Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 16
DISKÓTEK DansæSi hefir gripið um sig í heiminum. Háir og lágir, ungir og gamlir hringsnúast í þessum nýju dönsum, eins og Watusi, Swim, Surf og Frug. Diskótek-klúbbar hafa risiS upp út um allt og gera geysilega lukku. HvaS er Diskótek? ÞaS þýS- ir einfaldlega hljómplötusafn, en orSiS er notaS allsstaSar á þessa klúbba, þar sem ekki eru not- aSar hljómsveitir til aS dansa eftir, heldur hljómplötur eSa segulbönd. Forustublásari og leiSbeinandi þessara Diskótek-klúbba er Killer Joe Piro.____________________ ÞEGAR frumstæði maðurinn óskaði eftir regni fyrir uppskeru sína, dansaði hann. Þegar betur upplýst fólk reyndi að sýna tilfinningar sínar guð- um sínum, eða meðbræðrum, dansaði í aldaraðir hefir dansinn hjálpað mann- verunni til að tjá sig; allt frá frumstæð- ustu dönsum villimanna að háttbundn- um menúett, svífandi valsi, hljóðfalls- legu stappi og sveigjandi líkamsvaggi. Dansinn getur tjáð ótrúlegustu hluti, sorg og gleði, fjandskap og fíkn. Ameríkanar hafa ekki farið varhluta af breytileik og duttlungum dansins, þar hafa þeir ekki síður en annars staðar upplifað Charleston, Jitterbug og Mam- bo, en ekkert eins ofsafengið og fyrir- brigðið sem fyrst skaut upp kollinum í New York fyrir rúmum fjórum árum. Þessi dans, sem er einskonar vagg, þar sem dansendur snerta lítið hvort annað er — Twist. Svó komu Diskótek klúbbarnir. Þá þurfti ekki hljómsveit, heldur stereo hljómtæki, sem einn maður stjórnar. (Disck-Jockey). Það er hægt að hugsa sér andrúms- loftið í þessum klúbbum, ofboðslegt há- vaðaæði, sem mannfræðingar tuttugustu og fyrstu aldarinnar verða trúlega í mestu vandræðum með að útskýra. En þangað til verðum við að láta okkur nægja skýringar Killer Joe Piro: — Það er ekkert dularfullt við það að allir vilja dansa þessa dansa, þeir eru svo skemmti- legir.... Hann var að enda við fjórða námskeið- ið þetta kvöld, en það sáust ekki nokkur þreytumerki á honum. Hann er grind- horaður, dökkhærður og þetta kvöld var hann í gráum samkvæmisklæðnaði. Það vra spenntur ákafasvipur á andliti hans, þegar hann settist við borðið, pantaði „Scotch-On-the-rocks" og leit í kringum sig, rannsakandi augum. — Aha, þarna er Pétur, fyrrverandi konungur Jugo- slava, sagði hann og brosti breitt. Sal- urinn, sem var skreyttur grænum og gylltum sphinxum, múmíukistum, gul- brúnum pálmum og röndóttum eyði- merkurtjöldum, líktist einna helzt leik- tjöldum úr kvikmyndinni Cleopatra. — Þið getið bókstaflega fundið spenning- inn hérna, sagði hann, og augun Ijóm- uðu af ánægju. Á dansgólfinu, sem ekki var stærra en smápollur, var vel klætt fólk að kremja hvert annað og vefjast hvert um annað, fram og aftur eftir æsandi hljómfallinu. * — O-o-o-o-p! æpti hann allt í einu, — þarna er Sybil Burton, og svo var hann þotinn upp frá borðinu, tuttugasta eða þrítugasta sinn þetta kvöld. Hann dansaði villtan „Watusi" við fyrrverandi frú Burton, og þegar hann kom aftur að borðinu, var ísinn í glasinu hans bráðnaður. Hann kemur manni til að dansa eins og villimenn í frumskógi, sagði frúin hlæjandi. Svo dansaði hann æðislegan „Frug" við Abbie Lane, og „Surf" við hina þybbnu Carol Channing. Hún hné niður á stól, að dansinum loknum og stundi lafmóð: ¦— Joe, þú ert hreinn morðingi! (Killer). Það var og. Þessi ákafi smávaxni maður var Killer Joe Piro, bezti danskennari Diskótek-klúbbanna. Það sem hann ekki veit um nýtízku dans, er ekki þess virði að vita það. Heldri frúr, háttsettar í sam- kvæmislífinu, frá Newport til Palm Beach, rífast um að bjóða honum í samkvæmi sín. Hann hefir kennt Marlon Brando „Twist", sömuleiðis furstafrúnni frá Baroda og Adlai sáluga Stevenson. Hann kenndi líka hertoganum af Windsor „Frug". Meðal nemenda á dansskóla hans á Fifth Ave- nue er yfirleitt frægasta fólkið, sem stöð- ugt er til umtals á síðum blaðanna. Einu sinni þegar hann var í Atlanta og sýndi frumsporin í „Slop", í sýningarglugga á stóru vöruhúsi, stöðvaði hann umferð- ina í þrjá klukkutíma. Og í Washington bað hann einu sinni um dansfélaga, þar sem hann sýndi dans á tízkusýningu, þá var það Luci Baines Johnson sem gaf sig fram. — 011 þjóðin hefur fengið pestina, segir Killer Joe, þegar hann kom að borðinu, eftir dansana. — Þetta er dásamleg plága. Diskótek-klúbbar þjóta upp eins og gor- 16 • VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.