið varð full- komnara eftir því sem árin liðu. Það voru dansaðir gömlu dansarnir og sumir höfðu með sér dálitla hýru, annars sást ekki vín ó nokkr- um manni. Og dansinn gat orðið fjörugur þótt dansað væri á peysu- fötum „ein þeirra missti svuntuna og þó var nú hlegið", sagði mér gömul kona, Og það voru upplestr- ar og karlakórinn Gamli Nói lét til sín taka og kvenfélagið Gleym-mér- ei, þorrablót voru framin og grímu- dansleikir. Á öskudag gekk grimu- klædd fylking um allar götur og kom í hvert hús, þar voru blóma- rósir uppófærðar í karlmannsföt með rauða rós í hnappagatinu og fræknir formenn og siógarpar klæddust peysufötum. Og það þurfti hvorki stórar hátíðir né mik- ið umstang til að hafa ofan af fyr- ir unga fólkinu í Flatey. Magnús spilaði oft klukkustundum saman á munnhörpu og var þá setinn bekk- urinn í ki'allaranum hjá seglasaum- aranum. Hefurðu komið í þessi yfirgefnu hús í Flatey, hljóðu, auðu hús? Jafnvel þótt sól skíni glatt á tún og sund, þá er einlægt rökkur inni í þessum húsum. Gólfið stynur þungan undan fótataki þínu og hurðirnar kveinka sér þegar þú opnar inn í stofu eða kames. Undir vegg er ef til villi stórt og þungt koffort, harðlæst, ef til vill er eng- inn í veröldinni lengur á lífi sem veit hvað það geymir. I stofunni hefur orðið eftir stórt og vandað stofuborð, það má draga það út og dekka fyrir tólft. En stóll er eft- ir; þetta er heldri manna stóll með haglega útskornu baki og fótum. I gluggakistunni er hrúga af dauð- um flugum. Þær liggja flestar upp í loft og sólin skín á þær. Á gólf- inu liggur rifrildi af markaskró ell- egar er það húspostilla, snældu- snúður í einu horni, spönsk tví- hleypa hallast upp að skáp og stór- ir haugar af þýskum og enskum skóldsögum frá fyrri tíð í opnum kassa, Kristmynd úr gipsi horfir angurværum augum yfir herbergið. Veggfóðrið er flosnað af veggjun- um víða svo glyttir í ævaforn dag- blöð innanundir. Þarna hangir enn- þá uppi spegill ! fallegum ramma flúruðum og þú forðast að líta í þann spegil, hver veit hvað hann kann að sýna. Og allt í einu ber- ast ofan af lofti mjóslegnir tónar, það er lítið lag sem lætur kunnug- lega í eyrum: Ach, du lieber Aug- ustin, Augustin, Augustin ... Þú hlustar um stund og loks kemur samferðamaður þinn niður stigann og heldur á skrautlegri spiladós, það teygist á tónunum því lengra sem líður ó lagið og loks endar það í daufum smelli og það verður þögn á ný í húsinu. Þú andar að þér djúpt þegar út er komið, angan grængresis og lykt af þangi; sólbreiskja, fuglatíst, líf. Æðarkollan kúrir ó eggium eins og fyrir þúsund árum áður en Þrándur mi'óbeinn nam hér land fyrstur manna og átti þó hvorki spiladós né spegil og því síður mynd af Jesú Kristi og tvílembing- arnir fylgia móður sinni ofan tún- ið hátiðlegir í bragði og stíga létti- lega á þessari nýju jörð, þessu túni sem nú er að spretta í þúsundasta sinn. Hver mun bera á þennan völl að ári? Fólkið er á förum. Þessar fáu sólir sem eftir eru, þær eru í raun- inni ferðbúnar. Þó það fari ekki suður, þá fær það ekki umflúið annað ferðalag sem allir eiga í vændum. ( kirkjunni sem trónir ó háhrygg eyiarinnar, helguð heilögum Jóni guðspiallamanni, hefur ekkert barn verið vatni ausið órum saman. Hins vegar hefur presturinn nokkrum sinnum verið kallaður til að jarð- syngja. Austast ( kirkjugarðinum eru nýorpnar grafir, regnið hefur enn FJÖLBREYTT ORVAL AF KARLMANNAFÖTUM Saumum eftir máli; Veljið sjálfir sniS og efni. SlMAR: 32206 22207 22208 ma KJÖRGARBI. LAUGAVEGI 59 VEIZLUBORÐID Osta og smjörsalan VIKAN 42. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.