Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 9
STÓRSLYS FYRIR SLÓÐASKAP Skömmu fyrir hádegi hinn 1. marz 1964 hrapaði fjögurra hreyfla Constellation flugvél frá California Paradise flugfélaginu til jarðar í snævi þakinni fjalls- hlíð nálægt Lake Tahoe á mörk- um Kaliforníu og Nevada. Allir, sem voru um borð, 85 manns, létu lífið. Umfa(ngsmikil rannsókn fór fram eftir slysið, og að henni lokinni komust flugyfirvöldin að þeirri niðurstöðu, að hefði flug- maðurinn flogið 300 fetum hærra eða 300 metrum til hægri við þá stefnu, sem hann tók, hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir slys- ið. Samkvæmt umsögn flugyfir- valda, orsakaðist slysið af mis- tökum flugmannsins, of mjúkri jörð þar sem vélin kom niður, biluðum tækjum — og fölsun eins starfsmanns flugfélagsins á upp- lýsingum um veðurskilyrði. Þrem dögum eftir slysið var leyfið til loftflutninga tekið af félaginu. Það kom í ljós, að hvorki meira né minna en ellefu sinnum á átta mánuðum fyrir slysið hafði áttavitinn verið í ó- lagi, og við rannsókn eftir slys- ið reyndist áttavitinn vera skakk- ur um 15 gráður. Daginn fyrir slysið hafði flugmaðurinn kvart- að um það, að áttavitinn stæði á sér á niðurleið. BRIGITTE HEFUR YFIRGEFIÐ BOB Hérna um daginn sást Brigitte Bardot ó götu i París. Hún var með svart parruk og var í fylgd með systur Bob Zaguri. Strax var farið að gera því á fæturna að systir Bobs væri að tala máli bróður síns og fá Brigitte til að sættast við hann. En Brigitte liefir yfirgefið Zag- uri og sést nú allsstaðar með Paul Albou. Ekki hefir þessi tilraun systur Bobs borið árangur, því að Brigitte og Paul flugu saman til Saint Tropez. Nóttina fyrir síðasta flugið var farið yfir tækin, en það gerði óreyndur maður, sem aldrei hafði séð svona tæki fyrr. Þannig út- búin lagði svo flugvélin upp í síðasta flugið og lenti fyrst í Sal- inan, en síðan í San Jose til þess að ná í farþega. Á þessum síð- asta viðkomustað fékk kapteinn- inn svo veðurspána fyrir Tahoe- flugvöllinn, en þangað var ferð- inni heitið. Fulltrúi flugfélagsins þar mun hafi verið ófús að láta þetta flug falla niður, og breytti því veðurlýsingunni og sagði flugveður sæmilegt, enda þótt þar væri lágskýjað og snjókoma og allar horfur á því að ísing myndi setjast á vélina. Þegar flugstjórinn nálgaðist á- fangastað bað hann léyfis um að hækka flugið í 15 þúsund fet, og nokkru síðar kom skeyti frá honum: „Flug 901... “. Síðan heyrðist ekki meira. Álitið er, að flugmaðurinn hafi lent í snjóstormi, en talið sig vera að nálgast áfangastað, og lækk- að flugið þrátt fyrir storminn í trausti þess, að veðrið á flug- vellinum væri, samkvæmt því, sem honum hafði verið sagt, á- gætt flugveður og skyggnið gott. Radio Corporation of America Hin eftirsóttu RCA-sjónvarpstæki fyrirliggjandi af ýmsum gerðum. Að gefnu tilefni, skal það tekið fram, að RCA-sjónvarps- tækin eru framleidd í Ameríku en fyrir bæði kerfin — það ameriska og hið evrópska. Væntanlegir kaupendur geri sér þess vegna grein fyrir því, að RCA-sjónvarps- tækin eru fyrir bæði kerfin, 220 volt, 50 rið. Hverju sjónvarpstæki fylgir óbyrgðarskírteini, þar sem tekið er fram, að tækin séu gerð fyrir bæði kerfin, og að óbyrgðin gildi í heilt ór. RCA-sjónvarpstækin eru seld með greiðsluskilmólum. VERZLUNIN RATSJÁ H.F. Laugavegi 47. — Sími 16031. Frá Skrtlcibiiðínní Matarsett 2 manna kr. 690,00 4 - - 1010,00 Gönguskór - Skíðaúlpur Skíðabuxur Skátabúdin Snorrabraut 58, Reykjavík. Sími 12045. Skóflur með exi í og klippur Rafhlöður Kastarar Vasaljós VIKAN 43. tbl. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.