Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 40
LÁTIÐ EKKI © ELDINN EYÐA EIGNUM YÐAR BÓTALAUST LÁTIÐ OSS BERA ÁHÆTTUNA SiÓVÁTRYGGINGAR- FÉLAG ÍSLANDS HF. INGÓLFSSTRÆTI 5 SÍMI 11700 sundurskotna, að þeir gótu dottið af, hvenær sem var. Spencer þekkti þetta líka. Það vakti þá von flug- vallarstiórans, að þetta myndi allt fara vel. . . Nðri í flugturninum heyrðist dauf rödd Janet Benson í talstöðinni: — Við erum nú á stefnu núll núll fimm. Núll núll fimm og lækkum okkur stöðugt. Flugvallarstjórinn kinkaði kolli til yfirmanns flugturnsins qg stökk aft- ur niður stigann. Þegar hann var kominn inn í flugturninn, sá hann að flugumferðastjórinn var setztur við borðið við hlið Turners. Dauft Ijósið frá radarskífunni lýsti upp andlit þeirra beggja. — Allt í lagi með vindinn enn- þá? spurði Turner. Flugumferðarstjórinn kinkaði kolli. — Radar, sagði Turner í símann. — Gefið mér stöðugt skýrslur, hvort sem ég er að tala við þau uppi eða ekki. Þetta er enginn venjuleg lending. Gefið skít í allar reglur, ef eitthvað virðist ætla að koma fyrir 714. Stökkvið bara upp og öskrið! Flugvallarstjórinn gekk fram til Turners og tók í öxl hans. — Turner, sagði hann. — Er ekki betra að biðja hann að bíða þar til meira birtir. — Við vorum búnir að ákveða þetta, var það ekki? spurði Turner dálítið önugur. — Drengurinn er nógu óstyrkur eins og er! Ef ég fer að rökræða þannig við hann, er eins víst að hann falli saman! Þér verðið að skilja, hvernig honum líð- ur, hélt hann áfram. — Þarna situr hann innilokaður, með fullt af mæl- um og tækjum í kringum sig, sem hann hafði aldrei séð áður. — Ef aðflugið mistekst að öllu leyti, hvað ætlið þér þá að gera? spurði flugvallarstjórinn þrár. — Eg er handviss um, að að- flugið mistekst algjörlega, svaraði Turner illskulega. — Ég er undir það búinn. Ef það verður alveg von- laust, verð ég að sjálfsögðu að biðja hann að koma betur að. Eða þá að setja hann í sjóinn. Turner þagnaði og hlustaði um stund á skýrslurnar frá radarmann- inum og þrýsti síðan á hljóðnema- rofann. — Spencer! Minnkið flughraðann niður í 160 hnúta og haldið honum þar! sagði hann. Það brakaði í hátalaranum, þeg- ar 714 endurtók skipunina. Löng þögn tók ákaft á taugar Turners og flugvallarstjórans. En svo kom rödd Janet á ný. — Við lækkum okkur ennþá . . . ! Yfir! Eins og stór, klunnalegur fugl kom DC7 flugvélin æðandi inn yfir akra Surrey. George, sem hvað eft- ir annað hafði komið þessa leið meðan á stríðinu stóð, þekkti hér ein og önnur staðarnöfn — Hors- ham, Cranleigs — og þarna lengra til vnstri var Guildford! — Þetta er búið að vera gott, sagði hann hálfhátt. Janet kipptist við. — Hvað sagðirðu? — Ekkert. . . Ekkert, muldraði George. — Ég var bara að hugsa upphátt. Hann hallaði sér áfram. — Ég held að þetta sé Kingston, þarna beint fyrir framan okkur. — Þú þekkir þig hér? — Já, svona suma staði. Ég staulaðist þetta svo oft í stríðinu. Og þá voru líkurnar oft lakari en núna. Stundum gerði mótorinn ekki betur en snúast og vængirnir voru í tætlum. Dyrnar á bak við þau opnuðust, og Fellman kom inn. Hann var jafn rólegur og öruggur, og hann sæti í sínum eigin bíl á leið út í sveit á fögru sumarkvöldi. — Hvernig líður, flugstjóri? — Stóra stundin nálgast. Fellman stóð stundarkorn þögull fyrir aftan hann og horfði niður á landið undir þeim. — Þetta er fallegt, sagði hann. — Sjáið hvernig sólin kemur öllu til að glitra. Og áin þarna yfirfrá . . . — Hér er allt á kafi í vatni, svaraði George. Langt í burtu og til hægri sáu þau votta fyrir London. Þetta var stór húsþakaklumpur og götur, sem mynduðu skugga í morgunsólinni. Niðri í flugturninum stóð Turner um stund og hlustaði á lestur rad- armannsins. Svo þrýsti hann enn einu sinni á hljóðnemarofann. — Spencer. Við skulum hafa þetta eins óformlegt og mögulegt er. Minnkið hraðann niður í 160 hnúta en haldið nefinu uppi. Spencer fann gamla taugaóstyrk- inn koma aftur. Tvisvar sinnum hafði honum misheppnast einmitt þessi æfing. — Stúlka mín, muldraði hann. — Hafðu ekki þín fögru augu af þess- um hraðamæli! Ef ég fer undir 160 hnúta, rektu þá upp öskur. Janet brosti lítið eitt. — Ég lofa því, sagði hún. — Ég skal æpa, svo þér renni kalt vatn milli skinns og hörunds. Niðri á jörðinni fylgdist Turner nákvæmlega með þeim á radar- skerminum. Honum fannst tími til kominn að mæla nokkur hughreyst- andi orð. — Þetta gengur Ijómandi, Spenc- er! Fínt! ;Fínt! hrópaði hann. Svona, haldið henni bara á 160 hnútum. Svitinn streymdi um andlit Ge- orge. Fellman tók ónotaða pappírs- servíettu og þurrkaði honum um ennið. — Það er ansi heitt hérna inni, sagði hann afsakandi. Það er bezt að ég fari aftur til farþeganna. Ef þér þurfið á einhverju að halda, skuluð þér bara hringja. — Þakka yður fyrir, Fellman! Fellman kinkaði kolli til Janet og hvarf aftur inn í farþegaklef- ann. Aftur heyrðist rödd Turners: — Stillið nú eldsneytisblönduna á „start", Spencer! Það er ekkert að óttastl Turner starði á armbandsúrið sitt. Vísarnir stóðu á 3,28. 4Q VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.