Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 12
Annar föstudagur í maí var nítugasti afmælisdagur ömmu, og þaö var heppileg tilviljun, að ég skyldi vera í skólafríi einmitt um þetta leyti. Að mirmsta kosti fannst Char- lotte frænku og James frænda það miög heppilegt, þótt ég vissi, að það skipti ömmu engu máli, hvort ég væri heima eða í Kína. En Char- lotte frænka og James frændi voru alltaf að reyna að vekja athygli ömmu á mér og mína á henni á allan mögulegan hátt. eins og þau væru að reyna að koma á sambandi milli okkar — sem þau raun- ar voru, að vissu leyti. Charlotte frænka minnti mig á, að ég væri síðastur af - Blake ættinni, og það væri mikill ábyrgðarhluti. Að minnsta kosti virtist það vera afsökun fyrir því, að ég varð að gera ýmislegt, sem mig langaði ekki til. Einu sinni haf ði ég sagt einum prófessor- anna minna, að ég væri síð- astur af Blakeættinni og hann sagði: — Það er sennilega fjári gott. En ég minntist aldr- ei á þetta heima. Eftir hádegi þann mikla dag, hafði fjölskyldan safnazt saman heima hjá ömmu. Char- lotte frænka, James frændi og ég vorum þar auðvitað. James frændi hafði tekið sér frí þennan dag eftir hádegið, til þess að geta verið þarna. Beatrice frænka hafði komið frá New York. Hún hafði ekki haft með sér eiginmann sinn, Bob, vegna þess að hún vissi, að hann fór í taugarnar á ömmu, og hún vonaði, að mirinsta kosti þessi helgi gæti orðið friðsamleg. Beníley frændi var þarna auðvifað, vegna þess að hann bjó hjá ömmu. Bentley frændi vanr. ekki og hann hafði aldr- ei gifzt. Einu sinni fyrir langa löngu hafði hann -reynt að vinna í fjölskyldufyrirtækinu, en það kom ekki vel út, og öllum kom saman um, að það væri betra að hafa hann heima. Hann safnaði hlutum, svo sem forngripum og postu- líni. Og hann fór með ömmu í bíltúra, þegar hana langaði til að fara. Charlotte frænka, James frændi og ég komum stuttu fyrr tvö. Það hefði verið ófyr- irgefanlegt hefðum við ekki verio í lestrarstofunni, þegar amma kom niður. Hi'isiö var fullt af blómum. Þau böfðu streymt að allan daginn frá öllum gömlu fjöl- skyldunum í borginni — mest- megr.:.-. öldungum, sem álitu sig eina fuhtrúa sómasamlegs lífs — gamall ljómi, sem í raun cg veru hafði horfið frá Albaníu fyrir meira en manns- aldri. BentJey frændi og Essie ráðskona voru á ferð og flugi að stinga blómum í vasa og koma þeim fyrir hér og þar um híisið. Um leð og Bentley hafði lokið við að ganga frá blómvendi í vasa og komið fyrir á borði, rauk Beatriee frænka. sem var frá New York og vissi auðvitað meira um svona hluti, til og lag- færði. Stundum, ef ráðskonan fór iVt úr herberginu, lagaði' Beatrice vendi, sem hún hafði gengið frá, en hún gætti þess að það sæist ekki. Essie var mjög tilfinninganæm og við urðum að gæti þess að særa ekki tilfinningar hennar. Milli þess sem Bentley frændi var að hugsa um blóm- in, þaut hann upp og ofan stigana til að gá, hvort hann gæti ekki hjálpað ömmu, en það var erfitt. Um leið og hann var kominn upp, sendi hún hann aftur nður og um leð og hann var kominn nið- ur, kallaði hún á hann aftur, eða að hann hélt, að hún hefði kallað á hann og þeyttist upp. Þetta var erfitt fyrir Bentley frænda. Hann var lágvaxinn og feitur og alltaf andstutt- ur. Arnma kom aldrei niður fyrir klukkan tvö eftir há- degi. Hún borðaði morgun- matinn sinn og hádegismat- inn í rúminu og bjó sig síðan vandlega undir það að sitja síðari hluta dags og fyrri hluta kvöldsins við stóra gluggann í bókaherberginu. Þessi undirbúningur var ekk- ert smámál. Venjulega krafð- ist hann mikils starfs af hálfu Bentley frænda, Essie og hvers þess, sem af tilviljun var staddur í húsinu um það leyti. Aðeins amma var ró- leg. f dag, auðvitað, af því að þetta var svona sérstakt tæki- færi, var meiri erill en nokkru sinni íyrr. Að lokum skildist okkur að amma væri næstum tilbúin. Bentley frændi gaf þetta til kynna með því að koma þjót- andi niður stigann, og minna okkur á ýmis umræðuefni, sem við mættum ekki minn- ast á í nærvist ömmu. Til dæmis mátti alls ekki hugsa um nýju nágrannanna hinum megin við götuna, hvað þá að minnast á þá upphátt. Amma hafði álitið það persónulega móðgun, þegar gamli herra Harrison, hinum megin við götuna, dó, og erfingjarnir seldu húsið ókunnugri fjöl- skyldu að vestan. Hvert smá- orð um þetta hneyksli var nóg til að æsa hana að minnsta kosti í klukkutíma. — Albanía er ekkert hjá því sem hún var, sagði amma, og svo byrj- aði hún að segja okkur hvern- ig hún var. Hægt og gætilega kom amma niður stigann með hægri höndina á handriðinu, en hin hélt vandlega um staf- inn. Mig langaði að fara á móti henni upp stigann, en hún vildi alltaf koma hjálpar- laust niður. Bentley frændi kom á eftir henni. Að lokum var hún komin niður og tók undir handlegg minn. Hún leit rannsakandi á mig, eins og hún hefði aldrei séð mig áður, og væri að velta því fyrir sér, hver ég væri. Svo komst hún að raun um, að ég myndi að minnsta kosti geta ieitt hana inn í bókastof- una. — Það er fallega gert af þér, ungi maður, að hjálpa gamall konu, sagði amma. — Það er mér bæði heiður og ánægja, amma, sagði ég eins og mér hafði verið kennt í tuttugu og tvö ár að gera við slík tækifæri. — Jæja, það eru ekki margir sem gera það, get ég sagt þér, sagði hún. —¦ Hvað er að heyra, amma, sagð ég, og stóð þannig við minn hluta af þeirri athöfn, sem við höfðum farið í gegn- um hundrað sinnum. Hægt gengum við inn í lestrarstofuna og Bentley frændi kom fast á hæla okk- ar. Amma var eins og virðu- leg hertogafrú — eins og reyndar flestir meðlimir fjöl- skyldunnar kölluðu hana, þeg- ar hún var hvergi nálægt. Hvítt hár hennar var sett upp á höfðinu í stórum bylgjum og iokkum. Líkami hennar var grannur og veiklulegur og axlirnar voru signar en í virðulegum, svörtum kjóln- um, með demantsnæluna í hálsmálinu, og svartviðarstaf- inn í iiendinni, bar hún tígu- legan virðuleikasvip, sem hefði sómt sér við hvaða kon- ungshirð sem var. Um leið var eitthvað fíngert og við- kvænmislegt við hana. Við reyndum að muna, að hún var, þegar allt kom til alls, gömul kona, sem átti allt sitt undir þjónustu annarra. Innan við dyr bókasafnsins biðu Charlotte frænka, James frændi og Beatrice frænka eftir henni. Amma nam að- eins staðar til að litast um, og áður en hún fékk rönd við reist, höfðu dætur henn- ar tvær og tengdasonur kysst hana á kinnina, um leið og þau muldruðu einhverjar ósk- ir um hamingjusaman afmæl- isdag. Þetta var næstum dag- legur viðburður, að undan- teknum afmælisóskum, en samt varð amma rugluð á svipir.n. Hún hnippti í hand- legginn á mér og leit á þau með v.'ðurstyggð, eins og hún væri aS velta því fyrir sér, hvað þetta óþolandi fólk væri að gtra þarna og hvernig það hefði komizt inn í húsið, og svo héldum við áfram að stóra stólnum við háa gluggann. Um leið og amma var setzt, og ég hafði breitt pentudúkinn yfir hné hennar, fór Bentley frændi fram í eldhúsið til að segjc fyrir um, hvernig hella skyldi kampavíninu í glösin, en með því ætluðum við að halda afmælisdaginn hátíðleg- an. Beatrice frænka og James frændi settust niður og tóku að segja ömmu hve vel hún liti ú-. — Þú verður unglegri með hverjum deginum, sagði James frændi en fékk ekkert til svsrs frá ömmu annað en upplyftar augnabrúnir. Ég sat eins þögull og lét eins lítið fyrir mér fara og mögulegt var, en Charlotte frænka gekk á milli blómvandanna og las á spjé'ldin fyrir ömmu. — Þessi eru frá Coes, sagði hún, og þessi eru frú Jayces, og þessar rósir, — eru þær ekki dásamlegar? — eru f rá O'Hara fólkinu. —• Hverjum? spurði amma. — O'Hara fólkinu, mamma. — Aldrei heyrt um þau. — Jú, auðvitað, sagði Char- lotte frænka. -— Þið eruð meira að segja skyld. Faðir Amy O'Hara var tvímenning- ur viO föður þinn. —¦ Vitleysa, sagði amma. i— Það er ekki vitleysa, sagði Charlotte frænka og tók að roðna lítið eitt. —¦ Þau komu oft hérna, áður en gamli O'Hara fótbraut sig. — Ó, fótbrotnaði hann? spurði amma. — Það var slæm^ — Það eru mörg ár síðan, þú ve;zt það. — Nei, ég þekki þau ekki, sagði jmma. — Ó, hættu þessu, Char- lotte, sagði Beatrice frænka. — Hún hefur bersýnilega gleymt O'Hara fólkinu. — O'Hara fólkinu? spurði amrns — Ég hef þekkt það alla vpví. Hvað nú um O'Hara fólkið? Beí.trice frænka tók að sér að svara. — Charlotte var rétt í þessu að segja þér það, mamma. Þau sendu þér blóm. — Ó, gerðu þau það, sagði amma — Það var fallega gert af þeim. Hún sneri sér við og horfði dreymin út um glugg- ann við hlið sér. — Ó, drottinn minn! hróp- aði Charlotte frænka. Hún settist örmagna niður í stól, hinum megin í herberginu, kveikti sér í sígarettu og pú- aði ákaflega, jafnvel þótt hún vissi, að amma þoldi ekki sígarettureyk. Nú var þögn um hríð með- an ar>ma horfði út um glugg- ann og vð hin reyndum, án Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.